Og að sjálfsögðu er ég einn af þeim:-)

Rosalega vantaði mikið á listann sem var settur upp á Wiki.

Milli 400 til 500 manns og yfir 300 á síðustu metrunum. Fróðlegt verður að sjá þennan lista.

Ég velti því fyrir mér hvernig kynningarefni verður dreyft á heimilin eins og stendur í lögunum. Og rosa bæklingur sem kjörseðillinn verður.

Hér er slóðin á mitt:

Hér á moggabloggi mínu koma inn greinarnar um stjórnlagaþing og greinar um framboð mitt. Ef þið flettið þá getið þið séð ýmsar greinar frá mér um þessi mál undanfarnar vikur.

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1107318/

Hér er ég með kynningarsíðu á Wordpress:

http://gudnikarl.wordpress.com

 


mbl.is Á fimmta hundrað í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég hef verið  með ýmsa pistla á þesu bloggi mínu undanfarnar vikur.

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óneitanlega velltir maður því fyrir sér hvað  hér sé í gangi?!

1. Er þetta eitthvað lið frá flokkunum?

2. Eða LÍÚ eða einhverjum samtökum?

3. Skemmir þetta fyrir öðrum? 

Fólk er velkomið hér inn á bloggið mitt til að velta þessu fyrir sér með athugasemdum.

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sæll Guðni Karl

Þar sem þú ert í framboði til stjórnlagaþings finnst mér vera við hæfi að hella yfir þig allstórum skammti af spurningum (þær gætu samt verið miklu fleiri, en þetta verður að duga að sinni).

Hver er afstaða þín til eftirfarandi:


a) Eignarhald á náttúruauðlindum
b) Allt landið eitt kjördæmi
c) Persónukjör þvert á lista flokka
d) Ráðherrar víki af þingi
...e) Þjóðaratkvæðagreiðslur
f) Réttur forseta til að neita að samþykkja lög
g) Forsetaembættið almennt

Fyrirgefðu hvað þetta er langt, en mér finnst mikilvægt að fá fram viðhorf frambjóðenda til þessara mála og margra fleiri.

Magnús Óskar Ingvarsson, 18.10.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Magnús Óskar. Sjálfsagt að skoða þetta með þér og fara yfir

Athugaðu að ég er með sérstakar áherslur!

Ertu annars búinn að skoða  skelina mína og rökin mín á http://gudnikarl.wordpress.com

og hlusta á myndbandið?

Reyni hér að svara þér eftir bestu getu!

a) þú spyrð um náttúruauðlindir. Ég er fylgjandi þjóðareign á náttúruauðlindum. Tek það fram að þetta mál þyrfti að taka sérstaklega fyrir með Lögbókinni og endurskoða árlega (ath. hugmyndir mínar sérstaklega).

b) Ég er fylgjandi skiptingu landsins í 5 svæði með nokkurri sjálfsstjórn.

En sér kosningu yfir allt landið fyrir lög sem snúa að öllu landinu, ríkistjórn, alþingi og stjórnalgaþingi (enn og aftur skoðaðu: "Okkar Ísland" og skelina að hugmyndum mínum.

c) Ég er fylgjandi þverpólitísku persónukjöri í kosningu að lögum sem snúa að öllu landinu þannig: fólk geti áfram boðið sig fram í flokkum ef vill en engin röðun á lista. Sem og persónukjör utan flokka. Það er lýðræði! Hugsa mætti sér að fólk mætti velja sér 1 til 5 manns og dreyfa þeim eins og það vill, en þó ekki nema 1 á hvern flokk ef flokkur er valinn.

Kosið inn á allt batteríið í einu og skipast í stöður eftir fjölda atkvæða sem hver hefði á bak við sig.

d) Auðvitað væru engvir ráðherrar á alþingi. Ríkistjórn væri valin með kosningu af almenningi. Í ríkistjórn væru fulltrúar af alþingi, dómstigi, stjórnlagaþingi (stjórnlagaþingið alltaf starfandi) og jafnvel almannaþinginu. Lögin væru borin undir  og undirbúin af ríkistjórn með hliðsjón af tímasetningu þeirra (lögin sem snúa jafnt á allt landi séu tímasett (föst tímasetning á lög tryggir hópum (aldraðir, fatlaðir osfrv. aðgang að lögunum þegar að þau eru tekin fyrir, endurskoðuð árlega á sama tíma, þá ný lög eða bætt lög. Alþingismenn vinna lögin án aðkomu ríkistjórnar og skii til baka á sérstaka lögbók sem er á bakvið stjórnarskrána.

e) einhverjar þjóðaratkvæðisgreiðslur en með því fyrirkomulagi sem ég hef áhuga á þá væri minnkandi þörf fyrir þær vegna þess að almenningur getur komið inn beint með hugmyndir sínar (sem væru unnar af almannaþingmönnum (5) og bornar undir ríkistjórn.

 f) Málskotsrétturinn tempraður niður á sameinginlegt stjórnunar batteríið og gæti almenningur komið með tillögur af málskoti. Með því að lög séu tekin fyrir skipulega minnkar þörf fyrir málskotréttinum. M.a. vegna stóraukinnar þátttöku almennings að ákvarðanatökum......

g) Ég er frekar fylgjandi minnkandi völdum á forsetann.  Sérstaklega vegna þess að í gamla daga vildi fólk fá að kjósa forsetann til að hafa einhver áahrif. Ég tel að það sé minnkandi þörf fyrir því vegna að almenningur fengi meiri aðkomu að ákvarðanatöku. Hann yrði aðeins andlit Íslands.

Allt í fínu lagi hvað þetta er langt. En ég tek það fram að nái ég inn mun ég kjósa eftir sannfæringu minni hvort sem hugmyndir mínar nái að ganga eða ekki.   

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband