Þriðjudagur, 13. september 2011
Sem sagt
Algjörlega veruleikafirrtur.
Hugsið ykkur ef stjórnmálamenn á Íslandi gætu gengið um á meðal fólks og spjallað við það, svona venjulega. Og það án þess að verið sé að afla atkvæða í framboði til þingsins.
Já veltið því fyrir ykkur hvað þarf miklu að breyta til að stjórnmál geti orðið mannúðlegri og almennri.
Að sjálfur fjármálaráðherra Íslands skuli detta í hug að segja þessi orð við kjósendur sína er nú alveg með ólíkindum. Því hann í reynd er segja að kjósendur skipti engu máli. Hann áttar sig ekki á því. Ég velti því fyrir mér hversu margir kjósendur almennt hafi snúið baki við Steingrím og hans fólk. Sem og hversu neikvætt þetta verður fyrir hann þegar að hann ætlar að bjóða sig fram í næstu kosningum. Nema að þessi orð séu kannski leynd skilaboð um að hann ætli ekki að bjóða sig fram næst?
Ég tek það þó hér fram að gagnrýni mín snýst ekki um VG sem slíka, því sama staða hefði komið upp ef aðrir flokkar hefðu stjórnað landinu. Það er staðreind.
![]() |
Lítið fylgi hefur ekki áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Athugasemdir
Í alvöru talað er ég að velta því fyrir mér hversu mikið vit sé raunverulega í kollunum á íslenskum stjórnmálamönnum? Sem leiðir að sjálfsögðu að því hvernig fólk við erum að kjósa til valda. Sem leiðir til..........
Guðni Karl Harðarson, 13.9.2011 kl. 15:35
Tilfinningagreindin er af skornum skammti hjá mörgum,það er hún ásamt góðum gáfum,sem gerir þá hæfa og dáða,eins og Ólafur Ragnar er núna. Sjáðu Guðni hve þeir gömlu vinstri/hægri eiga margt sameiginlegt, Ragnar Arnalds,Hjörleifur Guttormsson,Björn Bjarnason og síðast en ekki síst Davíð Oddson. Þeir eiga eitt stórt hjartansmál sameiginlegt;Ísland og Íslandi allt.
Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2011 kl. 18:15
Já Helga. Margt af þessu fólki sér ekkert eða hugsar ekkert hvað það er að segja opinberlega. Eins og hann Steingrímur þarna.
Sumir eiga jú þó fátt eitt sameiginlegt nema þó Ísland sem hjartans mál. Það er þó stórt mál! Og jafnvel frekar heldur en að komast í valdastóla ríkistjórnar.
Guðni Karl Harðarson, 13.9.2011 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.