Rækta ríkið og undirbúa fyrir persónukjör?!

Fyrir um ári síðan kom ég með skjalið mitt "Okkar Ísland". Í þvi er sérstaklega getið um stjórnlagaþing sem er ekki ráðgefandi. Í haust skrifaði ég líka bloggrein hér þar sem ég lýsti hvernig mín hugmynd um stjórnlagaþing er, nákvæmlega.

 >Hörður Torfason segir í tilkynningu að nokkra sunnudaga í maí verði kaffihúsaspjall um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá.

Búsáhaldabyltingin er alls ekki búin því enn á eftir að hreinsa út spillinguna. Hinsvegar mætti nú fara að upplýsa hver átti sterkan þátt í hugmyndinni að henni.

Á vissum tíma í framtíðinni mun fólkið í landinu segja HINGAÐ og EKKI LENGRA! Persónukjör er það sem margir vilja! En ég vil nota tækifærið og segja frá því að ég vinn á stórum stað þar sem fullt af fólki kemur daglega. 'Eg hef þar sem ég hef getað verið að spyrja fólk hvað það vilji varðandi stjórnmálin. Nær undantekningarlaust er svarið: PERSÓNUKJÖR! 

Hinsvegar verðum við að treysta á okkur sjálf til að byggja upp Ísland en ekki erlent lið til þess. Því verkamaðurinn á að vera verðugur launa sinna með uppgangi Íslands. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun og mun standa staðfastlega að henni!  Þegar að ég kom inn í Samstöðu og síðan Borgarahreyfinguna (sem var) var ég  þegar á þessari skoðun og hafði lengi verið.

 Skoðið nú endilega eina þá flottustu heimasíðu sem er í gangi á Íslandi:

Hér er slóðin að henni:

http://wix.com/okkarisland/okkarisland/

Þar er síðan líka hægt að ná í allt skjalið.

 

 


mbl.is „Raddir fólksins“ með kaffihúsafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vildi sjálfsögðu að ég kæmist á þennan fund. En því miður er ég á minni helgarvakt í vinnu minni. Því verður næsti sunnudagur að vera minn fyrsti

Guðni Karl Harðarson, 2.5.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Axel Guðmundsson

Og hverjir standa svo að baki þessum persónum í persónukjörinu?

Axel Guðmundsson, 2.5.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Axel, í mínum hugmyndum er þetta sett upp þannig að það þurfi að koma í veg fyrir að einhverjir sem vilja komast í valdastöðu fari í stjórnun. Því er þetta hugsað hjá mér allavega sem vinnuframboð frekar en framboð.

Þannig vildi ég koma í veg fyrir tildæmis að einhverjir sem vilja bjóða sig fram geti ná sér í peningastuðning til einhverra fjármálamanna. Að allir gangi jafnt að borði!

Ég hugsa þetta sem starf í samfélagsþjónustu. Þar sem samfélaginu er skipt niður í nálægðir frekar en valdskiptingu. Og síðan að þeir sem komast að í starf færist sjálfkrafa til í starfi eftir ákveðinn fjölda mánuða. Þannig festist síður einhver í valdi.

Ég kem inn á þetta í skjali mínu: "Okkar Ísland". Ég tala um kosningu í sveitarstjórn til að byrja með og síðan fara þeir sem eru kosnir yfir í svæðisstjórn.

Ég tala um möguleika á vali: eins og tildæmis 300 manna lista þar sem fólk bjóði sig til starfa og allir eigi jafnan rétt. Þannig yrði komið í veg fyrir peningastuðning framboðs því eiginlega er ekkert framboð heldur sóst eftir vinnu. 300 manna listanum yrði síðan lokað og fólk veit hverjir eru á listanum en veit ekki hverja það kýs því það getur aðeins kosið bókstafi eins og: a, b, c, e, f. Fyrst yrði dregið hverjir þeir sem bjóðast fram á hvaða bókstaf þeir lenda. Og  þeir sem lenda eftir kosningu með mesta vægið í stafrófsröð fara í stjórnunina til að byrja með og færast svo til.

Ég legg til að þú lesir "Okkar Ísland"

En hvað sem því líður þá mætti byrja á því að persónur fái að bjóða sig fram í kosningum. Þær persónur gæfu sig tildæmis út fyrir að vilja miklar breytingar á stjórkerfi Íslands. Síðan tæki tildæmis við utanþingstjórn. Og eitt leiddi síðan af öðru.

Guðni Karl Harðarson, 2.5.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband