Þjóðarheiður....Guðni Karl skrifar - þjóðin er búin að fá nóg!

Ef mikill meirihluti segir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá er það vantraust almennings á þessa ríkisstjórn! Vegna hvers? Vegna þess hvernig aðilar í þessari stjórn hefur komið fram við almenning í landinu. Með vanvirðinu og óheiðarleik. Með síendurteknum blekkingum og/eða hvítri lygi. Og með því síendurtekð að vinna gegn almenningi.

Því er fólk í reynd að segja að það vilji ekki hafa svona stjórn sem er svona á móti almenningi. Það er ekki bara það að fólk á ekki að borga þetta Icesave! Það er fast í huga fólks hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við það. Og gert allt sem hún getur til að vinna gegn vilja fólksins í stað þess að vinna með því.

Við erum því ekki að bara að kjósa NEI við Icesave!

Við erum líka að kjósa NEI við valdnýðslu!

 Því er alveg ljóst að þjóðin mun að skipta sér í tvær fylkingar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna:

1. þjóðin (sem sagði NEI og fékk nóg af viðræðu ruglinu)

2. ríkisstjórnin

Mun ríkisstjórnin hafa eitthvað svar við því?

Það er í reynd alveg ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn hefur komið fram við almenning á Íslandi undanfarna mánuði með vanvirðingu, með því að ætla sér að vinna gegn almenningi og setja í peningaálög þau sem  þessi einkabanki bjó til. Ef hér á landi hefði verið almennileg ríkisstjórn þá hefði hún staðið með þjóð sinni í þessu máli, i stað þess að vinna gegn þjóðinni og vera að því í marga mánuði.

Festa skal í sögubækurnar hvernig ríkisstjórn hafi ætlað sér ítrekað að koma fram við almenning á Íslandi með því að sýna því vanvirðingu með því að láta sér detta í hug að ælta að fresta þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Festa skal einnig nöfn þessara manna og kvenna sögubækurnar.

Festa skal í sögubækurnar hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við almenning í landinu undanfarna mánuði. 

Festa skal í sögubækurnar hvernig þessi ríkisstjórn hefur sýnt almenningi yfirgang, hroka og valdnnýðslu í þessu máli. Og allt í því henni til vansa.

Festa skal í sögubækurnar að ríkisstjórn fór með lýðræðið í þver öfuga átt heldur en hún hefði átt að gera þegar að hrunið var. Eftir að allar kröfur fólks voru á þann veg að fá meiru ráðið. Eins og vilja nýja stjórnarskrá, opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, opna fyrir lýðræðið osvfrv.

 

*Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!*

 

Hér eru blogg nokkurra félaga í samtökunum Þjóðarheiður:

Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/

Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/

Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/

Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/

Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/

Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/

Elle: http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/

Hér er heimasíða samtakana sem tekur daglegum breytingum:

http://wix.com/Thjodarheidur/main/

Ef áhugi er að ganga til liðs við okkur:

netfangið er: thjodarheidur@gmail.com

 


mbl.is Engin niðurstaða í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband