Að gera stjórnarskrá er líka að brjóta niður veggi................

Ég mun vera að setja í gang sérstaka leikþætti um stjórnarskrármál. Þessi fyrsti leikþáttur snýst um að brjóta niður vegginn á milli þess leikna og lærða. Brjóta niður þennan vegg sem er mikilvægt til þess að þjóðin geti gert, ekki bara góða, heldur frábæra stjórnarskrá.

Leikþáttur nr. 2 mun síðan fjalla dálítið um stjórnarskrána og losa um valdið.

Í þessum leikþáttum mun sérstök ímynduð persóna sem spyr mig spurninga. Ég hef ákveðið að kalla hana Gaumi því það merkir að gefa einhverjum gaum. Hann mænir í hlutina.

Hér hefst svo fyrsti leikþáttur. Hversvegna ég er að þessu?

Gaumi> Jæja Guðni, hvað ertu að vatast þetta?

Ég má til!

Gaumi>Nú? Hvað ertu að fara að gera?

Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins.

Gaumi>Ha? Hversvegna?

Það er einfaldlega komið að þessu í mínu lífi. Ég hef gengið í gegnum svo margt að ég væri að svíkja sjálfan mig og aðra að reyna ekki. Ég verð að bjóða mig fram vegna alls þess sem hefur komið fyrir mig. Svo ég nefni nú ekki staðinn þar sem ég var alinn upp. 

Ég er rétt að vona að fólk fari að átta sig! Kveikja á perunni. Því ég er orðinn dálítið leiður á að bíða eftir því.

Gaumi>Jæja?  Aðra? Getur þú þetta? Kveikja á perunni?

Já, ég hef reynt mjög mikið í lífinu. Öðlast mjög mikla lífsreynslu  með vinnu minni og öllu öðru því sem hefur komið fyrir mig. Og kynnst fullt af góðu fólki sem ég hef verið að vinna með út um allt land. Á öllum landshornum. Þeir sem þekkja mig vel síðan í gamla daga í skóla og á vinnustöðum skilja  nú kannski vel hversvegna ég er að þessu! Hversvegna það sé komið að þessu.

Ef ég kæmist að síðan á stjórnlagaþingið þá væri ég fyrst og fremst að vinna fyrir almenning  þó ég auðvitað fái sömu umbun og þeir. Sem er sú að hafa fengið að hafa tekið þátt í að búa til frábæra hluti. Því er líka svo mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni. Að vera með í ferlinu.

Gaumi>En afhverju þú? Mér hefur heyrst ýmislegt af þér um það hvað er erfitt að vera innan um menntasamfélagið. 

Ég hef fulla getu til þess að taka þátt. Halda ræður, lesa upp og svo framvegis. Meira segja með rödd í lestri sem er mjög góð! Eins og lesa ákveðið og skýrt og kveða vel að orðunum á réttum stöðum. Ef ég fengi tækifæri til þess þá mun fólk heyra það.

Vegna þess að það þarf að bera jafnmikla virðingu fyrir mér eins og öllum öðrum sem vilja koma með sínar skoðanir og taka þátt.

Síðan verð ég dálítið fyrir þessum vegg sem aðskilur. Velti því stundum fyrir mér hvort hann sé óbrjótanlegur. Allir þessir menntuðu vilja sjálfir trana sér fram og þó ég sjálfur hafi ákveðnar skoðanir þá er lítið tekið mark á þeim. Ég held einhvern veginn að það sama muni gerast við hinn almenna verkamann ef hann hefur miklar og frumlegar skoðanir á málunum

Gaumi>Hvernig?

Ég verð dálítið var við þetta. Tökum tildæmis dæmi: ef ég kem með sérstakar skoðanir þá, annaðhvort eru þær ekki skoðaðar eða ekki tekið mark á þeim. Síðan er svo erfitt að fá að tjá sig í þessum menntahópi.

Ég hef tildæmis komið með skoðanir um hvernig skipta mætti Íslandi niður í 5 svæði. Það tekur enginn mark á þeim. En ef einhver menntaður kæmi með svipaða hugmynd þá væri hún gripin strax á lofti og sumir gætu tekið undir og hampað þeim skoðunum. Bara af því þessi menntaði kom með hana.

Ég tel að það sama mundi gerast ef einhver annar verkamaður kæmi fram með frumlegar hugmyndir.

Gaumi>En ætlar stjórnarskárfélagið ekki að leita til almennings um hugmyndir þeirra varðandi stjórnarskrána?

Jú, svo er sagt en ég er svolítið hræddur um að það verði gert á rangan hátt, en vona ekki! Það muni verða gert þannig að fólk sé eingöngu hvatt til þess að taka þátt, eins og að mæta á fundi. En þátttöku hvatning og fundirnir eru ekki nóg! Þú færð alltaf minna af lægstu stéttunum inn á fundina. Það er síðan ekki nóg að boða til funda heldur verður að labba um á meðal fólks með spurningar til að leiða fram áhuga fólks að málefninu.

Gaumi>Hversvegna?

Vegna þess að það ýtir ekkert undir fólk úr lægri stéttum að hugsa um stjórnarskrármál. Ég er svolítið hræddur um að fólk í þeim stéttum sé hrætt um að það verði ekki tekið mark á þeim. Margt fólk hefur jú skoðanir á ýmsum málum, alveg eins og hinir menntuðu. En það þarf að draga þær fram með því að tala saman við fólkið. Ég þekki þetta sjálfur af eigin reynslu af því að vera í kringum fólk sem er ekki sérstaklega menntað. Þar að segja, kemur ekki úr Menntaskóla og/eða Háskóla.

Það þarf að fella þennan vegg á milli stétta til að lægri stéttirnar geti þorað að eiga hrein tjáskipti við hina menntuðu. Það tala margir um að fá hugmyndir frá fólki en þær eru ekki dregnar fram með því einu að halda fundi, heldur þarf að bera fram spurningar og eiga venjuleg tjáskipti milli lægri og hærri stéttana. Labba um meðal fólksins til að kveikja áhuga á málefninu.

Síðan er það þetta vonleysi sem hefur gripið fólk eftir allar fréttirnar sem eru í gangi. Það vill ekki afskipti vegna þess að það trúir ekki að neinu verði breytt. 

Það verður aldreið hægt að gera almennilega stjórnarskrá ef hún endurspeglar ekki skoðanir allra stétta, jafnt þeirra hærri sem lægri.

Gaumi>En er ekki einmitt þjóðfundurinn til þess?

Það er svolítið erfitt að segja. Ég er dálítið hræddur um að fráfallið inn á þjóðfundinn sé mest úr lægri stéttunum. Þar að segja, það leggur ekki í að mæta þó því sé boðið. Svo ná þeir ekki að koma með sínar heildstæðu hugmyndir inn á fundinn. Vegna þess að lægri stéttirnar eru innan um þessar hærri og menntuðu. Kannski svolítil hræðsla við að koma sérstökum hugmyndum inn og vonleysi til þess að það verði tekið mark á þeim.

Síðan er svo erfitt að halda utanum heildstæðar hugmyndir því þeir sem hafa miklar sérstakar skoðanir á málunum ná ekki að koma með þær allar inn á þjóðfundinn vegna þess að svo mörg atriði eru rædd af mörgum aðilum.

Það þarf að draga fram heilar hugmyndir frá fólki og bjóða því að koma með þær. Tildæmis með því að fá að setja þær inn á vef stjórnarskrárfélagsins.

Gaumi>Nú? En stóri þjóðfundurinn í fyrra? Kom ekki fullt af fólki úr lægri stéttum þangað inn?

Ég var sjálfur á þeim fundi og ég var að velta því fyrir mér. Mér sýndist að menntafólk hafi verið þar í meirihluta. Einhvern veginn finnst mér síðan mjög lítið hafa lagast þó að fólk hafi valið sér þessi gildi sem voru valin. Stjórnmálamenn eru lítið að fara eftir þeim.

Gaumi>En ertu þá að gagnrýna þetta fólk sem er að vinna að þessum málum?

Alls ekki! Ég er að reyna að benda á þessi atriði til að allir lægri stéttaþegnar á Íslandi eiga að fá að taka þátt. Meira að segja lesa upp hugmyndir sínar, koma með ræður og fá að tjá sig.  Bera þær undir alla sem hægt sé að ná til. Opin sameiginleg tjáskipti er málið.

Gaumi>En hvað væri hægt að gera?

Tildæmis til að byrja með að koma á stóra staði og bera sérstakar spurningar fyrir fólkið. Eins og tildæmis að gera smá könnun og spyrja fólk spurningar til að vekja áhuga um málið. Byrja á því að spyrja það hvort það vildi svara smá könnun. Ég sjálfur vinn á alveg tilvöldum vinnustað. 

Fundirnir eru því alls ekki nóg því ekki næst nógu góður þverskurður inn á þá.

Meðlimir stjórnarskrárfélagsins þurfa að vera áberandi úti í samfélaginu. Á eins marga vegu og hugnast. Ekki til að hafa áhrif á fólk, heldur til að leitast eftir skoðunum fólks.

Gaumi>Þakka þér fyrir svörin Guðni. Hvað viltu svo ræða um í næsta þætti?

Tildæmis um losun á valdi og koma aðeins inn á sérstakar hugmyndir mínar hvernig stjórnarskrá eigi að vera.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Gaumi>Getur þú lýst þessu fyrir mér hversvegna þú heldur að það verði erfitt að ná til lægri stéttra?

Ég get strax nefnt þrjú atriði:

1. Ef ég eða einhver hef einhverjar frumlegar hugmyndir og kem með þær þá getur það orðið til þess að strax verði tekið neikvæða afstöðu til hugmyndarinnar. Tildæmis með því að segja að hugmynd sé ekki hægt að framkvæma. Að ætla sér þannig að hafa vit fyrir öðrum. Í stað þess að ræða hana í hópi og finna út hvort hægt væri að útfæra hugmyndina.

2. Samskipti eru frekar á milli menntamanna heldur en á milli þeirra og lægri stétta. Þeir taka frekar afstöðu sín á milli eins og tildæmis í netsamskiptum og skipta sér síður af athugasemdum hinna. Hinir fá þannig minna vægi í umræðunni.

3.  Menntafólkið hættir til að næra frekar eigin hugmyndir heldur enn hinna. Hugmyndir fólks úr lægri stéttum geta þannig orðið vannærðar. Þó þeir sýni áhuga að taka þátt.

Ég er bara að benda á þessi atriði og þessar pælingar ganga tálítið út á hvernig og hvort það verði nægur áhugi á þessum málum meðal alls almennings úti í þjóðfélaginu. Mun það takast að vekja áhuga almennings á málefninu?

Guðni Karl Harðarson, 27.9.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband