Föstudagur, 29. október 2010
Raunsæismat??
Þegar að ég byrjaði á fullu að kynna mér stjórnarskrármálefni fyrir meira en tveimur mánuðum síðan, vildi ég breyta eins miklu í stjórnarskránni og hægt er. Alveg fullt af atriðum og helst geta breytt henni aftur og aftur. En nú er ég svolítið að hverfa frá þessum skoðunum. Eru þar sérstakar ástæður fyrir, eins og sú staðreind að mannréttindakafli hennar er þverbrotinn mörgum sinnum.
Ég hlýt að spyrja mig, að ef sérstök atriði um mannréttindi, svo ég nefni þau sérstaklega, verði bætt inn í eða breytt í stjórnarskránni, þá muni það endurtaka sig í framtíðinni. Það verði ekkert farið eftir þeim og þau brotin á fólki. Ný atriði munu því engu breyta nema að sérstök atriði í stjórnskipuninni snerust um að tryggja það að kafli eins og mannréttindi verði ekki brotin.
Eins og ég sé breytingar á stjórnarskránni fyrir mér núna þá eiga þær að snúast um miklar endurskoðunanir á stjórnskipun Íslands og festa þær breytingar á stjórnskipuninni inn í stjórnarskrána.
En hvernig tryggjum við þá að mannréttindi verði haldin? Ég hef þá staðföstu skoðun að það verði helst gert með því að tryggja að lýðræðið virki í báðar áttir! Almenningur kjósi sér fulltrúa í þverpólitískri persónukosningu til ríkistjórnar og alþingis (fækkun þingmanna) í einni kosningu og þeir leitist svo til baka til að fá álit og hugmyndir frá fólki. Því þanngi virkar lýðræðið rétt.
En hvaða leiðir væru til þess? Í mínum huga væri það að tryggja að fólkið, almenningur fái að hafa áhrif á lögin sjálf sem ná jafnt yfir allt landið, eins og tildæmis réttindalögin.
Segjum sem svo að ef ég kæmi fram með svona "mögulega" hugmynd eins og þá að þeir sem missi vinnu sína vegna þess að fyrirtækið sem þeir vinna hjá hafi farið á hausinn eða að það þurfi að draga saman og það bitni á starfsmönnum. Að setja það í lög að þeir sem missi vinnu sína vegna þessa haldi fullum tekjum sínum amk. fyrstu mánuðina á eftir.
Bara hugsanlegt atriði eins og svona væri möguleiki að veita almenningi (og hópum) tækifæri að koma með hugmyndir til og hafa áhrif á. En hvernig verður það gert?
Lögbók með sérstakri tímasetningu er hreinlega það besta sem gæti komið fyrir því með svoleiðis fyrirkomulagi virkar lýðræðið rétt og í báðar áttir. Þannig gæti almenningur og hópar undirbúið sig þegar að lögin væru tekin fyrir. Síðan mætti hugsa sér að fulltrúar í ríkistjórn kæmu inn á almannaróminn og hlustuðu á það sem færi þar fram. Tækju kannski þátt í umræðum þar (ný hugmynd í viðbót á hugmyndaskel mína).
Sem sagt, ef að fókusinn í breytingum í stjórnarskrá á að snúast um að breyta stjórnskipaninni þá þarf að setja þar inn stutt atriði um lögbók, skilgreina hana eins og tildæmis hvernig hún skiptist niður í kafla.
Þessvegna gæti verið svo að leiðin til að tryggja að ákvæði um mannréttindi verði farið eftir, sé sú að taka þau út úr stjórnarskránni og tryggja að þau séu farin yfir á öðrum stað. Meðal annars vegna þess að svona atriði þarfnast sífelldrar endurskoðunar og breytinga í takt við tímann og hugsanlegar breyttar aðstæður í framtíðinni.
Svo ég komi örstutt inn á hugmyndir mínar:
Setja sérstaka lögbók sem væri skipt niður og flokkuð sérstaklega:
Heiti ráðherra verði notuð í lögbókinni. Eins og:
Heilbrigðis og tryggingalög
Fjármálalög
osfrv.
Lögin verði tekin fyrir skipulega eftir timasetningu lögbókarinnar.
Almenningur og hópar komi að gerð lagana (undirbúa sig) þegar að þau séu tekin fyrir, á sérstökum almannarómi.
Lögin til fólksins!
Skoðið hugmyndaskelina og rökin á slóðinni:
http://gudnikarl.wordpress.com
Meginflokkur: Stjórnarskrármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Guðni minn; æfinlega !
Eins; og þér er kunnugt, foragta ég, hið svonefnda Stjórnlagaþing - einka gæluverkefni Guðrúnar Pétursdóttur, og annarra Engeyinga, sem áhangenda þeirra.
Á lista ykkar; er margt, mætra manna og kvenna, en,........... heldur eykst tortryggni mín - sem margra annarra; að sjá útbrunna stjórnmála- og embættis menn, víðs vegar að - auk þeirra gosa, sem vilhallir hafa verið útrásar nefnunni á þessum framboðslista, einnig.
Mannréttindi; Guðni minn. Er það landsmönnum tryggt; í hugsanlegri laga smíð ykkar, sem á þingið myndu setjast, að grimmileg örlög, biðu þeirra, sem urðu valdir, að einhverju alvarlegasta tjóni, gjörvallrar Íslandssögunnar, ágæti drengur ?
Svo; ég spyrji aðeins þessarrar spurningar, að þessu sinni, Guðni minn.
Með byltingarkveðjum; góðum /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 02:00
Heill og sæll Óskar Helgi.
Kannski væri það nú einu sinni að landar okkar sæju sér vit í því að kjósa ekki þessa útbrunnu stjórnmála- og embættismenn. Mætti vel beina fólki sjónum að því.
Varðandi mannréttindin þá er það nú svo að þau hafa hvað eftir annað verið þverbrotin í stjórnarskránni. Tildæmis eins og stendur í stjórnarskránni í 76. grein um örbigð. Við vitum nú það sem höfum fylgst með hvernig sú staða er.
Það er stór spurning hvort og hvernig hægt væri að setja eitthvað af viti inn í stjórnarskrána um mannréttindamál þannig að það verði farið eftir þeim? Eitthvað sérstakt refsiákvæði sem tryggir það?
Eða kannski eins og ég vil frekar? En það er að setja réttindalög og lög sem ná yfir allt landið á sérstaka lögbók með lögin tímasett hvenær þau væru tekin fyrir. Þannig gæti almenningur og hópar eins og öryrkjar og aldraðir komið að lögunum og undirbúið sig með sínar hugmyndir.
Ég held fyrir alvöru að svona væri best til að tryggja það að mannréttindi væru virt og farið eftir þeim!
Ég held fyrir alvöru að ég sé með góð atriði til að berjast um og fyrir!
LÖGIN TIL FÓLKSINS!
Með baráttugóðum hveðjum sem jafnan
Guðni Karl Harðarson, 30.10.2010 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.