Mánudagur, 30. ágúst 2010
Er ekki borgaranna að skilgreina ráðuneytin upp á nýtt?
Er það hjóm eitt og blekking að bjóða þjóðinni upp á að geta endurgert stjórnarskrá, þegar að stjórnvöld ætla sér síðan sjálf að ákveða hvernig stjórnsýslan er á meðan?
Er það ekki stjórnlaganefndar að fara yfir valdið og skilgreina það upp á nýtt í nýrri stjórnarskrá þar sem ætti meðal annars að skilgreina valdsvið ráðuneyta?
Er það ekki verk stjórnlaganefndar að ákveða hvernig valdskipting verði, alvöru þrískipting eða fjórskipting eða önnur skilgreining? Skiptir þá ekki máli í því samhengi að endurskipuleggja ráðuneyti inn í það nýja kerfi?
Svo maður tali nú ekki um fjármál stjórnmálaflokka!
Ætla stjórnvöld ekkert að læra?
Sjávarútvegsráðuneytið á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
Er að vellta því fyrir mér fyrir alvöru hvort alþingismenn og ríkistjórn geri sér fyrir alvöru grein fyrir því sem þarf að setja inn í nýja stjórnarskrá?
Er það með hliðsjón á ýmsum fréttum úti í þjófélaginu að undanförnu sem eru tengd málinu.
Guðni Karl Harðarson, 30.8.2010 kl. 15:41
Við fólkið í landinu verðum að fá að koma að þessu stjórnlaga þingi og stjórnarskrá. Allt annað er svindl og svínarí.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2010 kl. 11:06
Ég er sammála þér um það Ásthildur. Fyrst verður það þjóðfundurinn og einnig verður hægt að koma með hugmyndir inn á vef stjórnarskrárfélagsins þegar að hann verður tilbúinn.
Hvorki ríkistjórn, né alþingismenn hafa einn einasta rétt til að eiga við stjórnsýsluna vegna þess að þeir settu til þess skorður sjálfir. Gerðu það með lögunum um stjórnlagaþing.
Annaðhvort eru þeir ekki að átta sig á þessu, eða það lýtur út fyrir að þeir ætli sér að fara ekkert eftir hvað kemur út úr breytingum á stjórnarskrá. Því með lögunum um stjórnlagaþing þá gáfu þeir réttinn af sér til fulltrúa þeirra sem verða valdir til þeirra verka.
Stjórnvöld eiga ekki og hafa engvan rétt að breyta stjórnsýslunni á meðan að allt ferlið að nýrri stjórnarskrá er í gangi.
Guðni Karl Harðarson, 31.8.2010 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.