Mánudagur, 6. september 2010
Endurvekjum rétta stöðu Alþingis!
Í gamla daga kom almenningur saman á Þingvöllum til að ræða saman á almannaþingi sem var kallað: "Althing"
Þegar að núverandi alþingisfyrirkomulag var sett á Íslandi í fyrsta sinn breyttist það hugtak að almenningur notaði orðið "Alþingi" til stjórnunarsamkundu. Það voru kosnir þingmenn úr flokkum sem tóku upp þetta orð og notuðu fyrir þingsvið sitt þegar að stjórnarhættum var breytt á Íslandi.. En þetta þinghús hefur ekkert að gera með almannaþing því almenningur hefur lítið sem ekkert að segja hvað þar fer fram.
Það eru alþingismenn flokka sem nota valdsvið sitt inni á þessu svokallaða "alþingi" til þeirra athafna. Þeir hafa tekið sér orðið til notkunar um valdsvið sitt, sem er algjört rangnefni því orðið Al hefur ekkert með þingmenn að gera heldur almenning. Þannig var orðið "Alþingi" hugsað í byrjun sem almannaþing.
Inni á þessu svokallaða alþingi ráðskast alþingismenn með þjóðina að eigin vild og taka valdsvið sitt eftir eigin geðþótta og flokkageðþótta. Síðan hefur jú tíðkast það ógurvald að ríkistjórnir hafa komið þar inn með mál sín. En kjósendur hafa aldrei fengið að kjósa nema menn innan flokka til þingstarfa. Þess er hvergi getið að almenningur fái að kjósa sér ríkistjórn. Heldur er val í ríkistjórn alfarið á hendi þeirra flokka sem ná saman um þá stjórn hverju sinni. Almenningur hefur því ekkert um það að segja hverjir eru kosnir í aðalstjórn landsins.
Eftir að kjósendur kjósa í þingkosningum hafa þeir því lítið að segja um framhaldið um stjórnun landsins.
Við upphaf "althing" á Þingvöllum mætti sannlega ætla að þeir sem þangað mættu hafi hugsað sér að þjóðin fengi sjálf að ráða um stjórnskipunina. Þar að segja, almenningur. Þó stórhöfðingjar að gömlum sið hafi mætt þangað til skrafs og ráðagerða þá var hugsun þeirra ekki sú að taka valdið af þjóðinni. En þegar að við fengum þingstjórn var þetta almannavald tekið af þjóðinni.
En þing almennings á að snúast um samskipti almennings til að mynda SÉRSTÆÐ-a stjórnarhætti fyrir Ísland.
Því þarf að losa valdið af og breyta stjórnsýslunni. Ein af aðal ástæðunum væri gerð til að losna við geðþóttaákvarðanir þingmanna og flokksklíkna.
Það þarf því að breyta stjórnsýslunni og losa um vald ásamt því að framkvæma valddreyfingu. Það þarf líka að gefa almenningi kost á að hafa eitthvað að segja um hvernig landinu er stjórnað, heldur en aðeins eitt að fá að kjósa sér vald til verka sem stendur svo óhaggað í 4 ár ef ekkert kemur upp á til að spilla samstarfinu.
Endurvekjum rétta stöðu Alþingis fyrir almenning á Íslandi. Setjum Almannaþing.
Takmark nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera að finna nýjar leiðir fyrir almenning á Íslandi og undirbúa íslendinga undir nýja framtið.
Lýðræðið þarf þannig að endurhugsa!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.