Mánudagur, 5. september 2011
Froskasjónir - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
* Hugleiðingar um gagnrýni *
Hafið þið tekið eftir því hversu mikið við margir bloggarar notum orðið fyrstu persónu í bloggfærslum okkar? Þegar að ég var ung-unglingur var mér kennt að ef ég væri að skrifa eitthvað þá ætti að nota þriðju persónu. Jafnvel verður maður var við að fréttamenn noti fyrstu persónu í sínum skrifum.
En hversvegna nota ég oft fyrstu persónu? Það er hlýtur að vera í tengslum við það að ég er óánægður með eitthvað. Í tengslum við gagnrýni mína. Það eru síðan svo margar spurningar sem koma upp í hugann varðandi þetta. Eins og tildæmis þessar;
fer ég offari í gagnrýni minni?
er ég óvæginn?
á gagnrýni mín rétt á sér?
hversvegna er ég oft neikvæður?
er ég með stólpakjaft?
nota ég ljótt orðbragð?
beinist gagnrýni mín oft að einhverri sérstakri persónu?
tengist gagnrýni mín oft á málefnum sem ganga úti í þjóðfélaginu?
* Mannleg reisn *
Ég hlýt sem hugsandi maður að velta því fyrir mér hversvegna bloggfærslur mínar snúast mikið um gagnrýni á stjórnmálamenn og þjóðmálin. Hvort hún eigi rétt á sér?
Það er nú svo á undanförnum árum, eða hart nær undantekningalaust koma forsætisráðherrar og aðrir ráðherrar í ríkistjórn, með lofræður um hvað þau hafi nú gert allt rétt og hversu allt sé nú gott sem þeir hafa gert. Og virðist þá alveg sama hvernig gengið hefur. Það fer svo lítið fyrir hinu sem hefur mistekist því þeir eiga að vera einhverskonar Guðir í augum almennings. Þannig hefur það tíðkast að stjórnmálamenn á Íslandi hafa yfirleitt upphafið sjálfa sig í hástert og látið í skýna eigið ágæti. Hinsvegar er miklu síður vart við að þeir nefni eigin mistök að eigin frumkvæði. Heldur frekar viðurkennt þau einstaka sinnum með semingi þó ef gengið er á þá með sönnunum.
Nú velti ég því fyrir mér hvort að blogg mitt snúist nær eingöngu um gagnrýni á þessa stjórnmálamenn? Og hvort ég sé þessi neikvæði kaldhæðni fáviti sem sér ljótt við allt sem er gert. Sama hversu gott "eða vont?" það er. Eða getur það verið að ég sé kannski að koma skoðunum mínum á framfæri? Eða geta fávitar beitt fyrir sér kaldhæðni?
Hversvegna er ég þá í bjeskotunum að gagnrýna Jóhönnu og ríkistjórnina? Það hlýtur að vera í eðlana hljóðan að ég sé mikið óánægður með verk þeirra. Kannski er það nú svo að maður eins og ég í lægri stéttar launaflokki hafi það nú ekki svo gott eins og Jóhanna og co. vill vera láta. Eins og staða svo margra annara í þjóðfélaginu er. Þó margir hafi það eflaust verr en ég, eins og ég hef orðið svo ótvírætt var við í tengslum við afskipti mín af þjóðmálum og pólitík og samtölum við hina og þessa sem ég hitti tildæmis á vinnustað mínum.
Ég skil því ekki þetta lofræðufólk sem oft hvergi getur séð hvernig raunverulegt ástandið er í þjóðfélaginu. Mér finnst oft það vera úr tengslum við raunveruleikann.
Það er nú einu sinni svo að ég sem gagnrýni mikið verk þessar ríkistjórnar, tel mig alveg hafa fulla ástæðu til þess. Kannski spilar líka lífsreynsla sjálfs míns þar inn í, þó ég sé sem sjálfur enginn Engill hafi gert mín mistök eins og sjálfsagt flest annað fólk. Ég er jú bara mannlegur.
Það eru í mínum huga ótal verk sem þessi ríkistjórn hefur mistekist að gera. Gæti ég nefnt þar ótal atriði og fæ hvergi séð að sú gagnrýni mín sé á neinn hátt ómakleg. Ég hef nokkuð mikið nefnt það í bloggfærslum mínum. Eins og tildæmis með öfuga forgangsröðun ríkistjórnarinnar og hvernig staða heimilanna er. Bæði gagnvart íbúðareigendum og skuldastöðu. Sem og þetta sífellda tal um mörg þúsund störf sem maður verður svo ekki var við. Síðan verður maður oft var við sannar tölur sem berast um ástandið og eru þvert á við lofræðutugguna. Eins og tildæmis um fleiri fjölskyldur sem lenda í gjaldþrota málum.
Í alvöru talað þá hef ég þá staðföstu skoðun að Jóhanna hafi gleymt því fólki sem hefur það ekki svo gott í þjóðfélaginu. Hún er alls ekki þessi kona sem ég hélt einu sinni að hún væri. Hún og ríkistjórnin beinir sjónum sínum á að bjarga þeim sem eiga enga björgun skilið. Og hafa þau verk yfirleitt gengið fyrir.
* Froskasjónir *
Ég held að fólk sem vinnur við stjórnmál þurfi dálítið að geta litið í eigin barm. Þeir mættu alveg geta komið að fyrra bragði og sagt að það hafi gert eitthvað ekki rétt og sýna vilja til að vinna með fólki til að leiðrétta mistök sín. Það þarf ekki að vera svo að viðurkenning mistaka sé eingöngu vegna þess að það sé gengið á það.
Augu okkar almennings á stjórnmálamenn eru mjög oft mjög gagnrýnin á verk þeirra. Og það er mjög oft vegna þess að verk þeirra eru ekki eins og þau sjá það sjálf. Í lang flestum tilfellum á þessi gagnrýni rétt á sér. Sérstaklega vegna þess hvernig fólk í mið og lægri stöðum hefur það. Þó innan um sé fólk sem gagnrýnir stundum eingöngu vegna þess að það er á móti ríkistjórn og persónum þess, eingöngu vegna þess að stjórmálaskoðanir þess passa ekki saman við þeirra eigin. Að því leiti má kannski segja að sú gagnrýni sé stundum ómakleg.
Varðandi mína gagnrýni þá skal það segja að ég tilheyri ekki neinum flokki eða stefnuflokks. Og er því alveg laus við að gagnrýna vegna vinstri-mið eða hægri stefnuskoðana.
Jóhanna er því enginn Engill í mínum augum, né Prinsessa á álögum. Og ég mun því ekki koma til að kissa hana vegna þess mér líkar svo vel við það sem hún gerir. Þó hún kannski haldi að hún sé þessi Prinsessa hafin yfir alla gagnrýni og hafi þessa "Froskasýn"
Er orðið "Froskasjónir" kannski nýyrði?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt 7.9.2011 kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Tilefni þessarar færslu er viðtal í Útvarpi í morgun um meinta ómaklega gagnrýni á Jóhönnu og co.
Guðni Karl Harðarson, 5.9.2011 kl. 11:41
Frábær grein Guðni og ég er algjörlega sammála henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 12:23
Þakka þér Ásthildur
Guðni Karl Harðarson, 5.9.2011 kl. 13:22
Áfram, góðir Íslendingar
Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2011 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.