Föstudagur, 22. júlí 2011
Ef þetta er til fyrirmyndar þá bý ég í helv...
Taka Ísland sér til fyrirmyndar? Hvar hefur þessi maður verið?
Ég veit ekki betur en að eitt það fyrsta sem ríkistjórnin gerði við hrunið var að bjarga bönkunum og voru fljótir að því. En almenningur sem hafði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna hrunsins varð í öðru sæti, þriðja sæti. Og langur tími leið þar til að jafnvel einhverjar umræður við samtök hófust. Þar sem margir hverjir hafa ekki hlotið neinar bætur eða litlar bætur. Þar sem það tók mánuðum saman að búa til einhvern pakka sem gerði lítið gagn. Þar sem ríkistjórn var ekki tilbúin að breyta neinu kerfi, heldur að halda í gamalt og úrelt kerfi. Þar sem ríkistjórnin vellti restinni yfir á hjálparstofnanir.
Nei! Almenningur og heimilin urðu útundan og ef við gerum ekkert þá verður framtíðin því miður mjög erfið.
Síðan lofa bankarnir öllu fögru um að þeir séu nú að breyta sér. Meira að segja auglýsa það í heilsíðu opnum. En staðreindin er allt önnur. Bankarnir taka heilu "óráðs" bull fyrirtækin og afskrifa heilu milljarðana hjá liðinu sem bjó allt þetta til. Selja svo þessi fyrirtæki aftur til jafnvel sömu aðila. Þar sem byrjað er á öllu sama bullinu aftur.
Í reind eru mjög fáir aðilar sem hafa verið dæmdir vegna sinnar þátttöku í verðandi hrunsins.
Við sem vitum betur látum ekki segja okkur hvað sem er! Það er á hreinu að við sjáum hvernig hlutirnir eru!
Hækkanirnar eru þegar farnar að sjást í verslununm. Og síðan bensínverðið. Hvernig á fólk á lágum launum að hafa efni á að reka bíl og ferðast jafnvel?
Íslenska leiðin til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Réttindi fjölskyldunnar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Athugasemdir
Hvað sem öllum verðhækkunum líður þá er það undarleg sýn að fólkið hafi verið sett í forgang en bankar setið á hakanum. Þessi röð var auðvitað alveg á hinn veginn.
Reyndar er hugsanlegt að þessi spekingur kalli ekki aðra fólk en milljarðamæringa. Fjármagnseigendum var auðvitað bjargað fyrstum eins og allir vita. Síðan var tekið til við að afskrifa hjá stærstu forkólfum hrunsins sem búnir voru að ræna bankana innan frá og koma hagnaðinum í skjól.
Árni Gunnarsson, 22.7.2011 kl. 13:19
Ég setti verðhækkanirnar með sem innskot í endirinn sem einn þáttur af öllu saman.....
Árni svo sannarlega á hinn veginn og eins og ég skrifa þá hefur verið að afskrifa skuldir stærstu forkólfa hrunsins sem voru búnir að ræna bankana innanfrá eins og þú nefnir og koma í sumum tilfellum hagnaðinum í skjól. En settu sjálfir fyrirtækin á hausinn til að bankarnir geti svo afskrifað, endurfjármagnað dæmið og þeir geti byrjað á nýtt, jafnvel í sömu fyrirtækjum.
Síðan ræna bankarnir (sem aldrei hefðu átt að versla með fasteignir og fasteignalán) heilu íbúðunum af fólki. Nægir að nefna eitt dæmi af mörgum sem kom í blöðunum í morgun........
Það er annars svo margt sem ég gæti skrifað um. Þetta sem ég nefni er bara lítill partur af öllu sem hefur gengið á.
Guðni Karl Harðarson, 22.7.2011 kl. 14:17
Guðni minn! Við látum nú ekki hér við sitja,þótt þessi oft máttlitlu blogg séu hunsuð. Það er erfitt að rýna í framhaldið,við sem eldri eru munum tímana tvenna. Guðni þú sagðist vera með tillögu ekki alls fyrir löngu,er forvitin og langar að vita út á hvað hún gengur.Gæti orðið ehv. því ,,af litlum neista,, osfrv.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2011 kl. 16:08
Helga mín! kannski bara "starter" að einhverju góðu ef af yrði. Hinsvegar er ég nú í svo langri vinnutörn til mánaðarmóta 9.5 tíma á dag alla virka daga + helgin næsta 7 og 6 tímar og öll næsta vika 9.5 tímar alla virka daga.
Ég geti því miður ekki farið í að kunngera hugmynd mína fyrr en í byrjun ágúst. En ekki búast við neinu venjulegu heldur frekar því sem hvetja mun gott fólk til góðs framtaks og efla móral. Amk. til að byrja með. En ég vonast auðvitað til að eitt leiði af öðru!.
Guðni Karl Harðarson, 22.7.2011 kl. 16:50
Já takk fyri góði minn. Það er þó gott að þú hefur næga vinnu,þó svona tarnir taki oft á. Já í dag er maður slegin v/nýustu tíðinda,ekkert annað kemst að. Ég finn mikið til með aðstandendum,ætli maður að gleyma,sækir það jafnharðan á. Svona virkar það bara, en bíð góða nótt núna.
Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2011 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.