Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Aðför að þjóðinni ef ekki verður þjóðaratkvæðagreiðsla!
Það er með ólíkindum að komin sé upp sú staða að alþingi íslendinga skuli ætla sér að standa gegn þjóðinni í þessu mjög svo sérstaka máli öllu.
Gjörsamlega alveg ótrúlegt að almenningur á Íslandi eigi að borga skuldir fjárglæframanna, hverja svo sem þær eru.
Maður hlýtur að spyrja sig hvað sé eiginlega í gangi? Hvernig er eiginlega komið fyrir meirihluta alþingismanna? Er þetta lið allt saman orðið meira og minna siðblint?
Ef almenningur á Íslandi fær ekki að hafa síðasta orðið í þessu máli þá telst það vera aðför alþingis að þjóðinni. Nokkuð sem þjóðin mun hafa lengi í minnum!
Ég spyr mig hver dómur þjóðarinnar verði yfir alþingismönnum?
Jóhanna, Steingrímur, Bjarni og öll þið hin. Þjóðin mun hafa þetta í minnum að eilífu og þetta óverk fer í sögubækurnar!
Ég spyr mig! Hvernig ætlar þessir alþingismenn að geta staðið undir reiði Þjóðarinnar og minningu hennar vegna þessara atburða?
HAFIÐ ÆVINLEGA SKÖMM FYRIR!
Áfram íslenska þjóðin.
Komið við á http://kjosum.is og krefjist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Það eru þegar komnir yfir 20.000 manns.
KOMA SVO!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.