Laugardagur, 18. september 2010
Lýðræði? Hvað er það í mínum huga?
Þegar að ég hef hlustað á fólk tala um málið og lesið sem skrifað er um hugmyndir þeirra hvernig lýðræði það vilji þá verð ég alltaf var við að fólk velur sér eitthvað af því sem er lagt fyrir framan það. Sumir hugsa um og ákveða að það vilji þannig fulltrúalýðræði, aðrir beint lýðræði, opið lýðræði, eða bara fjölþætt flæðilýðræði. Og eða öllum þeim lýðræðum sem nöfnum má nefna.
Þó að við eigum að nafninu til að búa við fulltrúalýðræði þá er í mínum huga lítið sem ekkert raunverulegt lýðræði á Íslandi. Það er ekkert lýðræði að fá að kjósa um á fjögurra ára fresti fulltrúa sem síðan stjórna mér með valdi sínu. Ég vill sem kjósandi hafa eitthvað frekar að segja hvaða fulltrúa ég vel fyrir mig, ekki til að stjórna mér heldur til að halda utanum réttindi mín og hagsmuni sem eiga að vera þau sömu og annara.
Orðið lýðræði, er því þannig í mínum huga ljótt orð og öfugmæli. Það hefur líka ekkert að gera með að verja réttindi mín. Og ég vel ekki einhvern bara til að stjórna mér og ráða yfir mér og ég hafi síðan ekkert um það síðan að segja hvað þeir sjálfir vilja og gera í fjögur ár eftir það.
Nú vegna þess að ég er ekkert sérstaklega áfjáður að velja mér svona lýðræði sem boðið er upp á þá vellti ég því fyrir mér, hversvegna ekki að sleppa að hugsa um þetta frá þessum forsendum og byrja að hugsa málið upp á nýtt. Ég lokaði því á orðið "lýðræði" úr huga mínum og byrjaði að hugsa þetta út frá öðrum forsendum.
Fyrir það fyrsta eru það mannleg réttindi mín að ég eigi að geta haft áhrif á hvað sé framkvæmt fyrir mig í því landi sem ég lifi. Jafnt mig sem annara. Því varð það alveg augljóst fyrir mér að ég þyrfti að brjóta málið niður í frumþætti sína. Gera allt sem ég gæti til að sjá málið frá ýmsum sjónarhornum.
Þegar að ég fæðist sem einstaklingur öðlast ég þannig réttindi í það þjóðfélag sem ég fæðist í. Réttindi til að halda lífi með því að nota skilningarvit mín til að öðlast alls þess sem líkami minn og persóna mín nærist á. Í fyrstunni eru þau frumstæðar þarfir ungabarnsins en alltaf eru það þó frumþættir skilningarvita okkar sem líf okkar þarfnast. Þannig á ég sem einstaklingur rétt á að fá að nota öll þessi skilningarvit mín í lífi mínu þar sem ég kem þeim að. Þannig hef ég rétt til að anda, lykta, sjá, snerta, bragða (nærast). Og rétt á að geta notað alla þessa þætti saman hvar sem er í lífi mínu og efla þau.
Út á þessa þætti ganga því mín lýðræðislegu réttindi. Ó? ég meinti; lýðfærislegu réttindi.
Er þá ekki sjálfsagt að segja að ég eigi rétt á að velja mér fólk sem ekki beint stjórnar mér heldur sér um að halda utan um réttindi mín?
Ég vil því breyta orðinu lýðræði í lýðfæri
En hver eru mín lýðfærislegu réttindi? Þar kemur margt til og spilar inn í.
Í mínum huga yrði því á Íslandi lýðfæri en ekki lýðræði!
Í stjórnarskrá Íslands stendur að þingmenn eigi að fara eftir sannfæringu sinni. Ég á samkvæmt því að velja mér persónu innan flokks (og því flokk) sem stendur á sinni sannfæringu en ekki minni. Í mínum huga vel ég mér persónu sem fer eftir minni sannfæringu. Út á það gengur málið!
Það er mín sannfæring að sú/sá sem ég vel mér geti staðið sig við að halda utanum og verja réttindi mín. Í reyndinni þó ég sé að velja mér flokk þá er ég að velja persónu innan flokksins sem býður sig fram. Sú persóna sem ég treysti best til að stjórna mér. En þar er ekki þar með sagt nema að sú persóna veljist með öðrum persónum sem ég hef engan áhuga á að starfi fyrir mig. Því er ég líka að velja yfir mér stefnu flokksins sem getur alveg orðið til að bregðast mér. Það er því bæði persónan innan flokksins sem og flokkurinn sem getur brugðist mér. Ég á alltaf hættu á því.
Þetta er svona eins og að fara í skóbúð og kaupa mér skópar. Safna mér pörum af skóm á heimili þeirra en ekki mitt. Ég vel mér auðvitað þau pör af skóm sem mér lýst best á. En oftast er það eitt parið sem í mínum huga á að bera af frá öðrum.
Málið er nefnilega að það skópar sem ég fæ að kaupa eins og staðan er nú fær að fara frá mér án þess að ég geti eitthvað haft um það að segja. Það er afþví að ég var ekki bara að kaupa skó fyrir mig heldur aðra. Svo getur það par sem er valið að ganga í, gert það sem því sýnist. Þannig getur persónan í þeim gengið í rennandiblautum sokkum af svita og því gatslitnum á meðal allra hinna persónana, án þess að ég fái að sjá hvernig og hversu mikið það er. Svo getur fullt af fólki sem eiga að stjórna mér gengið í þessum slitnu sokkum án þess að ég fái eitthvað að sjá um það, eða gera við því. Þannig geta persónur verið í slitnum sokkum á vinstra fæti (innanfrá) sem og eða á hægrifæti (utanfrá) án þess að ég viti um það.
Þannig getur spillingin grasserað innanfrá, í flokkunum og nefndum, sem og utanfrá út í þjóðfélagið án þess að við fáum um það að vita eða eitthvað um það að segja. Við getum því ekki breytt því sem aflaga fer því liðið heldur í þarfir sínar og vill ekki skipta um sokka eða leyfa mér að velja mér ný skópör.
Þessu þarf að breyta. Í huga mér þarf því að búa til aðstæður þannig að svona geti ekki komið fyrir en það er best gert með því að skipta Íslandi niður í smærri einingar.
Er það eitthvað óréttlátt að ég fái að velja mér sjálfur nokkrar persónur til að halda utan um réttindi mín og sjá um hagsmuni mína?
Þannig þegar að ég fari að kjósa þá velji ég mér nokkrar persónur sem annaðhvort eru innan ákveðins flokks eða utan hans í beinu persónukjöri. Það mætti vel hugsa sér að flokkar bjóði fram persónur og ég gæti þannig valið 4 persónur innan flokksins og 4 persónur utan hans. Alla vega er það ekkert sem segir að ég ætti ekki að geta aukið mín áhrif með mínu vali á fleiri en einni persónu. Það væri vel hægt að búa til kerfi til þess.
En ég færi ekki með þeim huga að kjósa einhvern bara til að stjórna mér! Heldur til að halda utanum réttindi mín og hagsmuni. Í smærri samfélögum er auðveldara að sjá hverjir eru í rennandi blautum sokkum af svita og gatslitnum. Auðveldara að skipta um ef þörfin væri fyrir hendi. En það fæst með sérstöku stjórnunartæki sem sér um að skipta um persónur í stöðu og færa til eftir ákveðinn tíma, í aðra stöðu, sérstaka hringrás valds ef þú kýst að kalla það svo.
Ekki ganga yfir mig á gatslitnum sokkunum!
Má ég velja mér lýðfæri? í lýðflæði?
Samkvæmt skrifum mínum er því auðvelt að sjá að ég er frábitinn öllum orðum sem hafa orðið lýðræði inn í sér. Ég vil hugsa málið upp á nýtt frá öðrum forsendum.
Athugasemdir
Í mínu lýðfæri er ég því alltaf þátttakandi í ákvörðunum á réttindum mínum og hagsmunum. Á þess kost að hafa áhrif á.
En þar spilar inn hvað almenningur getur beint haft áhrif með þeirra þátttöku sem hugsa mætti sér sem sérstaka samkomu almennings. Ég kalla þann samkomustað:
Almannarómur og þar inn kemur saman rómur manna sem getur sent skilaboð til þeirra sem stjórna hagsmunum okkar.
Guðni Karl Harðarson, 18.9.2010 kl. 13:49
Þó almannarómur sé aðeins partur af því sem almenningur kemur inn í og tekur þátt í.
Að kjósa væri þannig réttur minn að velja mér einstaklinga á alþingi sem starfa einhvern ákveðinn tíma.
Landsdómur, stjórnarskráin, þjóðaratkvæðagreiðslur, stjórnlagaþing, málskotsréttur osfrv. Allt eru þetta þættir sem almenningur á Íslandi ætti að eiga möguleika á þátttöku að.
Landsdómur vegna þess að alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða hvort stjórnmálamenn séu rannsakaðir og ákærðir.
Guðni Karl Harðarson, 18.9.2010 kl. 23:12
Já, kannski er búið að útjaska hugtakinu lýðræði. Ég gæti alveg hugsað mér að ná hugtakinu aftur til baka, en kannski er þetta eina leiðin.
En fulltrúalýðræðið er, held ég, afleiðing af tæknilegum takmörkunum sem eru ekki lengur til staðar.
Valgarður Guðjónsson, 19.9.2010 kl. 13:14
Þakka þér innlitið Valgarður.
Það er ekkert kannski með það. Lýðræðið er bara rangnefni. Ég á svo erfitt með að sjá okkur búa til aðstæður þar sem við komum í veg fyrir það sem hefur verið að gerast á Íslandi nú undanfarin ár. Ég hlýt að spyrja mig hvort yfir höfuð eitthvert lýðræði eins og fulltrúa, eða beint lýðræði geti breytt einhverju fyrir alvöru og önnur lýðræði. Munum við ekki alltaf reka okkur á? Eigum við alltaf að vera að stoppa í götin þegar að þau koma fyrir? Væri ekki meira vit að búa okkur til eitthvað nýtt, alveg klárlega fyrirbyggjandi. Sem tekur á málum strax.
En fulltrúalýðræðið er, held ég, afleiðing af tæknilegum takmörkunum sem eru ekki lengur til staðar.
Það spilar svo miklu meira hér inn í eins og valdskipunin og þetta með yfirráð yfir manneskjunum. Ég á ekki að fara í kjörklefann til að velja mér fulltrúa sem síðan kjósa sér að fara eftir sannfæringu flokk síns og sinni sannfæringu og ég fái síðan engu ráðið. Svona yfirvald sem gerir hvað því sýnist án þess að skipta sér af þeim sem kaus það til valda. NEI TAKK!
Ég er meira að segja frekar á móti því að hafa miklar rafrænar kosningar. Tek ég þar tillit til mannlega þáttarins.
Ég get sagt þér Valgarður að ég er að vinna að sérstakri skel stjórnarskrár sem byggir á öðruvísi nálgun lýðræðis. Þó ég eigi þess kost eins og aðrir, þá hef ég ekki litið í eina einustu stjórnarskrá annars lands eða ríkis. Ég vinn útfrá mínum hugmyndum og forsendum. Ég meira að segja er að reyna að passa mig á að líta ekki í annara stjórnarskrá (íslenskar) þó það geti verið erfitt í sumum málum sem ég sem ólærður maðurinn þyrfti að skoða betur til að mynda mínar skoðanir á.
Guðni Karl Harðarson, 19.9.2010 kl. 15:18
Svo langar mig að koma með uppástungu.
Úr því að það er til fólk sem vill bjóða fram krafta sína sem þingmenn á stjórnlagaþingið sem vill fyrir alvöru standa í góðum verkum til að endurgera stjórnarskrána. Afhverju ekki að standa saman í framboðinu?
Sameinaðir eflumst við en sundraðir föllum við.
Ég er að tala þá sérstaklega þá sem eiga ekki mikla peninga í framboðið. Eiga kannski ekki fyrir auglýsingum í blöðum og sjónvarpi?????
Guðni Karl Harðarson, 19.9.2010 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.