Því miður!

Því miður eru engir flokkar sem voru/eru í stjórn sem vilja gangast við ábyrgð á neinu. Því miður er það sama með flesta stjórnmálamenn innan flokkana. Því miður er það sama með alla þá fjárglæpamenn sem settu þjóðina í þessa stöðu sem hún er í.

Allir virðast þeir sverja af sér og kenna hinum um eins og smábörn í sandkassaleik.

Það er barnalegt að ætla sér að trúa á að einhver flokkur og eða stjórnmálamenn innan þeirra muni taka sig á í þessum málum og læri að taka ábyrgð á sínum gjörðum. 

Varðandi Samspillinguna má meðal annars sjá það með því sem gerðist síðasta vetur þegar að sá flokkur hélt Alþingi í gíslingu útaf Icesave málinu. Aldrei hefur verið farið eins offari á þingi. Og síðan framkoma þeirra gagnvart þjóðinni á undan og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Já það er tómt mál að tala um að flokkar og þessir venjulegi stjórnmálamaður muni læra af þessu. Ekki trúi ég því eftir sem undan er gengið.

Nú er einfaldegla rökréttast að losa okkur við þetta lið og taka upp nýjar leiðir til stjórnunar fyrir almenning!

 

**************************************************************

Sjáið eina sérstökustu og kannski eina flottustu? heima vefsíðu sem gerð hefur verið:

http://wix.com/okkarisland/okkarisland/

 *************************************************************


mbl.is „Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

"Nú er einfaldegla rökréttast að losa okkur við þetta lið og taka upp nýjar leiðir til stjórnunar fyrir almenning!" Við skulum VONA það besta, en búast við því versta, en frekar augljóst að of mikið er af siðblindum & spiltum alþingismönnum sem setja þjóðarhag ávalt í neðsta sæti - slíkt gengur ekki upp, enda fór hér heilt samfélag á hliðina og bankakerfi hrundi.

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2010 kl. 15:48

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Það er greinilega hægt að lesa fréttir og innlegg tveggja síðustu daga með eigin augum, ég sé nú ekki betur en flestir flokkarnir hafi komið með yfirlýsingar um sína ábyrgð, og í framhaldi af því hvatt til einingar og lærdóms af þessu, en ef þú ert að lýsa eftir persónum, fyrrverandi og núverandi ráðherrum og alþingismönnum, sem persónulega taka á sig ábyrgð, þá get ég verið sammála, en hvar þín ábyrgðarjátning Guðni ? við sem erum búin að byggja upp þetta samfélag þannig að svona "illgresi" nær að vaxa, berum líka og kannski mestu ábyrgðina, að stinga hausnum í sandinn og neita því er sama og að bjóða ógæfunni heim aftur, en það að taka á sig ábyrgð sem borgari í lýðræðissamfélagi, samræmist auðvitað ekki draumsýn þinni á vefsíðunni (sem er reyndar mjög flott útlits) en ég tel að og er ekki einn um, að það sé betra að lagfæra það samfélag sem þjóðin býr við í dag, en að fara út í enn eina glæfratilraunina, hversvegna skildu íslendingar hafa meiri þroska til þess að lifa við svona ssytem sem þú leggur til, en þeir sýndu í fjármálafrelsinu, sem allar aðrar vestrænar þjóðir búa reyndar við ??

Nei ég myndi hafa alvarlegar áhyggjur af t.d. þeim sem minna mega sín í samfélaginu, og að þeir fengju það enn verra í en í dag.


Kristján Hilmarsson, 13.4.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kristján þú ert þá ekki búinn að lesa skjalið mitt í heild sinni (það er W merki á síðunni) Þar nefni ég fullt af aðgerðum sem mætti framkvæma fyrir þá sem þú nefnir sem minna mega sín. Og algjörlega nýjar forsendur varðandi uppbyggingu fyrir lægri launaða!

Það er miklu erfiðara að bæta gatslitið og stórgallað kerfi sem bíður upp á að fólk við stjórnvölinn taki ekki ábyrgð á gerðum sínum. Það er alls ekki nóg að búa til einhverjar nýjar reglur sem bjóða svo bara upp á að verði brotnar. Það þarf að komast fyrir meinið og vinna útfrá því.

Reyndar minnist ég á þá hugmynd í síðasta pistli að það mætti setja upp sérstakt námskeið fyrir þá sem sækjast í stjórnunarstörf og þeir þyrftu að skrifa undir sérstakt trúnaðarskjal sem ekki mætti brjóta.

Hvar mín persónulega ábyrgð er Kristján þá getur þú skoðað um mig hér (efst vinstra megin) á síðunni og þá getur þú séð að ég hef fyrir löngu gengist við minni ábyrgð. Það hafa margir lent í stórskuldum en þeir hafa þó aldrei brotið neitt af sér gagnvart þjóðfélaginu. Það fólk þarf því ekki að gangast við neinni ábyrgð gagnvart þjófélaginu sjálfu Kristján, eins og stjórnmálamenn hafa gagnvart almenningi sem þeir eiga að vinna fyrir og hafa skildum að gegna! Ég er ekki í stjórnunarstöðu.

Ég gerist svo djarfur að bjóða upp á nýjar hugmyndir að öðruvísi kerfi sem byggist á að allir þegnar, segi og skrifa allir þegnar geta búið við sanngjörn kjör. Það er einfaldlega skynsamlegast með þeirri skiptingu sem ég nefni og ég veit að hún væri heillavænlegust fyrir þjóðina.Því smærri einingar vinna betur saman.

Það er svo rosalega margt að þjóðfélaginu sem þarf að laga og losa burt, hreinsa til. Það þarf líka að fá fólk í gang með að vilja starfa í þau störf sem boðið væri upp á svo dæmi sé tekið. Það þarf líka að bjóða fólki upp á sanngjörn vinnuskilyrði eins og réttláta lífsafkomu þar sem fólk á ekki á hættu að lenda í stórskuldum. En þú verður að athuga að mjög mikið af skuldunum er ekki fólkinu sjálfu að kenna heldur hinum sem vildu græða sem mest. Tala ég þá um alla þá erfiðleika sem fólk hefur lenti í varðandi að eignast húsnæði. Ég skora á þig að lesa skjalið því þar nefni ég líka pínulítið varðandi húsnæði.

Annars er þetta persónukerfi ekkert svo flókið að setja í gang! Og í því er svo margt gott eins og stefnan að vinna að verðmætasköpun inni á svæðunum. 

 Það er algjörlega tómt mál að ætla sér að hægt verði að hreinsa þjóðina með þa sem eru við stjórnvölinn sem og í því stórgallaða kerfi sem við búum við. 

Það er oft talað um að þegar að þjóðir verði fyrir svona áföllum þá komi stundum eitthvað nýtt til. Mitt framtak er að bjóða upp á eitthvað nýtt sem alls ekki væri erfitt að setja upp.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakop Þór, við erum persónur sem alþingismenn eiga að vinna fyrir. Ég er búinn að tala um það lengi að ég hef lítið sem ekkert traust á stjórnmálamenn á Íslandi. Það eru örfáir nýir aðilar inni á þing þó sem mætti fylgjast betur með.

Mín skynsemi segir mér einfaldlega að það væri best að venjulegur almenningur bjóði sig fram til kosningar í smæstu einingu þjóðfélagsins sem er sveitarstjórn (en aðeins þá). Síða flytjist þeir til í starfi eins og ég nefni á síðunni og í skjali mínu. Tilflutningur á valdi er besta leiðin og meðfram því mætti passa upp á að svona komi ekki fyrir aftur.

Stjórnmálaflokkarnir eru einfaldlega þannig  byggðir upp með flokksforingjum, flokkseiningum og nefndum sem bíður alltaf upp á sömu hættuna. Ég ætla að leyfa mér að segja það að það verði svo erfitt að passa upp á að svona komi ekki fyrir aftur. Sagan hefur jú sagt okkur það svo um munar.

En þar sem fáar sem engar persónur vilja takast á við ábyrgð þá þurfum við að losa það lið einfaldlega burt og dæma síðan þið vitið, glæpamennina. En það þarf að setja þá strax í fangelsi. Lögin eiga ekki að vera þannig úr garði gerð að verja svona fjárglæpamenn. Ef þetta hefði gerst í sumum öðrum vestrænum löndum þá hefðu þeir grunuðu farið strax í varðhald og yfirheyrslur og gengið svo út frá því.

Það eru sumir sem vilja hengja hausinn og festa í sandi og trúa því að það sé hægt að bæta stórgallað kerfi. Ég hef einfaldlega enga trú á því.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 17:30

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er einfaldlega réttlátast að setja í gang algjörlega alveg nýtt!

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 17:43

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Ég er búinn að átta mig á hvert þú ert að fara og ef þú heldur að þetta hafi ekki verið reynt áður er þér vorkunn, en ef ekki (eða alveg sama) þá er ég feginn að vita að þú átt þér fáa fylgjendur sem betur fer, "nýtt" kerfi sem byggist meðal annars á því að "sortera" út vissa borgara áður en að kjörborði kemur segir allt sem segja þarf, enn eins og ég sagði, vonandi meinar þú þetta ekki svona, ætlar ekkert að vera sauma "bláann örn" á föt fyrrverandi XD forkólfa,eithvað fínt handa Samfylkingarfólkinu, að maður tali nú ekki um sakamennina, svo fólk fari nú ekki að kjósa þá óvart eða hleypa þeim inn í kjörklefana, enda með nútíma tækni er bara hægt að "strika" fólk af þjóðskránni, nei kall minn að gæla við svona er ekkert nýtt sem viðbrögð við efnahagshruni þjóðar, en held best væri að hoppa yfir þann kafla og læra af sögunni og laga það sem laga þarf, það er ekkert ALLT ónýtt á Íslandi í dag, frekar en endranær. 

Og þá vil ég heldur vera "barnalegur" og vona að brenndu börnin hafi lært, treysti þeim allavega betur heldur en börnunum sem halda fram að bara ef eldurinn er “nýr” þá hann bara kaldur

Kristján Hilmarsson, 13.4.2010 kl. 18:44

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég held að þú hafir misskilið eitthvað Kristján því svona tilfærsla á valdi og skiptingu hefur ekki verið reynt flokklaust og með algjöru persónukjöri með skiptingu á landsvæðum.

Það sem ég tala um í skjalinu er nákvæmlega öfugt við þvi sem þú ert að skrifa. Það er hvergi neitt sorterað út úr kerfinu heldur eiga allir möguleika að bjóða sig fram! Það er líka sérstaklega talað um að koma í veg fyrir að auðmenn geti sett sig hátt á lista með kaupum á stuðningi með peningum osfrv. Ég er þegar búinn að búa til sérstakt skjal um það.

Nei takk! Ég er að tala um hinn venjulega almenning sem má sér ekkert vamm sitt vita. Sakaskrá og fleiri atriði kæmu einnig inn í reikninginn.

Fylgjendur skrifar þú? Það er fullt af fólki sem vill fá nýtt og ég þekki fullt af fólki sem vill næst fá Utanþingsstjórn svo dæmi sé tekið. Það er líka fullt af fólki sem vill treystir ekki stjórnmálamönnum og vill fá nýtt. Ég sækist ekkert sérstaklega eftir fylgjendum Kristján, ég sækist eftir góðum hlutum. Ég mun tildæmis ekki stofna flokk til að sækjast eftir fylgjendum. Því þetta gengur ekki út á flokksræði.

Ég á mér hinsvegar draum um að landið verði virkjað þar sem vinnukraftar hafa áhuga á að taka þátt í að vinna á sanngjörnum launum. Ég vil endurvekja vinnukraftinn í fólki.

Vita máttu Kristján að þú ert sá fyrsti sem hefur svarað þessu með neikvæðni því það hafa nokkrir (meira að segja þekktir) einstaklingar sem hafa fegnið skjalið mitt og lesið yfir. Svörin sem ég hef fengið eru m.a. að þetta sé skynsamlegt og þau voru ekki gefin af kurteysi við mig.

Eldurinn er ekki bara nýr heldur þarf að treysta brenndu börnunum innan nýs kerfis sem kemur tekur með allt í reikninginn og lagfærir meðfram gallana í því gamla. 

 >treysti þeim allavega betur heldur en börnunum sem halda fram að bara ef eldurinn er “nýr” þá hann bara kaldur.

Það er alls ekki sem kerfi mitt gengur út á. Ég vil nýtt kerfi og ný sanngjörn tækifæri fyrir almenning meðfram því að laga til gallana úr því gamla.

 Þú virðist algjörlega blanda því saman þessu kerfi mínu og tillögum varðandi að losna við spillinguna. Það er ekki sérstaklega gert til þess þó verði að taka á því meðfram. 

Kerfið er ekki sett saman til að losna við spillingu heldur til endurreisnar. Ég legg tildæmis til að þú skoðir tillögur mínar um stjórnskipulagið svo dæmi sé tekið.

Síðan vil ég virkja vinnukraftinn á Íslandi frekar enn að reiða sig á aðstoð eins og aumingjar erlendis frá, eins og tildæmis þessa ógeðslegu ESB tilraunir Samfylkingar.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 19:18

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú mátt eiga það að þrátt fyrir að ég sé sá fyrsti sem svara þessu með neikvæðni og þar með lítil reynsla hjá þér á andsvörum gegn þessum hugmyndum þínum, þá tekur þú þessari neikvæðu gagnrýni minni með stillingu, er nú búinn að "renna" svona fljótt í gegn um skjalið og verð líka að hrósa þér fyrir flott og vel unnið verk, en því miður, skrifaðu það á vanhæfni/skilningsleysi mitt, en þetta er og verður bara enn ein útgáfa af EINS flokks kerfi og við erum báðir nógu upplýstir til að vita hvað það þýðir, þetta mun aldrei ganga nema með ströngum höftum/bönnum gegn hverskonar félags og flokksmyndunum, og gáðu að einu, allra stærsti hlutinn af þeim sem núna hafa hæst og hrópa á refsingu og aðrar aðgerðir gegn þeim sem "eiga" sök á hruninu, neita að trúa því að "góðærið" svokallaða, var ekki á grunni reist, heldur var mest af velmeguninni haldið uppi á lánum en ekki raunverulegum verðmætum, þegar þessir aðilar sjá að ekki verður aftur snúið til 2005, sama hvort lagfært en annars óbreytt kerfi, eða þitt kemur á, verður allt vitlaust á ný.

Þetta er "The Human Factor" sem gerir þessar hugmyndir þínar skuggalegar, lítur vel út á pappírnum, en endar svo með alræðisvaldi örfárra.

OG hversvegna þurfa Íslendingar svona kerfi eins og þú leggur til, meðan aðrar vestrænar þjóðir klára sig fínt með venjulegt lýðræði ?

Og hvað áttu við með að reiða sig á aðstoð utanlandsfrá eins og aumingjar, og þessar ógeðslegu ESB tilraunir ? Held nefnilega að þrátt fyrir "hrunið" þá reikna flest aðildarlönd ESB Ísland sem sterka þjóð, með mikil auðæfi og kunnátturíka, og vilja þessvegna fá landið með, en það verður ekki því auðvitað segir meirihlutinn nei í þjóðaratkvæðagreiðslu (Í þessu ólýðræðislega landi?) um aðildina, svo að halda landinu utan ESB er ekki næg ástæða til að koma á þessu þjóðernissinnaða eins flokks kerfi þínu, því það er þetta og ekkert annað sbr.nafnið.

Fann reyndar ekkert í skjalinu sem benti til hvernig tryggja mætti þeim sem minna mega sín mannsæmandi afkomu jafnt á uppgangstímum og þegar á móti blæs, þetta er kannski versti bletturinn á samfélaginu í dag en er því miður ekkert nýr, verður bara svo sýnilegur núna, með 500 fjölskyldur að leita hjálpar hjá aðeins einni hjálparstofnun, þetta má laga í núverandi kerfi, með hugarfarsbreytingu hjá almenningi, svo ekki skorast undan ábyrgð í því efni.    

Kristján Hilmarsson, 13.4.2010 kl. 20:16

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já þetta er "The human factor" Kristján en ekki eins flokks kerfi! Því það væri enginn flokkur, ekkert flokksræði.Og sérstaklega passað upp á að einhver geti náð einhverju alræðisvaldi.

 >OG hversvegna þurfa Íslendingar svona kerfi eins og þú leggur til, meðan aðrar vestrænar þjóðir klára sig fínt með venjulegt lýðræði ?

Þarna greinir okkur á! Vestrænar þjóðir eru nefnilega ekkert að gera það fínt með sitt venjulega lýðræði.  Þessar þjóðir eiga margar í sínum miklu erfiðleikum. OG mjög misjöfnum skiptum kjörum á milli manna. Athugaðu Kristján að ég þekki nokkuð vel um það sem ég er að skrifa. Ég hef kynnt mér ESB regluverkið dálítið og ég veit líka hvaða þjóðir eru að gera það gott, en þær eru mjög fáar. Kannski helst Noregur með sinn mikla olíugróða.

>Og hvað áttu við með að reiða sig á aðstoð utanlandsfrá eins og aumingjar, og þessar ógeðslegu ESB tilraunir ?

Aðferðirnar sem Samfylkingin beytir meðal annars. Þetta er jú aumingjaskapur og þetta treystir á skyndigróða og skyndihjálp sem nýtist bara þeim sem hafa meiri aura þegar í vasanum. þetta treystir líka á peningavaldið og auðhyggjuna en treystir ekki á manneskjuna sjálfa. Það treystir ekki á að manneskjan sjálf geti unnið sig upp úr og reyst landið við. Þetta er því algjör aumingjaskapur og líka vanvirðing við hinn sterka og öfluga vinnandi íslending sem vill stunda verk sín vel og fá sanngjörn laun fyrir það.

 >Fann reyndar ekkert í skjalinu sem benti til hvernig tryggja mætti þeim sem minna mega sín mannsæmandi afkomu jafnt á uppgangstímum og þegar á móti blæs,,,,,

Það er fullt af því eins og ýmsir uppbyggingar sjóðir og svo framvegis (ath. skjalið er um 45 blaðsíður). Líka nefni ég þátttöku almennings (og lægri launaðra) í að eignast í fyrirtækinu sem það vinnur fyrir. Nefni sértaklega hvernig það má fara að því með kaupum á bréfum sem það fær endurgreitt. Ég kem inn á þetta atriði í efnahagsatriðum og fleira.....

Kristján. Ég gæti kannski  endalaust skrifast á við þig um þetta. En vita skaltu að ég veit algjörlega hvað ég er að gera. Ég hef gengið í gegnum það mikið í lífinu: eins og fjórar aðgerðir á fæti og verið að vinna út um allt land í yfir 27 vinnum þrátt fyrir mína fötlun. Ég hef líka gengið í gegnum óheyrilegt andlegt ofbeldi gagnvart mér varðandi allt eineltið á yngri árum. 

