Mánudagur, 21. nóvember 2011
DRR? er það framtíðarlandið Ísland?
Eða eigum við íslendingar að búa okkur til eigin framtíð sjálf?
Hver mun lána IMF í framtíðinni til að geta fjármagnað síendurnýjaða skuldakreppu ýmissa þjóða?
Spurning þessi kann að virðast svolítið hjákátleg meðal annars með tilliti hvaða aðilar standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Hvert geta þessar þjóðir leitað næst þegar að kreppir að? Eru aðrir aðilar sem geta endurfjármagnað skuldir þjóða með svipuðum aðlögunarskulda-lánapakka og IMF veitir? En óneitanlega vekur þessi hugsun upp fleiri spurningar eins og tildæmis þessa: hvað gerist þegar að sífellt fleiri þjóðir verða gjaldþrota með því að geta ekki endurnýjað lán eins og skuldabréf vegna þess að þær eiga ekki fyrir skuldunum? Eru komnar í þrot.
En þetta er raunhæf spurning vegna þess að fjármálamarkaðir heimsins eru keðjuverkandi vegna viðskiptatengsla þeirra. Sem og að þurfa að standa með inni í þeirri keðjuverkun á meðan að verið er að bjarga annari þjóð. En stórskuldir þjóða geta þannig einmitt orðið meðvirkandi í aukningarstigi vegna þessarar keðjuverkunar og skyldleika hinna ýmsu markaða heimsins. Tildæmis geta skuldir þjóða innan sérstakra bandalaga eins og ESB þannig orðið til þess að aðrar þjóðir innan þess dragast með.
Kraftur mannvitsins innan sérstöðu þjóðarinnar
Á meðan að Evrópuþjóðir innan ESB og heimsins alls fara inn í
"Debt Rollover Rollercoaster"
gætum við íslendingar tekið nýjan pól í hæðina með því að byggja upp Ísland með algjörlega nýjum forsendum.
Við íslendingar þurfum skipulega að búa landið undir framtíðina til að losna við þessa sýendurteknu skuldakreppu sem þjóðin mun mjög sennilega lenda í eins og þjóðir Evrópu og heimsins virðast vera að gera. Því staðreindin er sú að allar bjarganir verða gagnslausar og aftur gagnslausar. Því ekki er hægt endalaust að hefja aftur þann leik sem hafinn er. Það er vonlaust að "Rollover" á allan heiminn. Og óneitanlega munum við dragast með inn í keðjuverkunina ef við gerum ekkert til að sporna við.
Að fullu vistvænt Ísland
En sérstaklega vegna stöðu Íslands, fjarri öðrum löndum, sem og eins og að hafa eigin gjaldeyrir þá höfum við tækifæri til að stórefla landið okkar. Þannig gætum við íslendingar skipulega búið þjóðina undir framtíðina.
Við gætum tildæmis endurvakið Landbúnaðinn með stóreflingu í framleiðslu ýmissa vistvænna afurða. Hvergi í heiminum er tildæmis til eins öflugur jarðhiti sem hægt væri að notast við í verkefnin meðfram öðru.
Einnig væri hægt að setja í gang ýmiss önnur vistvæn verkefni stór og smá sem snúast um algjöra sjálfbærni og meðfram því stórauka ný störf hvarvetna út um allt landið. Þannig gætum við séð mikla mannfjölda aukningu hér og þar um Ísland.
Við þurfum að búa okkur til fæðuöryggi fyrir okkur sjálf sem og þegar að henni er náð þá gætum við líka hafið útflutning á ýmsum nýjum vöruflokkum sem ýmsar þjóðir munu keppast um að kaupa af okkur. Einmitt vegna þeirra sérstöku eiginleika sem vörur okkar geta náð með vistvænni gæðastimplun sem verður til þegar að verkefnið eru unnin skipulega frá ákveðnum stöðum.
En möguleikar okkar eru ekki bara í matvælaframleiðslu. Því landið okkar hefur upp á að bjóða tækifæri til að búa til ýmsar vörur sem teljast til tækninnar.
Hvernig virkar Sjálfbærnin best?
Þegar að fólk kemur saman til að efla sjálft sig í nálægð við hvort annað þá verður það til þess að hugmyndirnar kveikna. Og samstaða fólks eykst þegar að það fær að taka beint þátt í því sem verið er að gera og á að framkvæma. Samfélagið helst þannig í hendur til að samefla svæði landsins, fyrst í fjarlægð frá svæðum og svo til baka yfir í þorpin þar sem verkefnin geta orðið til.
Kjarni málsins er þannig samefling sjálfbærninnar með því að fólk vinnur saman að sinni eigin framtíð sem og annara, frekar en eitt og eitt smá verkefni séu sett af stað. En nálægð fólks við þann stað sem störfin verða til, eins og með leikjum og öðrum athöfnum, verður til þess að eftirvænting myndast meðal þess.
Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp landið okkar!
Til þess er besta ráðið að setja upp sérstakar miðstöðvar fyrir hvert landshorn Íslands. Þar sem heildstæð sjálfbærni verður til.
Skoðið undirlyggjandi hugmynd að Sjálfbærniþorpinu þar sem sjálfbærni í ýmsri mynd er lýst:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 22.11.2011 kl. 00:21 | Facebook
Athugasemdir
Hver mun lána IMF í framtíðinni til að geta fjármagnað síendurnýjaða skuldakreppu ýmissa þjóða?
Hverjir get skynsamlega svarað þessari spurningu dagsins? Kannski Hagfræðingar?
Guðni Karl Harðarson, 22.11.2011 kl. 00:20
Fyrir þá sem vita ekki merkir "Debt Rollover" að ríkstjórn landa endurfjármagnar skuldir þjóðarinnar með því að gera nýja samninga við lánadrottna sem og eigendur skuldabréfa þeirra sem þjóðin þarf að greiða.
En þegar að þjóð lendir í greiðsluþrot geta þær ekki farið í þetta rollover og þessir svokölluðu björgunarpakkar verða til.
Guðni Karl Harðarson, 22.11.2011 kl. 00:34
Heill og sæll Guðni Karl; æfinlega !
Margir; þessarra ágætu punkta þinna, fara algjörlega saman, við ýmsar hugmynda minna, á undanförnum árum.
En; meginatriðið hlýtur að vera, að draga úr Reykjavíkur miðstýringunni - og efla fullvinnzlustöðvar Sjávar- og Landbúnaðar afurða, víðs vegar um landið.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 20:19
Heill og sæll Óskar Helgi.
Megin atriðin er að stórefla landsbyggðina út frá heildstæðum sérstökum punktum. Stýringu yfir á landsfjórðungana með aukinni fólksfjölgun, aukinni atvinnu (sjálfbærri og vistvænni) og að endurvirkja kraftinn í fólki í nálægð við hvert annað.
Að sjálfsögðu þarf að draga úr völdunum frá Reykjavík og stýringunni þaðan. Að sjálfsögðu yrði það einn þátturinn að efla fullvinnzlu á Sjávar og Landbúnaðar afurðum út um allt land.
Guðni Karl Harðarson, 22.11.2011 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.