Influttum en ekki íslenskum matvælum

tekið úr frétt>Stofnunin segir, að verðhækkun á dagvöru í júní hafi verið mun meiri en fyrstu fimm mánuði ársins. Ætla megi, að skýringa sé fyrst og fremst að leita í hækkandi heimsmarkaðsverði á innfluttum matvælum.

Er þá ekki að taka sig til og breyta íslenska kerfinu núna þannig að matvæli geti lækkað á Íslandi?  Þannig að geta staðið í því að bjóða upp á íslensk matvæli ódýrari en þau influttu sem oft standast ekki samanburð við okkar vörur. Örugglega hægt að hugsa sér leiðir til þess.

Ég er með eina sérstaka hugmynd sem mun geta gjörsamlega umbylt markaðsuppbyggingunni og leiða til þess að fólk geti keypt sér ýmis íslensk matvæli eins og grænmeti, ávexti og sumar kjötvörur á lægra verði en þekkist hingað til. (leiðin til að hugmyndin geti gagnast neytendum mun birtast fljótlega).

Innflutta draslið sem verið er að bjóða okkur í sumum verslunum eins og tildæmis Bónus mun þá hækka í verði án þess að gæði þess batni. Á móti stendur að framleiðendur íslenskra matvara hafa tækifæri til að notfæra sér aðstæður markaðarins til að stórefla framleiðsluna og afurðasöluna með nýjum leiðum.

 


mbl.is Verð á dagvöru hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kaupi íslenskt ef það er í boði, og er stolt af því.  Lít ekki við innfluttum vörum sem hægt er að framleiða á Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 17:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það geri ég Ásthildur.   Guðni hlakka til að sjá útfærslu þína.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2011 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það geri ég líka Ásthildur.

Helga þetta er allt í farvatninu en ég vil samt ekki lofa neinu upp í ermina á mér. Vona bara hið besta. Mikið er um sumarfrí og þessvegna ekki búið að skoða málið nógu vel. Sjálfur mun ég fara í ferðalag til að kynna hugmynd mína til almennings. Fyrst á sérstakan hluta landsins til að byrja með.

Guðni Karl Harðarson, 20.7.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband