Mánudagur, 19. september 2011
Hver eru skilaboðin?
Ef skoðað er þá sést að aðeins 1% munur er á þeim eru óánægð með störf ríkistjórnar og þeim sem eru óánægðir með störf stjórnarandstöðunnar. 64,1 % á móti 63,1 %.
Eru ekki skilaboðin þau að þjóðin er almennt óánægt með stjórnmálamenn á Íslandi? Svo eru tillögur stjórnlagaráðsins að auka þingræðið. Sem eru greinilega út úr korti við þau skilaboð sem almenningur er að gefa.
En hvað er það sem almenningur er óánægður með störf ríkistjórnar?
Það skín út að það er megn óánægja með að ríkistjórn skuli hafa kosið að bjarga bönkunum og fjármálamönnunum í ónýtu fjármálakerfi. Í stað þess að forgangsraða í það að takast á við vanda heimilanna.
Það skín í gegn að svo virðist sem enginn stjórnmálamaður hafi þor í að takast á við kröfur þjóðarinnar að taka verðtrygginguna í burt.
Það skín í gegn að staða margra heimila er þannig að mjög margir eiga í miklum vanda með að borga af fasteignalánum og mjög margir hafa þurft hvað eftir annað að leita aðstoðar sem svo gagnast ekki vegna þess að engu á að breyta í þessu stórgallaða fasteignakerfi.
Svo mætti áfram telja.
En hvað vill stjórnarandstaðan ef hún kæmist til valda? Eins og við almenningur höfum heyrt á öldum ljósvakans þá tala þeir um að það þurfi að setja í gang ný atvinnutækifæri út um allt land. En við þau verkefni myndu fjármálamennir og bankanir spila með og reyna að græða á framkvæmdum þeirra.
Ég sé ekki fyrir mér að neinu verði breytt í kerfinu. Því miður er það hrein staðreind að algjört getuleysi stjórnmálamanna er við að takast á við vanda og gera gangskör í að breyta kerfinu.
Já því miður. Langflest okkar eru orðin langþreytt á stjórnmálamönnum á Íslandi og erum að kalla eftir einhverju algjörlega nýju!
Ég sé það fyrir mér að heimurinn muni breytast mikið á næstu árum og ég vonast svo sannarlega eftir því að mannfólkið hafi vit á að losa sig við afætur þjóðfélagana. Það er augljóst að það er mikil vakning meðal fólks út um allan heim eins og sést hefur undanfarna daga af mótmælum víðast hvar.
Það er vitundarvakning í gangi og við íslendingar þurfum að taka okkur saman að vera amk. meðal þeirra fyrstu sem þora að breyta fyrir alvöru!
Megn óánægja með stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.