Miðvikudagur, 4. ágúst 2010
Tækifæri til mótunar á nýju Íslandi?
Það er mjög mikilvægt fyrir almenning á Íslandi taki þátt í því að móta nýtt Ísland. Því fleiri sem taka þátt, því öflugri verður útkoman. Það er mikilvægt að fólk sýni þessu mikilvæga máli áhuga. Að allir sem geta komi þarna að.
Skora ég sérstaklega á fólk sem er ekki tengt neinum stjórnmálaflokki að koma saman og vinna að þessum málum!
Það er alveg ljóst að ef vel tekst til með stjórnarskrána þá verður það undirstaðan að nýju Íslandi. Það er mikilvægt að þeir sem verða ráðnir til stjórnlagaþingsins séu mjög meðvitaðir um áhuga fólks um hvernig nýtt Ísland verði. Um áhuga fólks hvað verði sett inn í nýja stjórnarskrá osfrv.
Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,
það er: Að elska, byggja og treysta á
landið.
Lítið hef ég heyrt um þennan Þjóðfund sem á að vera undanfari stjórnlagaþingsins, eins og tildæmis nákvæmlega hvenær hann á að vera.
Undirbýr stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Eg vek athygli á www.stjornarskrárfélagid.is
Árni Björn Guðjónsson, 4.8.2010 kl. 13:02
Þakka þér fyrir Árni Björn.
En á ekki linkurinn að vera án íslenskra stafa?
http://www.stjornarskrarfelagid.is
Guðni Karl Harðarson, 4.8.2010 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.