Sunnudagur, 11. júlí 2010
Hverjir ljúga?
Eins og kom fram í fréttum í gær:
Haft var eftir forstjóra Magma á Íslandi í fréttum Útvarpsins í kvöld, að iðnaðarráðuneytið hefði ráðlagt fyrirtækinu að stofna dótturfélag í Svíþjóð til að geta keypt hlut í HS Orku. Nefnd um erlendar fjárfestingar hér á landi hefur í tvígang úrskurðað að Magma Energy megi kaupa HS Orku í gegnum dótturfélag sitt í Svíþjóð.
Svar iðnaðarráðherra:
Katrín sagði í fréttum Bylgjunnar að ráðuneytið leiðbeini ekki neinum um hvernig eigi að fara á svig við lög.
Hver er munurinn að tala um að sé hægt, ráðgjöf eða að leiðbeiningu? Svar Katrínar er aðeins undansláttur því algjörlega er hugsanlegt að þetta hafi borist til tals og verið rætt. Hugmyndin hafi þannig orðið til á fundum með ráðuneytinu og einfaldlega hafi því verið hægt að túlka þetta sem ráðgjöf því að hugmyndin kom upp í ráðuneytinu.
Hver er það sem lýgur í þessu máli? Afhverju ætti forstjóri Magma á Íslandi að vera að ljúga um þetta? Hver væri tilgangur hans með því?
Einnig segir iðnaðarráðherra:
Þá þótti iðnaðarráðherra undarlegt að nú væri verið að átta sig á því að Magma í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki. Það hefði alltaf legið fyrir.
Það er hreinlega ótrúlegt að ráðherra á Íslandi geti sagt þessi orð. Það er ótrúlegt að ráðherrar á Íslandi hafi alltaf vitað að þetta væri skúffufyrirtæki og samt leyft þessum samningi að ganga í gegn.
Bara þetta atriði að þetta sé skúffufyrirtæki segir að fólk hafi ekki verið að standa sig við vinnu sína. Það ætti auðvitað ekki að vera hægt að setja í gang svona skúffufyrirtæki og fara þannig í kringum lögin.
Það er undarlegt að ráðherrar ríkistjórnar hafi tekið þátt í að fara í kringum lögin með því að leyfa erlendu fyrirtæki að notast við skúffufyrirtæki til að eignast svona íslenska auðlind.
Orð iðnaðarráðherra og allra ráðherra ríkistjórnar hefðu því átt að vera:
Þá þótti iðnaðarráðherra undarlegt að nú væri verið að átta sig á því að Magma í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki. Það hefði alltaf legið fyrir. Ég tek ekki þátt í því að leyfa erlendu fyrirtæki að kaupa íslenska auðlind með því að notast við til þess skúffufyrirtæki.
Það er alveg ótrúlegt að ríkistjórn á Íslandi geti leyft skúffufyrirtæki í Svíþjóð að starfa og kaupa íslenskar auðlindir. Eigum við því von á öðrum og fleiri svona skúffufyrirtækjum sem eignist fleiri auðlindir á Íslandi?
Að lokum þetta
Ef hægt er að fara svona í kringum lögin er þá ekki gat þarna sem þarf að stoppa í og það strax með nýjum lögum sem stoppa svona af.
Þetta mál allt er ríkistjórn til mikilla vansa! Það er stór undarlegt að VG geti sjálft tekið þátt í svona vinnubrögðum. Hvað þarf eiginlega til þess að VG felli stjórnina? Hvort er mikilvægara Ísland sjálft eða völd í ríkistjórn?
Veitti Magma ekki ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Vonandi lætur Svandís Svavarsdóttir ekki kúga sig eins og aðrir V-G þingmenn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.7.2010 kl. 15:52
Framkvæmdastjóri Magma á Íslandi, segir ekki rétt sem haldið var fram í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að hann hafi sagt að iðnaðarráðuneytið hafi ráðlagt fyrirtækinu að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð, til að geta eignast HS orku á Íslandi.
Hverju svarar Svandís er hún Gosi nú.?
Rauða Ljónið, 11.7.2010 kl. 16:36
Já Guðrún, nú er að fylgjast vandlega með framhaldinu. Hvað komi út úr viðræðum um þetta hjá ríkistjórn.
Guðni Karl Harðarson, 11.7.2010 kl. 16:59
Skoðaðu nýjustu færslu mína Rauða Ljón!
Guðni Karl Harðarson, 11.7.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.