Ef gefa á því gaum hvernig á að ráða.............

Þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt hafa sé nokkrar breytingar á færslum mínum undanfarna tvo mánuði. Meðal annars hef ég verið að breyta blogghaus myndinni með hliðsjón af því sem ég hef nokkuð mikið verið að skrifa um. Þó ég hafi við og við komið með smá færslur varðandi það sem er að gerast úti í þjóðfélaginu.

Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég sé farinn að snúa mér að stjórnarskrármálum. Ég er á fullu í að fara yfir gömlu stjórnarskrána og gera mína eigin þar sem ég set inn mínar skoðanir.

Það er alveg ljóst eftir á það sem undan er gengið að það þarf að gera gangskör í því að endurgskipuleggja stjórnmálakerfið á Íslandi. Það þarf að tryggja að almenningur geti haft miklu meiri áhrif á hvernig réttindum til þeirra er stjórnað. Það þarf líka að fá almenning til að taka miklu meiri þátt í ákvörðunartöku stjórnmálanna.

Ég er að fara að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins og mun bjóða fram starfskrafta mína þar inni af einurð og vanda til verka, nái ég kosningu.

Hugur minn snýst mikið um hvernig það mætti tryggja almenningi stóraukinnar aðkomu að ákvarðanatöku. En það eru til leiðir að því marki!

Til að mynda hef ég mikinn áhuga á að sett verði sérstök lögbók á bakvið sjálfa stjórnarskrána. Að öll lög, með fáum undantekningum fari þar inn og séu sérstaklega tekin fyrir aftur og aftur árlega á sérstakri tímasetningu. Þó ný lög geti líka orðið til í þeim kafla. Með slíku fyrirkomulagi væri hægt að raða aðkomu að lögunum skipulega, því þá væri úr sögunni að framkvæmdavaldið kæmu með lagafrumvörp á alþingi eftir þeirra hentugleikum. Lögin yrðu til eftir skipulögðu kerfi.

Þannig gætu líka hinir ýmsu hópar eins og aldraðir, öryrkjar og fleiri undirbúið fyrir það á að fara að taka fyrir lögin þeirra. Tildæmis mætt inn á svokallaðan "almannaróm" þar sem þessir hópar geta borið þeirra málefni undir kosna almannaþingmenn (5). Málin verði rædd, kláruð og undirbúin fyrir endurgerð lagana. Tekið þannig tillit til hópana í lagagerðinni.

Ég hef mikið hugsað um hvernig þetta væri hægt. Tildæmis verið svo róttækur að vilja taka löggjafarvaldið af alþingi og færa á lögbókina sjálfa, en þá með svokallaða temprun dómsvaldsins sem sæi um ágreiningsmál og hefði með lagavaldið (ég vil ekki kalla það vald) að gera. Þegar að fólk hugsar um þessi mál þá er það alltaf að tala um vald. Í mínum huga þarf þess ekki því hægt væri í reynd að segja að lögbókin sjálf hafi áhrif á hvaða lög séu tekin fyrir, tildæmis með tímasetningunni. Hinsvegar gæti dómsvaldið komið þarna að eftir þörfum.

Ég er á þeirri skoðun að stjórnlagaþingið eigi alltaf að vera starfandi sem umsjón á skiptingu valdsins og ritunar þess niður í þar til gerðar bækur. Taka mál fyrir, undirbúa þau og stýra leið þeirra. 

Ég hef mikið hugsað um hvernig þetta allt saman væri framkvæmanlegt. Við það áttaði ég mig á að það er miklu auðveldara að koma slíku breyttu kerfi fyrir ef Íslandi yrði skipt niður í 5 svæði. Þar að segja, þá gætu svæðisþingmenn rætt lög sem tilheyra þeirra heimasvæði og dómsvaldið tekið við þeim tilbúnum. Hvert þessara 5 landsvæða hefði sína eigin lögbók (þar sem lögum þeirra svæðis væri raðað eftir tímasetningu eins og nefnt var hér að ofan). En síðan væri ein aðal ríkistjórn þar sem tekin væru fyrir málefni sem tilheyrðu öllu landinu jafnt. Þá væri stjórnarskráin með sína eigin föstu (óbreytanlegu kafla) yfir og fyrir allt landið en lög framkvæmdavaldsins sett á lögbók yfir allt landið með dómsvaldinu en stjórnlagaþingmenn hefðu umsjón með.

Eitt er í viðbót sem er algjört prinsipp mál að þarf að vera en það er að hópar geti komið beint að gerð fjárlaga! Tildæmis verkalýðshreyfingin, öryrkjar og aldraðir. Þessir hópar gætu undirbúið sig samkvæmt því.

Eins og ég skrifaði þá er ég að fara í framboð til stjórnlagaþings og náði meðmælendunum á innan við sólarhring.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband