Þriðjudagur, 19. október 2010
Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram?????
Í dag er verið að leggja fram þingsályktunartillögu um hvort bjóða eigi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram aðlögunarferlinu. Að bjóða upp á þá þjóðaratkvæðagreiðlsu samhliða atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþingsins?
Hér er fréttin af Heimssýn:
Kemst ESB-umsóknin í þjóðaratkvæði?
Þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni standa að þingsályktunartillögu sem lögð er fram í dag um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort draga eigi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan er svohljóðandi
Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Með henni eru Ásmundur Daði Einarsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir úr Vg; Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen úr Sjálfstæðisflokki; Birgir Þórarinsson Framsóknarflokki og Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni.
ÉG STYÐ ÞESSA ÞINGSÁLYKTUN 100% vegna þess að það er réttlátt og lýðræðislegt að fá að hafa segja hvort að viðræður eigi að halda áfram. Hvort sem ég sé stuðningsmaður eða ekki.
Þó vakna upp spurningar hvort þetta gæti ekki verið óþægilegt fyrir þá sem eru gegn ESB og eru jafnframt í framboði til stjórnlagaþingsins.
Skiptar skoðanir um ESB komu á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnarskrármál | Facebook
Athugasemdir
Tek undir að það væri lýðræðislegt að kosið yrði um það, Guðni. Umsóknin án kosninga var fullkomlega ólýðræðisleg og fullkominn yfirgangur að minum dómi.
Elle_, 20.10.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.