Ég skil ekki vinnubrögð alþingis í stjórnlagaþingslögunum

Tildæmis vandræðin með að greiða atkvæði á kjörstað.

Afhverju ekki bara að senda öllum kjósendum (með lögheimilum og kennitölum) kjörseðilinn í pósti. Þá gætu kjósendur fyllt út seðilinn í næði og mætt svo með hann tilbúinn á kjörstað og þar sé síðan farið yfir hann og seðillinn síðan stimplaður af kjörstjórn og settur í kjörkassann. 

Með þessu fyrirkomulagi verður ekkert vandamál á kjörstað.

Nema að ég sé virkilega svo naive að halda að þetta væri hægt.

 

Síðan er hvergi verið að ræða neitt um betri útfærslu á hvernig fólk megi auglýsa sig og lagfæring á útfærslu á eiðslufé í framboðið. Né lagfæringu á tíma þingsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

er þeim einhver alvara með þessu stjórnlagaþingi þegar allt kemur til alls?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2010 kl. 18:12

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það verður að koma í ljós hvernig þetta verður.

Var að lesa í dag á Rúv um að Jóhanna hefði fengið boð á Þjóðþing.

Ég hef þá skoðun að hún hafi ekkert að gera þangað inn enda á Forsætisráðherra ekkert með að vera að skipta sér af þinginu. Hún er ekki þverskurður þjóðarinnar því hún er stjórnmálamaður í hæstu stöðu. Ég mótmæli og mæti á staðinn til þess ef hún ætlar að þyggja boðið!

Guðni Karl Harðarson, 10.9.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Á ekki að senda öllum a.m.k sýnihorn af kjörseðlinum heim? Minnir það

Sigþrúður Þorfinnsdóttir, 12.9.2010 kl. 23:37

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Er það Sigþrúður? En þá bara sýnishorn?

Vegna þess að ég sendi bréf til Vigdísar Hauksdóttir um þá hugmynd mína um að fólk fengi kjörseðilinn sendan heim og geti notað hann þar. Mæti svo með hann á kjörstað útfylltan og þar tæki kjörfulltrúi við honum og stimplaði. 

Held þetta væri einfaldasta fyrirkomulagið.

Guðni Karl Harðarson, 13.9.2010 kl. 00:35

5 Smámynd: Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Já það á að senda kynningarseðil á hvert heimili ásamt kynningu á frambjóðendum og leiðbeiningar um kosninguna. Það má svo taka þennaan kynningarseði,l sem er eins og kjörseðill en merktur "Kynningarseðill", með sér í kjörklefann og hafa til hliðsjónar

Sigþrúður Þorfinnsdóttir, 15.9.2010 kl. 12:42

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já semsagt að fylla tvisvar út:-)

Í stað þess að fylla út heima og fá stimplaðan á kjörstað.

Emotions hausarnir eru einhverra hluta vegna hætt að virka.

*Þórhallur Villhjálmsson úr landskjörstjórn hefur svarað mér:

Að því hefur verið stefnt að eyðublöðin verði tilbúinn á föstudaginn og að hægt verði að nálgast þau á vef landskjörstjórnar og vef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Við bindum ennþá vonir við að það geti orðið þá.

Guðni Karl Harðarson, 15.9.2010 kl. 13:30

7 Smámynd: Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Já gera þetta aðeins of flókið :)

Takk fyrir upplýsingarnar

Sigþrúður Þorfinnsdóttir, 15.9.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband