Ósk um endurskoðun á Lögum um Stjórnlagaþing!

Eftirfarandi verður sent á ýmsa alþingismenn:

 

Ætti að setja orðið: Tímateppa í nýja Stjórnarskrá?

Á síðustu stundum fráfarandi alþingis var búið til slík teppa í lögunum um Stjórnlagaþing. En ýmislegt í þeim lögum var vanhugsað og framkallaði því slíkt ástand. 

Tímalengt stjórnlagaþings

Ef farið er nákvæmlega yfir Lögin um Stjórnlagaþing má sjá ýmislegt við þau að athuga.

Í 2. gr. stendur að þingið eigi að starfa í tvo mánuði, frá 15. febrúar til 15. apríl 2011. 

Síðan er Stjórnlagaþingi heimilt að óska eftir því við Alþingi að starfstími þingsins verði framlengdur með þingsályktun um allt að tvo mánuði.  

Með endurgerð stjórnarskránnar er verið að vinna að undirbúningi fyrir nýja framtíð handa almenningi á Íslandi. Ef vanda á vinnubrögð í þeirri endurgerð þarf að taka til þess góðan tíma.  Helgast það meðal annars þau mörgu atriði sem setja þarf inn í nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrár margra ríkja er meðal annars yfir 100 síður. En okkar litla stjórnarskrá er aðeins um 12 síður. Allir geta séð með þeim samanburði að það er ýmislegt sem við getum sett inn í okkar stjórnarskrá sem er ekki þar fyrir, þó við eigum ekki endilega að herma eftir stjórnarskrám annara landa, heldur frekar aðeins að skoða þær og hafa til hliðsjónar.

Breyta þyrfti þessu atriði í Stjórnarskrárlögunum ef hægt væri þegar að þing kemur til starfa. Þannig væri æskilegt að stjórnlagaþing fengi mun rýmri tíma til starfa. 5 til 7 mánuðir vær þannig jafnvel strax til bóta.

Undirbúningur stjórnlaganefndar fyrir þjóðfund og stjórnlagaþing

Skipuð stjórnarskrárnefnd sem í er sjö manns stendur í þessari tímateppu varðandi undirbúningi fyrir stjórnlagaþingið. Mjög margt er það sem þessi nefnd þarf að undirbúa og framkvæma. Meðal annars á hún líka að sjá um Þjóðfundinn sem eftir því sem ég best veit á að standa í tvo daga. Sjálfur undirbúningur fyrir þjóðfundinn krefst marga daga vinnu, skipulagningu og ótal funda. En hvernig á nefndin að vinna við undirbúning að sjálfu stjórnlagaþinginu á meðan?

Síðan tekur við öll samantekt gagna af útkomu þjóðfundarins. Velja út þau atriði sem skipta mestu máli og mest áherzla verið lögð á og setja þau síðan á vefinn. Gera þau aðgengileg, ekki bara fyrir stjórnlagaþingið heldur líka sjálfa frambjóðendurna sem gætu þannig séð vilja þverskurðar þjóðarinnar um hvað eigi að setja inn í stjórnarskrána. Þannig er mikilvægt að gögn um þjóðfundinn séu tilbúin um leið og framboð byrja eða fyrr ef hægt væri. 

Þannig væri rýmkun á þessu atriði um amk. einn mánuð æskilegt þó fleiri væru vissulega þörf á.

Síðan tekur við öll sú mikla vinna sem er í kringum kosningarnar og undirbúningurinn að stjórnlagaþinginu sjálfu.

Undirbúningur frambjóðenda

Framboðsfrestur til þingsins er alltof stuttur.  Til að gefa hinum almenna borgara tækifæri á að bjóða sig fram þurfa þeir að eiga kost á að geta nýtt sér allar hugsanlegar upplýsingar um hvað málið snýst. Frambjóðendur þurfa að geta séð hver vilji þjóðarinnar af þjóðfundinum er og geta tekið þau gögn saman og borið við eigin hugmyndir hvað eigi að setja inn í stjórnarskrána.

Þeir þurfa að geta gert sig klára í slaginn því erfiðara er fyrir þá að standa í baráttu við þá sem hafa einhver stjórnmálasamtök og eða efnaða frambjóðenda sem hafa meðal annars aðstæður til að nýta sér fjölmiðla til auglýsinga á sér, sem og opna sérstaka kosningaskrifstofu sem margur hver af hinum almenna borgara hefur ekki efni á.

Þennan framboðsfrest mætti framlengja um amk. 2 mánuði.

Tveggja milljón króna reglan

í 8. gr. lögum um stjórnlagaþings stendur meðal annars:

Ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra gilda um framlög eða styrki til frambjóðanda eftir því sem við á. 

Hér er tilvísan í frumvarp fjórlokksins um fjármál stjórnmálaflokka:

138. löggjafarþing 2009–2010.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum
nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson,

Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
 
1. málsl. 1. gr. laganna orðast svo:
Tilgangur laga þessara er að kveða á um framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna, opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi og draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum.
 

Við. 3. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
    Stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geta að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 3 millj. kr. Umsóknum um fjárstyrk vegna kosningabaráttu skal beint til Ríkisendurskoðunar og skulu umsóknir berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að kosningar fóru fram. Umsóknum skal fylgja afrit reikninga fyrir kostnaði sem fjárstyrk er ætlað að mæta. Ríkisendurskoðun getur sett nánari reglur um form umsókna og fylgigagna sem og um það hvaða kostnaður geti talist kostnaður við kosningabaráttu.
    Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka skv. 1. mgr. er að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar skv. 9. gr.

Ef þessi 8 málsgrein til stjórnlagaþingsins á að standast eiga allir frambjóðendur þennan rétt á 3 milljónum úr ríkissjóði samkvæmt að ofanskráðu.

En það stangast síðan á við síðustu línu þessarar málsgreinar sem er:

Kostnaður hvers frambjóðanda vegna kosninga má að hámarki nema 2 millj. krónur.

En þessi síðasta lína málsgreinarinnar er gróflega mismunun á almennum réttendum til framboðs. Þar segir hreinlega eftirfarandi: ef þú átt ekki 2 milljónir þá hefur þú ekkert að gera með að fara í framboð. 

Hvernig á hinn almenni borgari að geta boðið sig fram ef þetta er sett fram svona?

Finna þarf leið til að jafna möguleika almennings til framboðs. Kannski með því að lækka þessa upphæð í hámark 700.000? 

Helst vildi ég banna frambjóðanda að auglýsa sig í Sjónvarpi eða fréttablöðum. Venjulegur almenningur á ekki þann kost að borga fyrir dýrar auglýsingar!

Ég hefði áhuga á að frambjóðandi mætti aðeins:

1. prenta út upplýsingablað um sjálfan sig og dreifa

2. setja upp eigin framboðssíðu

3. nota síðu Ráðuneytisins sem sett verður upp um frambjóðanda

4. kynna sig með að mæta á fjölfarna staði

5. nota síðu stjórnarskrárfélagsins (en þar stendur til að bjóða frambjóðendum til að setja upp smá kynningu).

osfrv.

Það er alveg ljóst að ef þess er ekki gætt þá mun hinn almenni borgari standa ójafnt að borði í framboði sínu. Því þarf að breyta þessu ákvæði í lögunum til að tryggja jafnan rétt almennings til framboðs!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill o0g sæll Guðni minn; æfinlega !

Þú hefðir getað; sparað þér, þessa ágætu grein.

Stjórnlaga þingið svonefnda; er enn einn blekkingarleikur þeirra, niður í Lækjargötu, í Reykjavík, ágæti drengur.

Þau hafa; skrökvað örðu eins, það lið Guðni minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi.

Nú getum við verið sammála að vera amk. pínulítið ósammála

Það getur vel verið að það séu blekkingar inn í þessu og engvar alvöru meiningar. Sérstaklega með tilliti til þess hversu flaustursleg þessi lög eru. Sem og þennan 7 lið í 3. gr. í lögunum:

 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.

En það er til einföld leið varðandi það og sú leið mundi mjög líklega stoppa af öll slík áform.

Fyrst stjórnlagaþingið verður þá eigum við að gera okkar besta úr því! En ekki að vinna á móti því. Það eru fullt af atriðum sem hægt væri að setja inn í nýja stjórnarskrá sem eykur lýðræðið og kemur í veg fyrir þetta ofurvald og dregur úr blekkingaleik slíkum sem margir stjórnmálamenn viðhafa........

Með beztum kveðjum sem jafnan

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég skal síðan láta þig og ykkur vita ef ég fæ einhver viðbrögð útaf greininni sem ég sendi á nokkra þingmenn.

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband