Djúp en ekki nógu djúp?

Það er nokkuð til í þessu sem Lilja segir. Hinsvegar er alveg gjörsamlega ómögulegt að segja með nokkri vissu hvað gengur á í Baðherbergjum stjórnmálaflokkana. Það má tildæmis spyrja sig hvort orð formanns Sjálfstæðisflokksins hér fyrr í mánuðinum um að það þyrfti að taka til umræðu á alþingi að draga til baka og hætta viðræður um inngöngu hafi líka haft eitthvað að segja um úrsögn Guðmundar og co.? Meðfram því sem er sagt og öllu hinu sem ekki kemur fram.

En alltaf kemur betur og betur í ljós baktjaldamakkið hjá flokkunum, sem er endalaus farsi valdbaráttunnar á Íslandi. Það er bara spurningin hversu mikið þau hafi baðað sig áður en brot af öllu er borið út í fréttir fyrir almenning að sjá.

Aldrei að vita hvað er í gangi akkúrat núna þessa stundina.

Hvernig koma þau undirbúin til þingsetunnar? Vel böðuð?


mbl.is „Lengra er í kosningar en margur hélt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Það er örugglega samstaða um það hjá 4flokknum um að leyfa þeim að hadla völdum fram að næstu kosningum hvað sem það kostar þjóðin bara vegna þess að það henntar 4flokknum

Magnús Ágústsson, 23.8.2011 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Aldrei að vita Magnús. Var þessi hrókfæring meðvituð og gjörningur Sf eða ekki? Gert til að halda meirihluta? Eða vissu hinir alltaf hvað var í gangi og hefði þannig Framsókn átt að leyfa Guðmundi inngöngu á sínum tíma? Kannski gert það af góðsemi vegna pabba hans heitins?

Það er svo gjörsamlega erfitt fyrir okkur hin að vita hvað er í gangi. Aldrei að vita nema að stjórnin falli samt í vetur? 

Það er svo löngu kominn tími á 4flokkinn burt og alvöru breytingar í stjórnmálin á Íslandi. Þegar að það gerist ætla ég að dansa og trylla

Guðni Karl Harðarson, 23.8.2011 kl. 13:25

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Mikið er ég sammála um að 4flokurinn þarf verulega á lölngu frýi að halda

Gott væri fyrir þá að fá 2ja ára frý og á þeim tíma væri öllum fjáraustri hætt til þeyrra og ef þeyr geta rekiðið stjórnmála flokk án halla geta þaug fengið leyfi til að snúa aftur

Ég tek dansinn með þér þegar og ef við losnum við þetta sjálftöku lið

Magnús Ágústsson, 23.8.2011 kl. 13:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hey, má ég tjútta með!?

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband