Almannalýðræði!

Hverjir vilja vinna að nýrri Stjórnarskrá fyrir Ísland með hugtakinu ALMANNALÝÐRÆÐI að leiðarljósi. Og það í SÉRSTÆÐU íslensku samfélagi?

Að aðal hugsuninn og grunnurinn sé að skapa almannalýðræði og raunveruleg mannréttindi fyrir almenning á Íslandi.

Hugtökin fulltrúalýðræði hafa verið notuð, sem og beint lýðræði osfrv.

En ég vil fókusa sérstaklega á uppbyggingu á ALMANNALÝÐRÆÐI!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Ég vil ekki nýja stjórnarskrá,  en það má lagfæra þá gömlu og að laga að breyttum aðstæðum.   

Þannig er það með allt sem menn gera að það verður ekki fullkomið um aldur og ævi. 

Íslendingar eru með þeim ósköpum gerðir  að þeir þurfa að henda öllu og fá nítt sem þó sýnir sig að endast mun verr en það gamla.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.8.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hrólfur þú færð nýja með því að lagfæra þá gömlu. Það er bara hvað það þarf að lagfæra mikið og setja ný atriði inn í.

Það er sumt í þeirri gömlu Dönsku okkar sem væri hægt að nota en það er líka margt sem þarf að setja inn. Eiginlega með því að endurgera hana þá ertu að fá nýja.

Það er margt sem þarf að laga eins og færa völd til fólksins og losa um ofurtak þingmanna og stjórnsýslunnar á samfélaginu sem og bæta inn mannréttindakafla.

Guðni Karl Harðarson, 29.8.2010 kl. 13:00

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hrólfur lestu endilega hina bloggreinina mína:

Hvernig getum við breytt Íslandi fyrir alvöru?:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1089353/

Guðni Karl Harðarson, 29.8.2010 kl. 13:06

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var betra Guðni, það er svo víða gasprað um nýja stjórnarskrá að ég mátti til að stinga á þessu.  líkar betur að rétt orð séu notuð.  Það er svo álita mál hvort það á að breita stjórnarskránni á meðan óvissa og órói ríkir.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.8.2010 kl. 14:53

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þú skrifar>Það er svo álita mál hvort það á að breita stjórnarskránni á meðan óvissa og órói ríkir.

Það er alveg ljóst að stjórnmálamenn ætla ekki sjálfir að gefa eftir né taka einum einustu sönsum. Ennþá ríkir þetta ofurvald yfir fólki og engu skiptir þeim hvað fólk er að segja eða gera kröfur um. Ég er langt í frá (og margir) ánægður um árangurinn á kröfum fólksins eftir hrunið.

Það þarf að losa um vald og setja stjórnmálamönnum skýra afmörkun í stjórnarskrána. Aldrei er meira þörf en nú því við munum hvergi fá neinar alvöru breytingar nema að það verði gengið í þetta. Þegar að það er búið þá getum við reiknað með að það verði farið miklu meira eftir fólki. Það þarf að setja fastar skorður á þrískiptingu valdsins og setja afmörkun á það sem síðan stjórnmálamenn verða að fara eftir.

Þeir sem skoða og þekkja til vita að stjórnarskráin er þverbrotin nær daglega.

Nú þegar er fullt af góðu fólki sem vill fyrir alvöru taka þátt í þessum breytingum. 

Guðni Karl Harðarson, 29.8.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband