Magnað mál

Já það er magnað hvernig fréttamenn geta mistúlkað ummæli fólks. Allt eftir því hvernig  þeir vilja hefja upp fréttina til að vekji meiri eftirtekt. Mögnuð fréttamenska.

1. Ég sagði ekki að ég teldi að Magma og AGS væru að vinna saman. Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Löndin væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlindum á mjög lágu verði.

Ótrúlegt ef rétt er og  mjög sérstakt að þetta fyrirtæki skuli vera slíkur hrægammur á lönd í slæmri fjárhagsstöðu. Hverjir eiga eiginlega Magma?

2. Ég sagði ekki að Magma ætlaði að kaupa upp allar orkuauðlindir landsins. Ég sagði að Magma hefði haft samband við allaveganna fimm aðra staði á landinu. Og var þá að tala um sýndan áhuga fyrirtækisins á Hrunamannaafrétti, Öræfum, Reykjahlíð, Vogum, Bjarnarflagsvirkjun, Kerlingafjöllum og Krísuvík. Mér sýnist að “5 places” hafi breyst í “5 energy companies”.

Það er því augljóst mál að þeir ætli sér meiri hluti hér á landi ef þeir munu mögulega geta.

 *****

Á bloggi mínu hef ég verið að vísa til svipaðra hluta. Eins og sést á greininni á ensku sem ég setti inn (tekin af Internetinu) Laugardaginn 24 Júlí. þá er augljóst mál að fjármála "hrægammar"  hafa komið inn í fleiri lönd sem hafa verið í svipaðri stöðu og við á Íslandi. Vegna þess hversu oft þetta gerist má spyrja sig um tengslin þarna á milli þessara fyrirtækja við AGS! ÞAÐ ER RAUNHÆFT!

Nú síðar í dag mun ég vinna að samantekt og samanburði þessarar greinar við hvað er að gerast hér á Íslandi og setja síðan hér inn á bloggið mitt. Reikna ég mjög með að það verði áhugaverð lesning!

 

 


mbl.is Ranglega haft eftir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Fyrir þá sem hafa einhvern áhuga. Ég verð að fresta þessari samantekt til morguns vegna þess að ég var að koma af fundi og hef ekki haft tíma til þess að taka þetta saman.

Guðni Karl Harðarson, 4.8.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband