Mánudagur, 12. apríl 2010
Pólitísk ábyrgð flokka?
Eftir það sem á undan er gengið mætti ætla að þetta fólk muni áfram eiga erfitt með að taka ábyrgð á gerðum sínum. Kunna stjórnmálamenn á Íslandi yfirleitt að taka ábyrgð? Hver er munurinn á íslenskum stjórmálamanni og stjórnmálamönnum erlendis?
Spillingin hefur verið svo mikil í kerfinu að til þess losa hana upp þarf að gjöra mjög róttækar breytingar. Því að ætla sér einhverjar stórtækar breytingar til batnaðar á skömmum tíma er einfaldlega barnalegt og mjög óraunhæft eftir allt það sem á undan hefur gengið.
>Stefanía segir umbætur í stjórnkerfinu nauðsynlegar. Hins vegar séu fámennið og kunningjatengslin ákveðin hindrun á þeirri leið að hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi.
Já fámennið og kunningjatengslin. Munum við nokkurn tíman geta losnað undan þeim nema að losa um foringja og undirforingja tengslin í flokkunum? Og svo félögunum innan þeirra?
> Það hefði verið vani á Íslandi að menn bæru ekki ábyrgð á gjörðum sínum í opinberu lífi og hafi komist upp með það. Með skýrslunni væri hvatt til þess að líta á málið heildstætt og öll sú vinna, sem lægi að baki skýrslunni, og sá mikli kostnaður, sem lenti á landsmönnum vegna hrunsins, væri til lítils ef ekki væri lært til framtíðar. Þá verða stjórnmálamenn að sýna ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir að líta í eigin barm, segir hún.
Það er heimskra manna háttur að koma fram opinberlega óábyrgt! Segir það sig þá ekki sjálft að flestir stjórnmálamenn á Íslandi séu opinberlega foráttu heimskir? Eða er það alhæfing?
>Almenningur geti haft mikil áhrif með sterkri kröfu um viðhorfsbreytingu, með því að krefjast þess að stjórnmálamenn beri ábyrgð og axli ábyrgð, fari frá verði þeir uppvísir af afglöpum í starfi. Gera megi því skóna að stjórnmálamenn tali nú um mikilvægi þess að sýna ábyrgð en það verði að koma í ljós hvort hugur fylgi máli. Nú reyni á innri styrk stjórnmálaflokkanna en haldi þeir óbreyttri stefnu leiði það til enn meira vantrausts á þá en hafi sýnt sig að undanförnu. Þeir sem taki að sér forystustörf eða umboðsstörf fyrir almenning verði að átta sig á því að það eru ekki bara forrréttindi heldur fylgi störfunum líka skyldur. Standi þeir ekki undir þeim beri þeim að gangast við ábyrgð og víkja.
Já viðhorfsbreyting er það sem þarf að koma til. Er það raunhæft að vona að stjórnmálamenn geti fyrir alvöru snúið við blaðinu? Meira vantraust? Vantraustið er orðið algjört á flesta stjórnmálamenn. Almenningur hefur lítið sem ekkert traust, sumum er orðið alveg sama, aðrir taka einhverja afstöðu, en mun þó átta sig á því að þeirra afstaða getur orðið fyrir áföllum þar sem þeirra vonir geta fallið vegna þess að einhverjir stjórnmálamenn sem þeir treysta hefur algjörlega skemmt það traust með gjörðum sínum. Spurningin er bara sú hvort að almenningur eigi ekki bara að verja sig fyrir svona áföllum með að velja nýjar leiðir!
Nú skal átta sig á því að þeir stjórnmálamenn sem verða uppvísir að einhverju misjöfnu (stóru eða litlu) eru (kannski ómeðvitað eða hugsa ekki um það) að skemma fyrir hinum sem vilja gera ekkert nema gott fyrir almenning og eru algjörlega heiðarlegir í sínum störfum. Skúrkarnir eru því enn meiri skúrkar því þeir eru að eyðileggja kerfið.
Í öllu þessu gleymdu stjórnmálamenn því að þeir eiga að vinna fyrir almenning en ekki einhverja sérhagsmuni sinna eigin hvata og bitlingaskot til annara manna með þeirra tengslum til að ná fram meiri áhrifum og völdum.
Það er alveg ljóst að til þess að koma í veg fyrir skyldur stjórnmálamanna séu ekki virtar þá þarf að losa burt spillinguna á sem stystum tíma. Það verður mjög erfitt að gera innan flokkana og gæti það tekið mörg ár fyrir íslenska stjórnmálamenn að læra að axla sína ábyrgð, ef notað er sama kerfi. Hvernig ætla stjórnmálaflokkar að leysa málið innan sinna raða? Hverjir með sínum hætti?
Spurningar hljóta að vakna upp hvort að það sé nóg að setja einhverjar nýjar reglur því mjög mismunandi yrði farið eftir þeim innan hvers stjórnmálflokks fyrir sig. Það mætti líka hugsa sér að allir sem bjóða sig fram séu skyldaðir í sérstakan stjórnmálaskóla til að geta boðið sig fram.
Stjórnmál eiga að snúast um fólk en ekki sérhagsmuni og aukin valdapot. Fólk hlýtur að búast við að stjórnmálamenn eigi að vinna fyrir þjóðina en ekki setji fram annarlega hagsmuni fram yfir hagsmuni almennings.
Fullt persónukjör með einni kosningu með stjórnunarnáskeiðum til þeirra sem komast til starfa (ath. ég segi og skrifa ekki til valda) er það besta sem gæti komið fyrir þjóðina! Hringrás á stjórnmálastörfum væri líka gert til að passa upp á að þeir sem starfa í stjórnunarstörfum fyrir almenning lendi ekki í því að búa sér til valdaaðstæður með auknum áhrifum og valdapoti.
Hringrás sú sem ég tala um er að kjósa aðeins inn fólk í byrjun kerfisins. Þeir sem væru kosnir færu einfaldega í annað starf eftir ákveðinn tíma. Þannig að sá sem er kosinn í sveitarstjórn færi eftir ákveðinn tíma inn í svæðisþing og kæmi þá annar af lista inn í sveitarstjórnina í staðinn. Síðan með sama hætti frá svæðisþingi (og með blandaðrir efnhagsstjórn á svæðinu) yfir á aðalþing Íslands.
Persónukjör á svæðum er málið!
*******************************
Skoðið eina af sérstöðustu og flottustu? vefsíðum sem gerð hefur verið á Íslandi:
http://wix.com/okkarisland/okkarisland/
Athugið að vefsíðan er gerð fyrir Flash spilara. Best er fyrir fólk að vera öruggt um að hafa flash spilara í tölvunni til að geta skoðað og lesið síðuna.
********************************
Skýrslan endurspeglar aðgerðarleysið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Athugasemdir
Tekjur eiga að vera sem mestar í höndum lýðsins í samfélagi þarf áherslan er lögð ábyrgð allra einstaklinga. Sameiginlegur almennur lámarksgrunnur er það eina sem framúrskarandi úrvals einstaklinga allra starfsstétta á að einbeinbeita sér að. Tryggja veikustu hlekkina halda upp lámarks neyslutekjum. Hér á að leggja áherslu á fjölda lítilla gæðafullvinnsla til að dreifa ábyrgðinni og tekjunum. Efla vermætamat Íslenskra ríkisborgara á eigin framleiðslu svo krónan styrkist á heimamarkaði. Hitt kemur af sjálfum sér. Almennt hæfari einstaklingar minnkar lánsþörf og kostnað vegna sameiginlega grunnsins.
Afætu og leti hugunarhátturinn sem ríkir hér er ekki í samræmi við 1000 ára Íslenska hefð.
Það þarf að taka upp síu í námskerfinu og styrkja og þjálfa þá hæfu m.t.t. andlegs úthalds og dómgreindar til stjórnsýslu og stofnannastarfa framtíðarinnar.
Ísland er ennþá talið vera að þroskast af þroskuðu ríkjum alþjóðasamfélagsins. Sem segir ekkert um hvort það er lítið eða mikið þroskað.
Hinsvegar hefur fámenni og náttúrlegar aðstæður Íslands aðra kosti og galla í grunni en gilda á Meginlandi EU. EES regluverkið hentar þarf af leiðandi ekki hér.
Það þarf sama þroska til að skilja það og dreyma upp að vera talinn jafningi þroskaðra ríkja innan EU.
Júlíus Björnsson, 12.4.2010 kl. 17:49
Júlíus, það voru/eru bankarnir sem áttu einstaklingana enda var öllu ýtt á undan sér í meingölluðu kerfi þar sem það var talið betra að skulda meira heldur en fólk átti. Enda hentugt fyrir bankana.
Það er mikill hluti fólks sem skuldar miklu meira en eignir þeirra eru. Þannig duga mánaðarlegar tekjur langt frá fyrir skuldunum og margoft þarf það fólk að ýta skuldunum á undan sér inn í framtíðina. Það er oft því miður þannig að skuldir forfeðranna lenda á afkomendunum.
Það fyrsta sem þarf að gera er að koma fólki inn í + þannig að tekjurnar verði meiri heldur en skuldirnar. Það er markmið í sjálfu sér og þar sem skuldir fólks er alls ekki nema að hluta til því að kenna þá á að aðstoða fólk við að búa til aðstæður þar sem fólk hefur tækifæri á að lifa sanngjörnu lífi.
Það eru nokkrar ástæður fyrir afætum og leti. Tildæmis:
1. kerfið er orðið algjörlega vilhalt menntasnobbi.
2. þar með minnkar áhugi fólks og virðing fyrir þessum svokölluðu lægri störfum.
3. launin eru alltof lítið þannig að það verða útlendingar sem sækjast í þau störf sem fólk vill ekki vegna lágra launa.
4. sumir eru þannig að þeir vilja ekki störf sem eru lægri launuð heldur en þeir eru lægri til.
Stærsti hlutinn af þessu er númer 1. þessi vanvirðing á lægri stéttarstörf. Þessar mennta alanir sem alls ekki allir geta staðið undir af ýmsum ástæðum. Vissulega er gott að mennta sig en menntun á að vera boðin jafnt fyrir alla. Þannig á aukin menntun að vera tækifæri þótt fólk sé að vinna störf sem eru lægri launuð. En þegar það gerist þáfara launin að batna og haldast í hendur við getu einstaklingsins.
Bágt á ég síðan með að trúa að Ísland geti mikið þroskast áfram ef það á að viðhalda sama kerfinu áfram. Því erfitt verður að breyta miklum venjum sem fólk vill helst halda í því því sjálfu líður svo vel í. Það er bara einfaldlega skynsemi sem segir mér það.
Bágt á ég með að trúa að stjórnmálamenn geti lært að taka ábyrgð þó þeir lofi öllu fögru. Hinsvegar ættu einstaklingar sem bjóða sig fram til stjórnunar að vera skildaðir í a) námskeið þar sem komið er inn á ábyrgð og b) að skrifa undir sérstakt skjal þar sem ábyrgð og virðing er lofað til almennings. Skjal til þess sérstaklega samið.
Það er einfaldlega komið að miklum breytingum! Því ef við höfum ekki vit til að gera það nú þá munum við sennilega aldrei hafa vit til þess.
Guðni Karl Harðarson, 13.4.2010 kl. 01:38
"...fámennið og kunningjatengslin ákveðin hindrun. Það hefði verið vani á Íslandi að menn bæru ekki ábyrgð á gjörðum sínum í opinberu lífi og hafi komist upp með það." Já, spilling er landlæg hérlendis og auðvitað fer samfélag á hliðina þegar ekki er verið að virkja okkar hæfasta fólk. Auðvitað hrynur heilt bankakerfi þegar bankaRÆNINGJAR komast yfir banka með aðstoð siðblindra & spiltra stjórnmálamanna sem gera sit besta til að liðka fyrir & gefa þessum auðRÓNUM allt það svigrúm sem þeir biðja um. Meira að segja Forseti Íslands ákvað að taka að sér það hlutverk að vera hirðfípl útrásaarSKÚRKANNA og gefa SVIKAmyllum þeirra trúverðugleika. Sorglegt samfélag, spilt & ógeðslegt, en VONANDI ber okkur GÆFA til að breyta um starfshæti, ekki veitir af...lol...lol..!
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2010 kl. 15:55
Það var að byrja á grunninum og hætta meðaltalskjaftæði og prósentu eða hlutfallsrökum, þegar ég þekki engan Íslending ennþá sem hefur þetta á hreinu. Kallast vanþroski hjá hinum þroskuðu og tekur um eina kynslóða að uppræta, samfara réttri innrætingu.
Engi keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Lámarksneyslutekjur eiga alltaf að vera mælikvarðinn. Þá minnkar stjórnsýslan að sjálfsögðu. Ábyrgðartilfinningin vex úr grunninum.
Júlíus Björnsson, 13.4.2010 kl. 18:23
>Lámarksneyslutekjur eiga alltaf að vera mælikvarðinn. Þá minnkar stjórnsýslan að sjálfsögðu. Ábyrgðartilfinningin vex úr grunninum.
Ég er sammála þér Júlíus um þetta. Samt þarf að finna leið til að "bústa" upp þjóðfélagið því ekki duga lágmarkstekjur til. Tildæmis þarf að finna leið til þess að stórlækka skatta án þess að þurfa í leiðinni að setja í gang eitthvað ofurkaupæði eins og Sjf vilja tildæmis. Því þá gerist bara það sama aftur. Margt fólk fer að eyða um efnum fram.
Tekjumiðviðunin þarf að vera á þann hátt að fólk geti átt þess kost að eiga tekjuafgang eftir að öll mánaðarleg gjöld hafi verið borguð. Og það helst góðan tekjuafgang. Það þarf að passa upp á þeir tekjulægstu lendi ekki í að vera í stór mínusstöðu eftir hvern mánuð!
Það er hinsvegar svo margt sem spilar hér inn í.
Guðni Karl Harðarson, 14.4.2010 kl. 10:56
Jakop þegar að þjóð lendir í svona miklum áföllum þarf að mínu mati að finna nýjar leiðir. Jú! Við þurfum að breyta um starfshætti en stórlega. Með sama kerfi munum við alltaf lenda í því sama aftur og aftur. Stjórnmálamenn munu lofa öllu fögru en ekki mun vera staðið við neitt vegna kunningjatengslana innan flokkana og út í sjóðina og hin ýmsu félög. Þetta yrði mjög erfitt því þeir sem hafa náð sínu vilja halda í sitt hvað sem það kostar.
Það er alls ekki nóg að lofa að setja nýjar reglur því sumir munu aldrei fara neitt eftir þeim. Það er þegar hægt að sjá það út um allt þjóðfélagið að reglur séu brotnar hvað eftir annað! Hvað með hið stórhættulega farsímakjaftæði í bílum tildæmis, svo smátt eitt dæmi sé tekið?
Guðni Karl Harðarson, 14.4.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.