Sunnudagur, 25. júlí 2010
ÁSKORUN!
Ég skora á stjórnmálamenn að nota hverja einustu krónu sem á, átti að nota til að sækja um ESB og leggja í sérstakan sjóð til styrktar góðum málefnum, þegar að umsókn Íslands verður dregin til baka!
Hvað er það mikið í peningum? 2 milljarðar eða meira? Man ekki, en það má nota tvo milljarða til ýmissa góðra hluta eins og að setja í gang sérstakan sjóð þar sem fólki í erfiðleikum er réttur stuðningur. Eins má hugsa sér að þessi sjóður væri notaður til uppbyggingar svo sleppa mætti alveg að hækka vöruverð osfrv.
Ég legg því hér fram áskorunina: NEI-ESB sjóðinn!
Í skjali mínu "Okkar Ísland" nefni ég þessa hluti með svona sjóði.
Afstaða VG til ESB óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér Guðni Karl fyrir einarða og sterka baráttu þína fyrir frjálsu, fullvalda og sjálfstæðu Íslandi.
En hva er þessi sjóður ?
Ég myndi frekar kalla hann:
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
SJÓÐUR FYRIR FULLU SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS ÁN ESB- HELSIS !
Gunnlaugur I., 25.7.2010 kl. 16:11
Þakka þér fyrir innlitið Gunnlaugur.
Ég skora hér með á að fólk sem hingað kemur inn að koma með hugmyndir um gott nafn á sjóðinn! Þó þínar hugmyndir Gunnlaugur eru góðra gjalda verðar.
Ég á auðvitað við að nota alla peningana sem á að nota í þessa ESB umsókn í svona sjóð í staðinn!
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB!
Guðni Karl Harðarson, 25.7.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.