Ef ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þá telst þetta aðför alþingis að þjóðinni!

Það er með ólíkindum að komin sé upp sú staða að alþingi íslendinga skuli ætla sér að standa gegn þjóðinni í þessu mjög svo sérstaka máli öllu.

Gjörsamlega alveg ótrúlegt að almenningur á Íslandi eigi að borga skuldir fjárglæframanna, hverja svo sem þær eru.

Maður hlýtur að spyrja sig hvað sé eiginlega í gangi? Hvernig er eiginlega komið fyrir meirihluta alþingismanna? Er þetta lið allt saman orðið meira og minna siðblint?

Ef almenningur á Íslandi fær ekki að hafa síðasta orðið í þessu máli þá telst það vera aðför alþingis að þjóðinni. Nokkuð sem þjóðin mun hafa lengi í minnum! 

Ég spyr mig hver dómur þjóðarinnar verði yfir alþingismönnum?

Þetta lið skal átta sig á að ef þeir samþykkja Icesave þá verði málið bara búið og gleymt af þjóðinni. Ó, NEI! Aldrei skal það vera að þjóðin muni gleyma aðför alþingis gegn þjóðinni og öll þessi saga skal skráð með réttri sagnfræði í sögubækunar og vera öllum þeim sem samþykkja til mikilla vansa fyrir verkið.

 

Jóhanna, Steingrímur, Bjarni og öll þið hin. Þjóðin mun hafa þetta í minnum að eilífu og þetta óverk fer í sögubækurnar!

Ég spyr mig! Hvernig ætlar þessir alþingismenn að geta staðið undir reiði Þjóðarinnar og minningu hennar vegna þessara atburða?

HAFIÐ ÆVINLEGA SKÖMM FYRIR!

Áfram íslenska þjóðin.

Komið við á http://kjosum.is og krefjist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Það eru þegar komnir yfir 20.000 manns.

KOMA SVO!


mbl.is 20 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2011 kl. 15:56

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Núna þegar að ég var að skoða eru komnar yfir 23.000 undirskriftir.

KOMA SVO! 

http://kjosum.is

Guðni Karl Harðarson, 15.2.2011 kl. 18:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er búin að setja marga inn,sem ólmir vilja,þarf að fara sækja fleiri á morgun,þeir eru sumirí vinnu.

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2011 kl. 00:22

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Flott Helga. Ég akiteri í vinnu minni að fólk fari inn á kjosum.is og taki þátt!

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2011 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband