Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Ég krefst að!
Ég krefst þess að Sf hætti að halda þjóðinni í gíslingu!
Það er kominn tími til að þessi mikli minnihluti í þessu máli hætti að halda þjóðinni í gíslingu!
Því þetta er ekkert annað en gísling. Við verðum að átta okkur á því. Hefði þessi voða-flokkur ekki verið kosinn til stjórnar þá myndi þetta mál ekki vera eins og vofa yfir þjóðinni. Við hefðum aldrei farið í þetta viðræðu-ferli.
Það er nú tildæmis ein af ástæðunum fyrir því ég hef talað um að við ættum að draga okkur út úr þessum viðræðum strax!
Ég hef annars ekkert skoðað Facebook-síðu þessa þingmanns sem skrifar um þetta mál.
Það er mikill kraftur í þjóðinni að velja sér nýja íslenska samræmda leið til framtíðarinnar. Leið sem er og verður alltaf miklu betri vegna þess hversu rík við íslendingar erum af landsins gæðum. Þeim sem við ættum að nota okkur algjörlega sjálf!
Íslendingar finnum okkar eigin leiðir fyrir framtíðina með nýjum leiðum með stóreflingu á Sjálfbærni þjóðarinnar. Því þar verða tækifærin til að setja í gang sjálfbær verkefni og búa þjóðina undir erfiða alþjóðlega framtíð. ÞAÐ ERU LEIÐIR TIL ÞESS!
Segir ummæli Össurar ekki trúverðug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Breytt 10.11.2011 kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
Man bara ekki eftir því að hafa lesið eins mikið samansafn af innihaldslausum frösum í einni færslu! Hvað heldur þú að við höfum reynt að marka okkur nýja sjálfbæra framtið lengi. Sennilega frá því löngu fyrir formlegu sjalfstæði okkar 1944. Og hvernig hefur það gengið. Jú ég get sagt þér það. Stærstu framfara skref okkar hafa verið þegar við höfum átt samskipti og gert samninga við önnur lönd og samtök þjóða. Þannig get ég nefnt þér að upp úr 1950 þá var það Marhall aðstoðinn sem gerið okkur kleypt að kaupa hingað togara og vinna tekjur af hernum hjálpaði til. Síðan gegnum við í samstarf við Norðulöndin sem hjálpuð okkr hér upp úr 1960 með styrkjum. Um 1970 þá gerðumst við aðilar að EFTA og vorum svo fátæk að við þurftum mikla styrki og undaþágur þar sem við gátum ekki uppfylt þau skilyrði sem við þurftum Og eftir það fór að bera á velmegun hér. VIð þurfum ekki lengur að treysta á að Sovétríkin hjálpuðu okkur um olíu og keyptu af okkur fisk gegnt því að við keyptum í skiptum rússajeppa og svo leiðis. Vera okkar í EFTA breytti stöðu okkar frá því að vera með fátækustu þjóðar Evrópu í að verða með þeim ríkari. Síðan um 1993 eða 4 gengum við inn í EES samninginn og fengum þar tollfrelsi á fiskinn og fleira innan ESB og við urðum með ríkustu þjóðum í Evrópu. Það sem allan tíman hefur háð okkur er að við erum örríki sem er um megn að halda úti því örhagkerfi sem hér er. Sem m.a. birtist nú í að við þurfum að hafa hér verðtryggða krónu sem og verðbólgu og rýrnun Krónunar. Þó eru hundruðir ráðherra búnir að vera hér og engum hefur tekist að koma hér á almennilegu jafnvægi. Og eftir að um 80% allar þjóða í Evrópu eru komnar í ESB þá sé ég ekki hvernig við eigum að standa ein utan þess. Það þýðir ekkert að miða við Noreg sem nú er með ríkustu þjóðum í heimi sem og Sviss aðrar þjóðir í Evrópu eru komnar í ESB eða á leið þangað.
Nú er ljóst að þegar að samningur við ESB liggur fyrir verður löngu búið að leysa þessi vandamál með evruna. Og því er furðulegt að menn sem tala um framtíð fyrir Ísland vilji bara hætta nú í miðju kafi. Sér í lagi þar sem að manni skilst að ESB hafi fram að þessu sýnt mikla sanngrini í samningum og við þegar búin að taka upp stóran hluta af reglum ESB.
Menn hafa veirð að gaspra hér um að við Íslendingar séum svo sérstök og klár og með reglulegu millibili talað um að nú ætlum við að taka okkur á og vera samtak. Það hefur ekki tekist í 60 ár. Af hverju ætti það að breytast núna? Nei við þurfum skoða nýjar leiðir og það er verið að gera með aðildarviðræðum við ESB. Reynsla annarra þjóða sýnir að við inngöngu lækkar vöruverð því allir töllar hverfa, lækka vextir við upptöku eða bindingu við evru. ESB gerir kröfur um aukið eftirlit sem okkur veitir ekki af. Breyttar áherslur í landbúnaði og búsetu í dreifbýli. Eina sem verður vandamál í samningum er útvegsmál en við vitum ekki hvað kemur út úr því fyrr en á reynir. Við höfum alltaf náð sérákvæðum fyrir okkur í öllum samningum um samstarf sem við höfum gert. M.a. EFTA, EES og fleira.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2011 kl. 01:09
Heill og sæll Guðni Karl - og aðrir gestir, þínir !
Magnús Helgi !
Jú; jú, víst er um það, að Íslendingar, eru að stofni til, dreggjar þjóða samfélagsins, sjálfbirgingslegir og montnir, allflestir; í grunninn, en; .......... róaðu þig aðeins samt, Kópavogsbúi, góður.
Ég hygg; að reynsla Slóvaka - Grikkja og nú síðast; Ítala, ætti að vera öllum þjóðum, all hressileg viðvörun þess, að NIÐURNJÖRVUN smærri þjóða (og; vel á minnst - þjóða, sem hafa dýrkeypta reynslu, af nýlendu kúgun fyrri alda - sem seinni tíma) ætti að vera nógsamleg og duga til, að ánetjast ekki sam steypum, á borð við Þýzk - Frakkneska öxulinn, Magnús Helgi.
Hagi Íslendingar sér; eins og menn í framtíðinni, og láti ekki glepjast, af einhverjum mikilmennsku órum, ættu allir möguleikar, til samskipta;; jafnt, við Kína og Færeyjar - sem alla aðra, þar á milli, að geta lukkast með ágætum, svo sem.
Innilokun; innan við 300 Þúsunda manna samfélags, í ríkja blokkir Hundraða Milljóna manna þjóða, kann aldrei, góðri lukku að stýra, Magnús Helgi.
Heilbrigð fríverzlun; við : Grænland - Kína - Indland - Brasilíu - Ghana - Thailand, o.s. frv., er - og verður okkur happa drýgst, ágæti drengur.
Brussel innilokun; er álíka fjarlægt markmið - og Washington eða Moskvu innilokun, hefði getað verið, á Kaldastríðs tímanum.
Með beztu kveðjum; fyrrverandi þjóðernis sinna - núverandi Alþjóðasinna, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 01:53
Guðni Karl Harðarson, 9.11.2011 kl. 02:34
Tek að fullu undir kröfu þína Guðni Karl. Það er komið nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:54
Jæja Magnús. Sjaldan hef ég séð eins mikið bull í einni runu eins og frá þér í þinni athugasemd. Þú hefðir eflaust átt að skipta þessu í greinaskil svo þó hægt væri að skilja ruglið betur.
Hér er eitt sem ég ætla að byrja að taka fyrir:
>Reynsla annarra þjóða sýnir að við inngöngu lækkar vöruverð því allir töllar hverfa, lækka vextir við upptöku eða bindingu við evru.
Þegar ég var unlingur þá vann ég hjá Heildverslun við innflutning á erlendum vörum. Ég sá alfarið um að gera tollskýrslur, verðútreikninga og viðskiptin við Tollinn. Ég öðlaðist því nokkuð mikla innsýn í tolla. Á þessum tíma kringum 1974 (fyrir EES) var svokölluð neytendavernd á innflutningi (sett takmörk á verðálagningu í innflutningi, mismunandi á ýmsa vöruflokka). Þessi neytendavernd var tekin af. Síðan þá höfum við verið háð duttlungum innflytjenda á álagningu sem og hækkunum á verði frá erl. seljanda (eins og hækkun á hrávöru sem seljandinn þarf að kaupa til að gera vöru sína söluhæfa, sem og öðrum gjöldum.
Eftir EES lækkuðu ýmsir tollar. Tildæmis fóru tollar sem voru í 35% fyrst niður í 20% osfrv. Í dag eru lang flestir tollar í tollskýrslunni á 0%. Það eru helst tollar á matvörur sem eru nú í 30% eða 20%. Ef við göngum í ESB þá munu þessir tollar lækka um tvö stig, þannig þeir sem eru í 20% fara í 8% og 30% í 20% osrv.
Ég sé ekki að innganga í EES hafi haft áhrif á verð vöru til neytandans. Heldur þvert á móti hefur vöruverð hækkað án þess að neytandinn hefur getað nokkuð haft um það að segja.
Hér ætla ég að benda þér á ástæður þess að lækkað tollverð sem þar verður hefur mjög lítil áhrif á lækkað vöruverð.
1. Vegna erfiðra skuldastöðu ýmissa landa innan ESB hækka álagningar þeirra á hrávöru, flutningsgjöld, launaáhrif og svo framvegis. Er ég þá ekki bara að tala um lönd eins og Grikkland og Ítalíu. Heldur hafa hver áhrif á önnur (einmitt vegna þess að þær eru innan ESB). Hvað gerir innflytjandi? Hann notar innflutninginn þegar að hann fær lækkað tollverð til þess að mæta kostnaði vegna þessara hækkana (bara einu sinni). Þar að segja, hann mun flytja inn vöruna á lækkuðu verði vegna lækkunar á tollum en nota mismuninn til að mæta hækkunum frá seljanda, til að geta haldið eigin álgningu í sömu stöðu. Tollalækkunin verður tildæmis til þess að innflytjandi mun geta keypt inn meira af sömu vöru áður (hann jafnar þetta út) en að gjöldin hækka. Því verður áhrif á vöruverð mjög lítið.
2. Það eru tvær leiðir fyrir erlent verðlag og gengi að hafa áhrif á innlent neysluverðlag. Í fyrsta lagi bein áhrif frá verði innfluttra vara í neysluvísitölunni. Í öðru lagi veldur hækkun erlents verðlags því að eftitspurn fyrir íslenskri samkeppinsvöru minnkar. Það gefur innlendum fyrirtækjum möguleika á að hækka álagningu sín og þar með vöruverð. Neysluverðlag hækkar því í gegnum skilgreiningu neysluverðsvísitölunnar.
Þetta eru staðreindir!
Berðu þetta tvennt að ofan saman og fáðu útkomu!:
3. Þegar að opnun fyrir innflutning á vöru innan landa ESB og losun reglugerða verður vegna reglna ESB þá munu hrynja yfir okkur ýmsar vörur frá ýmsum löndum þess sem ekki standast gæði og samanburð ýmissa íslenskra vara, tildæmis í ýmsum matvælum. Við það mun geta smárra fyrirtækja á Íslandi til að standa á móti holskeiblunni stórlega minnka. Vörur sem eru keyptar inn á lægra verði í fjöldavís leiða til þess að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja minnka þó gæði framleiðslu þeirra sé miklu betri. Er það m.a. vegna þess að fólk með lág laun mun leiðast til að kaupa erlendu vöruna.
4. Áhrif á vöruverð í verslunum verður lítil sem engin einmitt vegna þess að neytandinn hefur engva beina verðvernd gagnvart álagningu innflytjenda.
framh...........
Guðni Karl Harðarson, 9.11.2011 kl. 13:24
ég skrifaði>sem ekki standast gæði
Það þarf ekki einu sinni að vera sem ekki standast gæði heldur sambærilegar í sumum tilfellum.
Vöruverð á íslenskum matvælum mun því hækka töluvert (samkv. lið 2 og 3).
Ég hef hinsvegar verið að nefna að Ísland á mjög mikla möguleika á að stórefla framleiðslu í ýmsum vöruflokkum matvæla. Að gera Ísland skipulega sjálbært með að setja í gang sjálfbærnimiðstöðvar þar sem fólk getur komið inn í nálægð meðal annars til þess að geta notið nýrra verkefna beint, á ýmsan hátt! Því það er miklu öflugra heldur en hin leiðin sem ESB sinnar vill fara.
Ég hef alltaf sagt að við eigum að virkja Ísland án áhrifa frá öðrum löndum. Að eiga okkur eigin ákvörðunarrétt sjálfir og halda í hann.
Við íslendingar eigum mjög miklar auðlindir sem við getum sjálf sett í gang í krafti okkar dugs, þors og vilja. Við eigum tækifæri til að mynda okkur algjöra sérstæðu meðal þjóða heimsins. Með nýjum heildaráætlunum í vistvænum fæðuöflunarverkefnum. Nú er einmitt tækifærið til þess að snúa þróuninni við einmitt vegna skuldaserfiðleika þjóða út um allan heim. Ekki bara innan ESB.
Skoðið:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Guðni Karl Harðarson, 9.11.2011 kl. 14:55
En ég hef ekki tíma í að svara þér Magnús því ég verð að stunda vinnu mína!
Guðni Karl Harðarson, 9.11.2011 kl. 14:56
Óskar Helgi þú getur alveg verið Íslandssinni þó þú viljir að við gerum fríverslunarsamning við þessar þjóðir sem þú nefnir.
Hinsvegar ert þú þjóðernissinni ef þú hefur áhuga á að við íslendingar vinnum okkur saman að framgangi Íslands með því að gera Ísland að fullu sjálfbært samfélag tildæmis. Ef þú vilt vera með í því að halda undir sérstöðu Íslands. Og efla framgang landsins okkar.
Hinsvegar er ég ekki beint þjóðernissinni vegna þess að ég nefni til ýmsa eiginleika í þjóðinni sem við eigum að taka okkur til og efla. Eiginleikar sem búa alltaf í þjóðinni sama hvað hinir segja. Því þeir reyna að klekkja á því.
Ath. ég var málkunnugur þessum Öj, bara sem á sér þennan draum um að ganga þarna inn í ESB. Vann með honum á Raufarhöfn hérna í þá-skild-aga-tíð. Hann var sko ekki skrifstofukallinn að sjá til þess að verkafólkið fengi tímanlega launin sín. Það kom oftar en einu sinni fyrir að ég fékk ekk borgað vikuleg launin. Heldur varði hann hag fyrirtækisins.
Hélt aldrei að þetta Sf lið myndi fara í þetta verk að reyna að koma okkur þarna inn.
Með bestum kveðjum úr henni Reykjavík,
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 10.11.2011 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.