xxxxxxxxxxxxx

Björn Valur gefur það út opinberlega á bloggsíðu sinni að hann hafi ekki notað orðið (sem ég nefni ekki hér) en segir það samt. Ef þið sjáið: yfirlýsing þessi er sem slík ekkert annað en endurtekning á orðinu opinberlega og dulinn óhróður. Því að ef að orðið sem hann nefndi á alþingi var óhróður um forsetann (sem það var) þá er það sami óhróður vegna þess að hann er að tala um það sem hann sagði á þingi.

Sem sagt, endurtekning.

Sjáið þetta hér fyrir neðan aftur á móti ef hann væri í raun maður til að biðjast afsökunar.

"Ég hefði ekki átt að nota þetta orð sem ég hafði um forsetann í ræðu minni á alþingi og var það ekki ætlað að niðurlægja neinn eða meiða".

Áttar Björn Valur sig ekki á þessu? Eða er þetta með ráðum gert? Er hann ekki maður til þess að byðjast afsökunar án þess að endurtaka orðið?

Ég Guðni Karl, tek það þó fram hér að þessi bloggfærsla mín er byggð á þessari frétt. Enda hef ég aldrei fara inn á bloggsíðu Björns Vals og mun líklega aldrei gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband