Fimmtudagur, 14. júlí 2011
Enn tækningreining á DAX - þýska markaðnum
Ég virðist hafa verið of bjartsýnn í gær með kortagreiningu mína. Ég hélt að í gær yrði smá plús dagur og í dag yrði smá stjarna (jöfnun milli kaup og sölu, en á toppi með falli). Síðan tæki að falla meira. En kertatípan í gær var neikvæð í meira lagi. Og ef ég skil rétt þá verður ákveðinn niður þrýstingur á markaðnum því það er ekkert BREATH í honum. Það eru engin átök á milli BULLS og BEARS. Ekki neinir toppar og botnar að ráði.
Það gæti þó verið að í dag komi þessi jöfnunarstjarna til. En líklegt er að markaðurinn falli síðan meira. Ég hef sett inn örvar sem skýra út allt. En MACD örvin sýnir ótvírætt að VATNIÐ er að stækka.
Síðan tók AROON (DOWN) línan kipp upp og AROON (UP) línan hélt áfram niður.
Og í Fast STO féll svarta línan (lengst til hægri) til baka og komst ekkert að ráði upp fyrir þá rauðu.
Sjá kortið hér með:
ath. smellið tvisvar á mynd (opnið í nýjum glugga) til að skoða mynd í réttri stærð.
Óbreytt verðbólga á evru-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.