Föstudagur, 4. febrúar 2011
Ég hef fundið lausnina:-)
Nú þurfum við íslendingar að veiða bara nógu mikið af makríl og halda stríðinu áfram á fullu
Í alvöru talað. Það er ómögulegt að skilja hvað fram fram í hausunum á þessum stjórnmálamönnum. Hvað plott er þarna að baki? Ég spyr mig þvi ég trúi ekki einasta orði frá þessu liði.
Hvað með aðrar þjóðir innan ESB? Hvað segðu þær um þetta?
Áfram Ísland!
ekkert ESB kjaftæði!
Styður frestun aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sama segi ég treysti þeim ekki fram fyrir nefið á mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2011 kl. 15:22
tek undir ekkert ESB en hvað eru þeir að plotta. Ef þeir koma þessu í gegn þá verður frestun en ef við náum að koma með þingstillögu um að draga til baka þá er ekekrt meira ESB þras. Þetta er plott.
Valdimar Samúelsson, 4.2.2011 kl. 19:07
Ásthildur og Valdimar. Ég kem hér inn á klausu sem sjávarútvegsmálaráðherra Breta sagði líka í Fréttablaðinu í dag: "mjög undarleg hegðun hjá ríki að sækja um aðild að klúbbi og brjóta reglur hans áður en það er orðið meðlimur takið eftir: brjóta reglur hans, klúbbsins (innan ESB ríkjana því ríki utan eru jú óháð reglum þeirra).
Hvaða rugl er þetta? Erum við háð reglum ESB án þess að vera í þessum svonefnda klúbbi? Ætlar þessi ESB klúbbur að setja eigin reglur að vild og krefjast þess að ríki utan þess sambands fari eftir þeim? Hvaða yfirgangur er þetta eiginlega? Við erum ekki í ESB og eigum ekki að þurfa að fara eftir neinum reglum þar. Við hljótum að mega veiða þann Makríl sem kemur inn í hafsvæði okkar. Það er alveg ótrúlegt að ESB ætli sér að stjórna því sem fer fram í hafsögu Íslands.
Varðandi að draga til baka umsóknina með þingsályktun (sem þegar er komin fram) þá mun Samfylkingin gera allt sem þeir geta til að fresta því að hún verði tekin fyrir. Það gæti þessvegna farið svo að hún verði ekki tekin fyrir fyrr en í lok þingsins.
Guðni Karl Harðarson, 5.2.2011 kl. 16:32
Já Guðni enda var ég búinn að sjá að Geirs Harde málið yrði sett í gang á þessum tíma og ESB andstæðingar settir í dómnefnd því þá mega þeir ekki kjósa.
Valdimar Samúelsson, 5.2.2011 kl. 17:03
Hér er umsóknin sjálf en það eru engin skilyrði nefnd. http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf
Valdimar Samúelsson, 5.2.2011 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.