Mánudagur, 11. október 2010
Apasamfélagið
Var þessi flokkur ekki einn sá sem var valdandi hruninu? Hefði ekki verið heiðarlegt af þeim að taka þátt vegna þessa?
Það er algjört ábyrgðarleysi að taka ekki þátt í þessum fundum. Auðvitað hefðu allir flokkar að koma að þessum samráðsfundum á jöfnum grundvelli. Þetta sýnir bara að völdin skiptir meira máli en sá almenningur sem á í erfiðleikum!
Ástandið á alþingi er svona svipað eins og í Apasamfélagi þar sem hver og einn foringi hópa ver svæði sitt og ef einhver ryðst inn fyrir þá er mætt með kjafti og klóm. Algjör pissukeppni þar sem hver bendir á annan með gjörsamlega óábyrgum athugasemdum!
Þetta sýnir (sem og aðrir atburðir á þingi undanfarna mánuða) enn betur að þjóðin þarf að taka sig til og breyta fyrirkomulaginu á alþingi verulega!
Alþingi íslendinga er algjörlega rúið öllu trausti fólks.
Að stjórn og stjórnarandstaða geti ekki unnið saman fyrir almenning í landinu á neyðarstund er algjörlega til háborinnar skammar og sýnir valdahroka.
_____-----_____-----_____-----
http://gudnikarl.wordpress.com
_____-----_____-----_____-----
Fráleit umræða um samráðsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Kjaramál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.