Laugardagur, 3. september 2011
Rosalegar tölur
Þetta eru rosalegar tölur. Ég velti því líka fyrir mér hvort í þeim fyrirtækjum (þá stærri helst) sem hafa fengið afskrifaðar hafa verið einstaklingar sem voru að væla hvað mest yfir eigin fjárhagslegar stöður. Helgast það líka til að hve miklu leiti stofnfé fyrirtækis hafi verið eigið fé á höfuðstól eða nær eingöngu lánsfé. Og bendi á það atriði í tengslum við það að bankar voru að lána í mjög mörgum tilfellum í algjörar bullfjárfestingar í vita vonlausum fyrirtækjum.
>en til samanburðar var þjóðarframleiðsla um 1.500 milljarðar 2009.
>Mismunur á eignum og skuldum er eigið fé sem rýrnaði þar af leiðandi um 1.569 milljarða. Það lítur út fyrir að samanlagt eigið fé félaga hafi verið neikvætt um 1.517 milljarða í árslok 2009.
Ha? eigið fé félaga neikvæðara um 17 milljarða gagnvart þjóðarframleiðslu.
Annars eru þetta tölur sem þarf að gefa sér tíma betur til að skoða.
Afskrifuðu þúsundir milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Guðni Karl; jafnan !
Þessi útkoma - sem aðrar væntanlegar; hljóta að kalla á grimmilegar hefndar aðgerir, af hálfu Alþýðunnar - á höndur viðurstyggilegri valdastéttinni.
Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri /
Óskar Helgi helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 18:20
Ég held að það sé ekki rétt að kalla þetta fyrirtæki. Þetta eru væntanlega kennitölur sem voru í engum rekstri, tóku aðeins lán og komu andvirðinu í vasana á hyskinu.
Þarna var stunduð ræningjastarfsemi í kúlulánaformi sem helferðarhyskið ætlar venjulega fólki að greiða.
Magnús Sigurðsson, 3.9.2011 kl. 19:13
Heill og sæll Óskar Helgi.
Og hvernig á að skipuleggja það? Ætlar þú virkilega almenningi að grípa til vopna?
Guðni Karl Harðarson, 4.9.2011 kl. 13:24
Þakka þér innlitið Magnús. Í byrjun fréttarinnar segir að þetta séu fyrirtæki. Sem líka það er að sumu leiti. En hinsvegar voru tekin lán líka á svona kennitölur sem þú nefnir. Bara til þess að fjárfesta í fyrirtækjum sem fóru á hausinn. Svo var byrjað upp á nýtt. Svo voru stofnuð hin og þessi félög sem krosstengdust á milli eigenda.
Það er alveg ótrúlegt að sjá tengingarnar á milli hinna ýmsu félaga sem voru stofnuð. Tildæmis má skoða vefsíðuna: Litla Ísland> litlaisland.net og sjá þar allar víxlunarinnar á milli hinna ýmsu félaga. Hrein svikamylla út í gegn.
Guðni Karl Harðarson, 4.9.2011 kl. 13:37
Komið þið sælir; að nýju !
Guðni Karl !
Já; almenningur VARÐ, að grípa til vopna, í Bastillu byltingunni í Frakklandi, Sumarið 1789.
Eða; átti Alþýðan þar kannski að bíða eftir, að Loðvík XVI. tæki einhverjum sinnaskiptum, fornvinur góður ?
Hér; erum við að tala um ískaldar staðreyndir, Guðni minn. Ekki eitthvað; sem við kysum, helzt.
Oftlega; er vopnagnýr, ill nauðsyn, eins og sagan sýnir okkur, Guðni Karl.
Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 14:08
Óskar Helgi!
Við getum þó verið sammála um að vera ekki sammála.
Með góðum kveðjum þó,
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 4.9.2011 kl. 15:08
Sælir; enn !
Jú; Guðni minn, svo sannarlega - en ég hvet þig til, að lesa Frakklandssögu 18. aldar, hafir þú tóm til, eða nennu.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.