Samantekt af mínum hugmyndum á stjórnlagaþingið

Ágæta fólk sem hér les!

Eins og margir ykkar vita ætla ég að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins. Ég hef verið að setja sérstakar hugmyndir mínar saman um hvað ég hefði áhuga á að yrði fyrir valinu í endurgerð stjórnarskrá Íslands.

Ég ætla því að koma með samantekt úr mínum hugmyndum hér:

1. Ríkistjórn valin í almennri kosningu (dómsvald velur sína fulltrúa, almenningur sína fulltrúa og flokkar sína fulltrúa). Þverpólitískt persónukjör.

2. Öll lög sem snúa að Íslandi sjálfu (ná jafnt yfir allt landið) séu sett á sérstaka lögbók aftan við stjórnarskrána, sem fulltrúar dómsvaldsins tempra.

3. Þau lög tekin fyrir skipulega eftir tímasetningu árlega. Þau annaðhvort endurbætt eða gerð ný (bætt við). 

4. Hópar eins og öryrkjar og aldraðir geti komið beint að lögunum með því að mæta á almannaþing og fá almannaþingmenn til að taka hugmyndir fyrir og kjósa um þær. Meirihluta hugmynd færi síðan með þegar að tiltekin lög yrðu tekin fyrir.

5. Stjórnlagaþing væri alltaf starfandi til að halda utan um kerfið. Til að vinna að endurbætingu.

6.  Þau lög sem eru tilheyrandi sjálfum svæðum séu rædd á svæðisþingum sem væru tengd því að Íslandi yrði skipt niður í 5 sjálfsstjórnarsvæði. (?ath.)

7. Alþingi (fækkun þingmanna) tæki við lögunum og sjái um að þau séu unnin og kláruð. Skila þeim síðan beint til baka á lögbók.

 

Sjá nánar:

http://gudnikarl.wordpress.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband