Hlutverkaskipti

Á síðasta Þjófundi voru Heiðarleiki, Virðing, Jafnrétti og Réttlæti valin sem gildi þjóðarinnar. Allt eru þetta orð sem tengjast stjórnarskrá því stjórnun á að snúast um siðferðisgildi í samfélagi almennings innan þjóðarinnar. 

En hver er siðferðisvitund okkar? Höfum við ekki dálítið farist á mis við notkun þessara gilda í þjóðfélaginu, einmitt vegna þess að stjórnun á Íslandi fellst meðal annars í valdi yfir okkur sem manneskjum? Oft á tíðum með ofurvaldi sem almenningur sjálfur hefur ekkert að segja hvað það vald ákveður. Þau gera sem þeim sýnist.

Hvernig aukum við því siðferðisvitund þjóðarinnar? Er það ekki einmitt með stórauknum áhrifum almennings í stjórnun landsins? Að almenningur geti þannig haft áhrif á hlutverk síns sjálfs sem og annara í samfélagi sem við öll tökum þátt í og eigum að hafa sama rétt í. Með beinni þáttöku í stjórnunarkerfi samfélagsins aukum við þannig skilning og meðvitund okkar á þessum þjóðfélagsgildum sem við segjum að við viljum hafa.

Í síðasta pistli mínum nefndi ég mikið orðið: Almannaþing. En með því átti ég ekki við að almenningur fengi alráðið yfir stjórnun landsins. Heldur frekar að hugsunin um þing snúist um almenning en ekki þingmenn eða valdhafa sem hafi yfirvald yfir þjóðinni. 

Það er skilningur minn að við þurfum að gera gagngerar lýðræðislegar breytingar á stjórnkerfi landsins. Breytingar sem felast í stórauknum áhrifum almennings sjálfs með þátttöku í ákvarðanatökum sem hafa áhrif á framtíð þess. Það mætti vel hugsa sér að skipta þessari stjórnunarköku niður með tilliti til hverra verka verið er að fjalla um. Í þeirri köku gætu verið þingmenn valdir úr flokkunum af fólkinu eins og áður sem og persónur sem kosnar væru. En almannaþing snerist þá um þarfir almennings sjálfs í samfélaginu, frekar en sérsniðin mál (lög) sem ganga vanalega gegnum alþingi. 

Hugsunin mætti því vera að sjá til þess að enginn hafi of mikið vald yfir öðrum. Að almenningur hafi beinni áhrif á ákvarðanatöku. Að aðhald sé sett á stjórnunina og séð til þess að fólkið í stjórnuninni lendi ekki í þannig aðstæðum að tapa öllum skilningi og notkun á þessum gildum sem hér eru nefnd efst í greininni og þjóðin vill hafa sem gildi sín. Að fólkið sem stjórnunina sé alltaf meðvitað um þessi gildi og fari eftir þeim. Síðan á fólkið sjálft að geta haft bein áhrif á hverjir séu valdir til yfirstjórnunar og hversu lengi slík stjórn sé að störfum.

Sjálfur hef ég vellt þessum málum mikið fyrir mér. Ég get sagt að ég er búinn að finna sérstaka öðruvísi leið þar sem lýðræði á Íslandi væri stóraukið með algjörlega nýjum forsendum stjórnunar. En inn í þessari leið eru sérstök hlutverkaskipti lýðræðisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !

Ef; á daginn er að koma, að Íslendingar séu, að upplagi, frumstæðari en nýfundin samfélög Indíána, suður í Amazón frumskógum Brasilíu - eða þá; samfélög frumbyggja Papúa- Nýju Guíneu, skaltu tæpast, búast við einhverjum stórstígum framförum hér, í siðferði stjórnmálanna, Guðni minn, á næstunni.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 01:25

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi.

Við skulum sjá til hvort ekki sé hægt að siða þetta lið til inn í samfélagið. Eigum við ekki bara að setja þetta stjórnarlið í tilvistarkreppu 

Öllu gamni sleppt. Svona siðbót gæti tekið einhver ár að framkvæma. Við skulum bíða og sjá útkomuna að þjóðfundinum sem er næstur. Síðan að sjá hvort hinn almenni borgari komist ekki inn á þetta stjórnlagaþing til að breyta stjórnarskránni.

Með beztu kveðjum,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 8.9.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband