Þriðjudagur, 27. september 2011
Já alveg ótrúlegt, eða hvað?
Það þykir ótrúlegur dagur þegar að hlutabréfavísitölur hækka um lítil 4% til 5,5% á einum degi en á það er ekki mark takandi þegar að sömu vísitölur lækkuðu 7% til 9%% og þá nokkra daga í röð. En það voru stanslaust mínus dagar frá 28 Júlí til 10 ágúst , eða 10 viðskiptadaga í röð í mínus. HVAÐ VAR ÞAÐ? EKKI ALVEG ÓTRÚLEGT?
Á morgun má hinsvegar búast við stjörnu og síðan áframhaldandi falli. Ég ætla að vera svo djarfur að spá miklu falli næstu daga, eða frá og með fimmtudegi.
Ótrúlegur dagur að baki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Hver eru rökin fyrir miklu falli næstu daga, eða frá og með fimmtudegi ?
Níels A. Ársælsson., 27.9.2011 kl. 16:51
Þetta er búið að flökta í þó nokkurn tíma.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2011 kl. 17:09
Níels fylgist þú með tæknigreiningu? Ég er að spá að tld. $Dax sé að mynda svokallað "Head and Shoulders" sem gerist þegar að tveir toppar eru saman með höfuð á milli. Þar að segja ef við tökum þrjá toppa í röð þá er höfuðið (á milli það sem nú er að myndast) örlítið hærri en fyrsti og þriðji toppurinn.
Það er nokkuð augljóst að stjarna komi á morgun og eftir hana þá taki við fall í tvo til þrjá daga og þá önnur botnstjarna. Síðan hækkun sem nær toppi í svipaðri hæð og toppur eitt.
Eins og hægt er að sjá þá er þessi markaður mjög "Volatile" sem kemur til af því að miklar hreyfingar eru á markaðnum sem ekki eins voru miklar þegar að markaðurinn tók að falla.
Fimmtudagur + föstudagur og kannski mánudagur í mínus.
Svo er annað ef þú skoðar myndina sem ég ætla að setja inn af $DAX þa skal ég sýna þér annað sem merkir þetta líka. Ég set hana hér inn rétt á eftir. Tek ég þá tvo og tvo toppa og sýi þér samræmi á milli þeirra. Sem er aðal ástæðan fyrir minni skoðun. En ég hef séð svona áður myndast og það oftar en einu sinni.
Guðni Karl Harðarson, 27.9.2011 kl. 17:18
Tek það fram að eftir að hafa skoðað $FTSE (London) þá virðist næsti toppur verða lægri en næstu á undan. Og enn lílklega virðist að sá markaður sé að jafnast út í samdrátt. Þegar að það gerist þarf að skoða málin betur á hann.
En nokkuð víst má búast við falli á næstu 2 til 3 dögum amk. þar líka.
Guðni Karl Harðarson, 27.9.2011 kl. 17:34
Vil bæta einu við varðandi $DAX að þá skiptir dagurinn á morgun miklu máli.
Guðni Karl Harðarson, 27.9.2011 kl. 17:40
Þetta er mjög athygli vert sem þú ert að segja.
Gaman verður að sjá hvort þú hafir rétt fyrir þér .....
Níels A. Ársælsson., 27.9.2011 kl. 19:27
Níels eins og þú getur séð þá kom stjarnan sem ég talaði um í gær, upp í dag á $DAX.
Sjá:
http://stockcharts.com/
og sláið inn: $DAX hægra megin í litla boxið þar sem stendur : enter a symbol.
Reikna má mínus dögum amk. tvo til 3 næstu viðskiptadaga.
Guðni Karl Harðarson, 28.9.2011 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.