Hans áttaviti er skakkur

Menn eiga að vera dæmdir af verkum sínum.

Hinsvegar velti ég því fyrir mér hvort ekki eigi þarna að vera fleiri úr fyrrverandi ríkistjórn. Jafnt Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Það virðist dálítið hanga á því hverjir ráða í þjóðfélaginu sem eru kærðir. Ég velti því fyrir mér hver staðan væri ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ráðandi í ríkstjórn í stað þeirra sem nú er?

„Við sitjum í örfoka auðn hálfsannleika og upphrópana,“ sagði biskup. Hann gerði skrif fólks á netinu og blogg að umfjöllunarefni og sagði að sumir teldu að það að hrópa og blogga væri það sama og að hugsa.

Margir fengju mikla athygli út á ýmiskonar gífuryrði. Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist.

Hefur Biskup einhverjan rétt til þess að alhæfa svona? 

Í það fyrsta þarf að hugsa áður en bloggað er. Það eru mjög fáir sem henda einhverjum fullyrðingum og gífuryrðum fram á bloggi. Langflestir bloggarar skrifa vandaðar og góðar greinar sem vekja mikla athygli og fær fólk til umhugsunar. Á blogginu fara fram skoðanaskipti sem geta haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Bloggari er þannig nokkurskonar heimavinnandi frétta og skoðunarmiðill. Alveg sama þó sé verið að skrifa um mannfólk, hvort það sem er starfandi eða hefur starfað í opinberu embætti.

Stjórnmálamenn hvaðan sem þeir koma eiga geta tekið ábyrgð á gerðum sínum! Þetta segir allt um stjórnkerfið á Íslandi að ekki megi kæra þá. Á ég þá alveg við úr hvaða flokki þeir koma. Tek ekki neitt einn mann þar út úr!

Biskup á ekki að tjá sig svona um einstök atriði eins og þetta. Og óneitanlega velltir maður sér fyrir því hver sé hvatinn að baki orðum hans.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband