Þjóðarheiður......Guðni Karl skrifar:

Samtökin Þjóðarheiður vefsíða: http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/

Hættið þessu og leyfið þjóðinni að kjósa á laugardaginn! Það yrði borin meiri virðing fyrir stjórninni ef hún hætti viðræðum strax!

 

Jóhanna talaði um að það gæti verið hagkvæmt að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni. Til hvers? Jafnvel þó henni yrði frestað um viku þá þarf að ræða nýtt frumvarp á alþingi, þar að segja ef þau næðum nýjum samningi sem þau telja hagstæðari. Þá þurfa þau lög að vera samþykkt á alþingi til að við fáum að kjósa um þau! Og síðan Forsetinn að láta okkur kjósa um þau lög í stað þessa. Það er minn skilningur að öðruvísi sé þetta ekki hægt því ekki er einfaldlega hægt að skipta um lög til að kjósa um! Allt annað er blekkingaleikur og til þess gert að draga málin á langinn.

En hvað segir Forsetinn? Ef ríkisstjórnin fer með nýja samþykkt sérstaklega með það fyrir augum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Ætla þau að fá hann til að samþykkja það að láta þau í þjóðaratkvæðagreiðslu? Málin snúist við í andhverfu sína. 

Ég hef engva trú á að hugur fylgi máli að veita þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu og afgreiða málin þannig frá þinginu. Sérstaklega eftir því að hafa neitað um það þar áður.

Ég á bágt með að Forseti Íslands láti fara svona með sig. Það er jú algjör vanvirðing við hann að ætla sér að láta hann ganga á bak orða sinna með að hafa gefið almenningi þetta tækifæri að fá að kjósa um þetta mál. Að ætla sér að koma með nýja samþykkt til hans áður en þau fyrri er kosið um.  Ég býst fastlega við að hann muni svara því til að við eigum að klára þau mál sem á eftir að kjósa um heldur en að kjósa um ný.

Svo er það nú algjörlega skammarlegt hverning ríkisstjórnin vinnur í þessu máli. Einmitt vegna þess að ef það er rétt sem sagt er að Bretar og Hollendingar vilji allt gera til að ná að semja áður en að þjóðaratkvæðagreiðslunni er komið. Ef allt væri með felldu þá átti ríkistjórnin að standa gegn slíku og standa með þjóð sinni í stað þess að vera einhver kjölturakki þessara þjóða og gera það sem þær vilja.

Það er óneitanlega skrýtin staða að hræðsla ríkisstjórnar er sú sama og þeirra Breta og Hollendinga. Hræðslan við að láta þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram.

Svo ég komi enn og aftur inn á þetta þá er algjörlega ljóst að réttlátast fyrir þjóðina væri að hætta öllum samningum og leyfa þjóðinni að segja sitt um þetta mál! Þá væri jú þjóðin búin að segja álit sitt á þessu ef hún kýs NEI við lögunum og hefði það forvægisgildi fyrir aðrar þjóðir að þora að standa gegn þessum nýlenduveldum. Eins og tildæmis fyrir Grikki. Ég er mjög viss um að alþjóða samfélagið muni líta upp til Íslands ef þetta yrði raunin. Það yrði litið upp til litla Íslands í framtíðinni.

En hvað tæki við? Nú, við eigum bara að bíða og sjá til hvort Bretar og Hollendingar muni fara í mál við okkur. En það er alveg ljóst að þeir yrðu með réttu að höfða mál gegn þrotabúi bankans. Gegn þeim sem áttu þennan banka þegar að þetta allt varð til.

En hvað með Ísland? Verður þessi stjórnarkreppa sem alltaf er verið að hræða okkur með? Hvað skiptir það máli í samhenginu? Bíðið, það er hvort sem er  þegar stjórnarkreppa. Því það er alveg ljóst að það þorir enginn að taka við ef stjórnin félli. En ef allt væri rétt þá ætti hún að segja af sér vegna þess að hafa ekki tekist betur að takast á við þetta mál sem og önnur mál fyrir alvöru eins og málefnum heimilanna. Þeir einu sem myndu þora að stjórna landinu væru almenningur sjálfur með aðstoð launaðra sérfræðinga.

Því skiptir okkur svo miklu máli að mæta til að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Því hún skiptir svo miklu fyrir framtíð fólks. Ekki bara útkoman, heldur og hvað gæti orðið hér með framhaldið. Ég skora á alla sem munu segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni að tala við alla sem þeir þekkja til að fá þá að mæta á kjörstað og setja X við NEI á atkvæðaseðilninn.

KOMA SVO!

 

Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!

 

Hér eru blogg nokkurra félaga í samtakana Þjóðarheiður:

Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/

Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/

Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/

Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/

Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/

Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/

Elle: http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/

 

 


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Guðni Karl. Þegar ekkert þolir dagsins ljós hjá ráðherrum þessa lands og það er laumast til Brussel til að "halda fram hjá" kosninga-bærum, heiðarlegum skattborgurum þessa lands er ekki á góðu von.

Undirferli og svik skapa ekki traust .

Það getur verið að ráðherrar meini vel en séu fórnarlömb áróðurs "ESB-fiðarbandalagsins" sem krefur allar þjóðir um peninga-meðlag til vopna, til varnar FRIÐARBANDALAGINU, sem Bretar eru meðlimir í ????

En því miður eru ráðherrar að beita sömu svika-aðferðinni eins og gömlu svikararnir notuðu! Það er verið að afhenda gömlu svikurunum eignir heiðarlegra Íslendinga, eftir að afskrifað hefur verið hjá þessum svikurum!!! Síðan skulu þessir heiðarlegu og sviknu landsmenn borga afskriftir svika-auðmanna ásamt sínum eigin margfölduðu skuldum???

Er hægt að ofbjóða fólki mikið meira? Og ef svo er spyr ég hvernig???

Þetta hlýtur að vera einhver hernaðar-kúgunar-tækni til að brjóta fólk niður andlega til hlýðni??? Það er ekki annað hægt en að afþakka þessa sjúklegu kúgunar-aðferð ráðherranna.

Ég vil taka ábyrgð á því sem er á þjóðarábyrgð. Verst er að vita ekki sannleikann um hvað er á þjóðarábyrgð!

En við munum lenda í vandræðum hvort sem við kjósum með eða á móti. Enginn getur séð alla framtíð fyrir. Einungis mátað "líkurnar og stöðuna" við sitt réttláta innsægi og magatilfinningu. Það er mikilvægt að spurja sjálfan sig út frá sinni skoðun, því þá fyrst er að marka þjóðaratkvæða-greiðslu!!!

Kjósum við "já", fáum við gífurlegan skuldabagga í viðbót við magfalt stærri pakka sem við verðum að taka á okkur hvort eð er, og minna er talað um (seðlabankabólan)!!!

Ef við kjósum "nei" gilda lögin frá því í sumar og við verðum líka að borga!!!

Svona hef ég skilið og skynjað stöðuna. Svo ákveða aðrir fyrir sig út frá sínum skilningi.

Normenn eru tortryggnir eins og almenningur Íslands, vegna þess að öll embætti eru meir og minna skipuð gömlu svikurunum. Normenn vilja hjálpa heiðarlegum Íslendingum en ekki Íslenskum afbrotamönnunum, sem enn stjórna Íslandi bak við tjöldin. Það er sárt að þurfa að flytja til Noregs til að fá að lifa af heiðarlega fengnum launum.

Ég vil heldur tilheyra Noregi en ESB.

Það er ekki mikið annað í boði í stöðunni fyrir venjulega skuldara sem ekki eru á sér-samning við svikarana. Það er ekki búið að "sanna neitt." Samt þarf fólk að lifa og borga? Þetta er flókið fyrir mig "ó-menntaða konuna"?

Normenn eru ekki með þeim "hræðilegu" ósköpum gerðir að vilja "flá okkur lifandi" fyrir sína aðstoð, eins og Brussel-risaeðlan vill! Ef illa árar í Brussel og ekki til peningur fyrir vopnum verða þjóðirnar látnar svelta, til að nota auðinn í bandalaginu í vopn! "Saman í blíðu og stríðu munu þeir segja þá".

Þeir sem ekki hafa pening fyrir mat né húsnæði á kalda Íslandi nú og í framtíðinni, eru jafn illa staddir eins og selur sem fleginn hefur verið lifandi! Ómannúðlegt!!!

"Nýju fötin ESB-Íslands-svika-keisaranna" munu þurfa að afkæðast "Brussel-keisara-láns-klæðunum" fyrir vopna-kosnaði til að verja ESB "friðar-bandalagið" ef ráðherrar ætla að láta plata sig í þetta svika-bandalag!!!

ESB er ekki viðbúið neinu óvæntu! Um leið og eitthvað óvænt skeður hjá ESB verðum við flegin lifandi til að borga vopn til að verja "friðarbandalagið ESB".

Sjáum nú neyðarástandið sem myndast í jarðskjálftum heimsins á þessu ári! Óeirðir brjótast út vegna neyðarástands sem þarf vopn til að stoppa, því miður. Í Chile eru Íslendingar nú vopnaðir í varnar-skyni? Við erum öll gestir á þessari jörð og friður skapast ekki nema með upplýstum samskiptum!

Við ættum kanski að biðja dýraverndunar-samtökin að hjálpa okkur, til að við verðum ekki flegin lifandi af svika-kerfi? Það er tekið hart á þeim sem svelta dýr og flá þau lifandi!!! Þetta eru ljótar lýsingar en þegar maður talar um raunveruleika almúgans á mannamáli þá er hann svona.

Auðvitað kjósum við 6 mars.

Allt annað væri svik og vanvirðing við stjórnarskrána og alheims-kynning á sjórnleysi og spillingu Íslands. Kanski ágætt? Eða Þurfum við þannig kynningu í viðbót við allan hinn dóms-embættis-svika-sorann? Eru svikin ekki næg nú þegar? Ég veit hvað mér finnst!!!

Ef einhverjum líkar þjóðaratkvæða-greiðslan ekki, hefði verið betra að hugsa út í það fyrr hvað sundrung, eiginhagsmuna-semi og svik embættismanna og ráðherra geta kostað!

Fræðimanna-svika-háskóli er dýr fyrir Íslendinga. Þetta er orðin staðreynd og verður ekki flúin. Laun manna voru há vegna mikillar ábyrgðar! Það fær enginn vel borgað fyrir ábyrgð og svíkur svo allt og fær niðurfellt svika-ruglið. Slíkt gefur fólki almennt skilaboð um að ábyrgðar-svik séu í lagi! Það verður ekki búandi á þessari eyju fyrir venjulegt fólk, ef þetta er ráðamönnum þjóðarinnar ekki ljóst. Glæpa-mafía fer aðrar leiðir en friðsamlegir Íslendingar. Vert er að athuga það áður en "heiðarlegum" Íslendingunum verður skipt út fyrir einhverja áhangendur mafíunnar, sem búið er að eiðileggja allar eðlilegar tilfinningar hjá.

Þetta er nú mín skoðun á stöðunni í dag. Gangi okkur öllum vel eftir því sem "aðstæður" leyfa. Ég bið öll góð öfl um að hjálpa okkur. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.3.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Ef við kjósum "nei" gilda lögin frá því í sumar og við verðum líka að borga!!!

Þar greinir okkur á því að við værum ekki að fara að kjósa um þessi lög ef hin væru í gildi. Þau fara ekki í gildi neitt frekar þó við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það var haldið áfram og búin til ný lög (sem voru lík þeim sem var verið að ræða um áður en að fyrirvaranir komu. 

Í samningum þurfa jú allir samingsaðilar að  komast að samkomulagi. Bretar og Hollendingar komust ekki að samkomulagi við íslendinga, vegna þess að ríkisstjórnin setti lög á samninginn sem var tilbúinn til umfjöllunar á alþingi en sem við bættum fyrirvörunum í og fórum með það samþykkt af forsetanum, út til þeirra aftur, en þeir samþykktu það ekki. Þó þeir hafi samþykkt samning, þar að segja áður en að fyrirvararnir komu (og okkar saminganefnd) þá er það ekki nóg því við samþykktum ekki lög nema með fyrirvörum sem þeir samþykktu ekki. Því er það algjörlega misskilningur að einhverjir samningar frá í sumar fari í gildi ef við segjum NEI.  

Því spyr ég þig á móti. Afhverju þá ef við segjum í meirihluta JÁ í þjóðaratkvæða greiðslunni? Hver væri þá tilgangurinn með henni ef einhver samningur væri í gildi.

skoðaðu þetta> Ef einhverjir samningar væru í gildi þá væru þeir í gildi hvort sem við kjósum eða ekki. 

Já! Ég bið öll góð öfl um að hjálpa okkur.M.b. kv. Guðni

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband