Mánudagur, 1. mars 2010
Þjóðarheiður - gegn Icesave....Guðni Karl segir:
Við munum berjast fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslan á ólögin 30. desember 2009 fari fram!
Hverjar eru eiginlega hvatir stjórnarandstöðunnar með því að halda þessu umræðum áfram og sýna þjóðinni svona vanvirðingu?
Átti þetta fólk ekki að vera kosið af fólki fyrir fólk? Eða var það ekki það sem sögðu almenningi? Hvernig er þá hægt að standa gegn vilja Forsetans í þessu máli? Er það ekki líka vanvirðing gagnvart honum líka?
Hvað segir það ykkur að þessi áhugi nýlenduveldanna að vilja halda þessum umræðum áfram þó þeir hafi áður sagt síðast að það sem samninganefndin kom með heim hafi verið þeirra síðasta tilboð?
Það skal hamast eins og þeir geta til að reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna því þeir eru hræddir við útkomuna. Sem og stjórnin.
Viðræðunefndin hefur ekkiert umboð frá þjóðinni til að gera Bretum og Hollendingum tilboð.
Icesave skuldin er eingöngu skuld þrotabús Landsbankans, en ekki skuld þjóðarinnar!
Hversu lengi getur þjóðin þolað sífellda og endalausa vanvirðingu gagnvart almenningi á Íslandi? Er ekki komið nóg? Þarf ekki þjóðin að velja framtíð sýna sjálf?
Við munum berjast gegn svikum við þjóðina!
Hér slóðin á heimasíðu samtakana sem er í þróun og er aðeins upplýsingasíða
http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/
Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!
Hér eru blogg nokkurra félaga í samtakanna Þjóðarheiður:
Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/
Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/
Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/
Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/
Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/
Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/
Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/
Látið vita af fleiri bloggum!
Samninganefndin enn í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.3.2010 kl. 01:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég vil líka taka það fram að ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki, ef einhver skyldi spyrja sig að því.
Guðni Karl Harðarson, 1.3.2010 kl. 17:51
þú mátt bæta mínu bloggi á listann Guðni
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.3.2010 kl. 22:13
Geri það Jón. Og listinn mun aðeins stækka og koma með öllum bloggum mínum um Icesave.
Guðni Karl Harðarson, 2.3.2010 kl. 01:00
Eins er um mig,aðdáun mín er á fólki sem vinnur að heiðri Íslands,sama í hvaða flokki það er.
Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2010 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.