Ég er orðinn 55 ára, að verða 56 og ég hef sérstaklega lagt mig fram í að öðlast lífsreynslu í lífinu. Ég hef unnið með fullt af góð fólki og duglegu fólki, út um allt. Ég veit að duglegt fólk vill miklu fremur njóta gæða landsins okkar  og vinna við það, fremur en að bjóða hér inn allskonar kaupahéðnum sem mundu fylgja ESB inngöngu. Það þarf að skapa því fólki ný skilyrði fyrir vinnu og það væri hægt að gera með mínum tillögum með skapandi vinnu inniá svæðisþingum og þorpum. Ég hef lagt mig fram að öðlast þekkingu á ýmsum sviðum eins og gjaldeyrisviðskiptum og fjárfestingaviðskiptum osfrv. 

Ég vil hinsvegar ekki vinatengsl inn í verkalýðsfélög þar sem fólki er boðið ýmsar sponsur fyrir koma með atriði. Þarna er jú spillingin að verki líka því hver gerir sínum vinum greiða, gegn greiða. Þetta hefur tíðkast hér á landi og þetta hefur tíðkast út um allt þjóðfélagið. Þetta verður mjög erfitt að losa sig við í núverandi kerfi og gæti tekið mörg ár.

Það er því að minni skoðun algjör sjálfsblekking að ætla sér að þetta geti lagast mikið á næstu árum.

Leiðin fyrir Ísland er í gegnum störf fólksins sjálfs. Auðvitað er ég þjóðernissinni en ég vil bara engan flokk því ég treysti frekar á fólkið sjálft. 

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 20:55

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo ég komi meira inn á aðstoð við lægra launaða þá nefni ég líka aðstoð við almenning við að fá húsnæði meðfram vinnu úti á landi. Að gert yrði allt til að húsnæðið fylgi nýju vinnunni.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 21:08

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vi leggjum greinilega mismunandi skilning í hugtakið "Human Factor" sem er náttúrulega bara mannlegt eðli og gerir okkur að því sem við erum upp á gott og vont.

 Ég hélt að svona hugsjónamönnum eins og þér þætti kærkomið að fá tækifæri til að útskýra hugmyndir sínar, en sýnist að þolinmæði þín á mér sé að renna út "Kristján. Ég gæti kannski  endalaust skrifast á við þig um þetta" Og ég ætla ekkert að vera að fara í einhverjar metingar um þekkingu á fötlun og tilheyrandi erfiðleikum, en er vel kunnugur bæði þeim málum frá  reynslu í eigin fjölskyldu og vegna félagsstarfa tengdum því, hef ekki verið mjög framá í pólítík nema nokkuð viðriðinn stéttarfélagsmál, (sá að þú leggur m.a. til að stéttarfélög verði óþörf ?) hef verið bæði í eigin rekstri og launþegi, til sjós og lands, svo þetta útspil hjá þér er bara svona týpa "retórikk"til að gera lítið úr mótaðila í umræðu, sem ekki sæmir ekta hugsjónamanni, en þetta rennur af mér sem vatn af gæs, alveg eins og þetta með olíauð norðmanna sem er aðeins 15% af veltu norska ríkisins, en hversvegna norðmenn ásamt hinum norðurlöndunum eru svo langt framar Íslandi í grunnleggjandi mannréttindum, er ekki bara hægt að skrifa á stjórnarfyrikomulagið, var það sem ég meinti og að þessar þjóðir hafa farið betur með auðlindir sínar bæði veraldlegar og mannlegar, er vegna hugarfars sem er ólíkt því sem er mest ráðandi á Íslandi, svo Guðni ! notaðu nú heldur krafta þína í að hjálpa landanum að breyta hugarfarinu heldur en að koma á einhveri glæfratilraun til byltingar, sem er dæmd til að enda í ósköpum hafandi sagt það þá er auðvitað eitt og annað þarna hjá þér sem nota má í lagfæringar á núverandi kerfi, en grunnhugmyndin um alræði fólksins fellur um sjálfa sig einmitt já, vegna "The Human Factor" Örgustu anarkistar velja sér alltaf leiðtoga fyrir rest og þá er bara spurningin hvernig er hann, draumurinn um "góða" einvaldinn er löngu dauð.

Takk fyrir að þú nenntir að svara þessu rausi í mér, ég mun héreftir kíkja á blogg þitt þeð jöfnu millibili.

Góðar Stundir 

Kristján Hilmarsson, 13.4.2010 kl. 21:46

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég sá það , þetta með húsnæðið úti á landi fyrir láglaunaða, en hvað með þá sem ekki hafa vinnu eða get unnið ?

Kristján Hilmarsson, 13.4.2010 kl. 21:50

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Alls ekki neitt ætlunin að gera lítið úr mótaðila í umræðu, enda hef ég ekkert verið að kynna mér neitt um þig.

Ég nefndi Norðmenn vegna þess að þeir eru ekki í ESB.

Við þurfum svo sannarlega að fara betur með okkar auðlindir enda hafa nær allar okkar tilraunir með notkun þeirra snúist um að auðmenn hagnist á þeim sem mest sem og erlend stórfyrirtæki. Við eigum jú fullt af öðrum auðlindum en orkuna með rafmagninu og allt á að snúast um þessi Álfyrirtæki og meiri Álfyrirtæki. Við eigum svo margt annað sem við getum notast við og sett í gang. Ég nefni tildæmis sérstaka auðlindastofu á hverju þorpssvæði.

Í mínum hugmyndum er talað um að það sé enginn einn leiðtogi og æðsta vald (sem eru nokkrir) skiptist alltaf út líka eftir ákveðinn tíma og nýir koma inn. "Mannlegi þátturinn" snýst því um að mannfólkið stjórni sjálft og meðal annars vegna þess að þá nær mannfólkið líka meira út úr stjórnuninni í stað þess að koðna niður inni í flokkum og flokksfélögum sem og á þingi.

Ég hef grandskoðað þessar hugmyndir mínar og veit að þær væru eingöngu til góðs. Sumar þeirra koma til af reynslu nær heils mannsaldurs. Ath. ég hef verið inni í nokkrum flokkum og þekki líka fullt af fólki í þeim flokkum sem ég hef ekki verið í, eins og tildæmis Sjf. svo dæmi sé tekið.

Svo ef byltingu þarf til kannski að það endi með því þá? En ég veit að það sem ég er búinn að setja saman þarna væri eingöngu til góðs og mun virka! Það er svo margt að nefna eins og tildæmis: atvinna 30 til 50 manns á uppbyggingu á hverju svæðisþorpi. Síðan atvinna meðfram því á svæðisþorpunum eftirá. Sem og 3 til 5% árlega aukningu á verðmætasköpun á hverju svæði fyrir sig.

Ég get nefnt hér heilmarga hluti um þessar hugmyndir mínar, en ein af þeim er nálgun fólksins í nálægð við hvort annað með nokkri sjálfsstjórnun á svæðinu.

********
Húsnæðið úti á landi er m.a. ætlað sem stuðningur fyrir fólk til að vilja flytja út á land. Ég nefni tildæmis að hugsa mætti sér að fólk gæti kannski losnað út úr skuldabagga á því húsnæði sem það er í. Semsagt að íbúðin yrði tekin en fólkið fengi meðfram því íbúð og vinnu úti á landi í staðinn.

********

Kristján ég veit að ég er með góðar hugmyndir enda hef ég farið yfir þetta aftur og aftur í mörg ár. Þetta "Okkar Ísland" hefur ekki bara orðið til á síðustunni þó atubrðir síðustu mánaða hafi hjálpað til við að koma þeim saman á blað. Meðal annars að ég hef verið að blogga um þær. Ég er nær 100% viss um að þær mundu ganga upp og engin "Anarkista" afleiðingar myndu koma út úr þeim.

Góðar stundir

Guðni Karl Harðarson, 14.4.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband