Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Réttlætissjónarmið!!!!!
Í mínum huga var það mikil mistök þessarar stjórnar að nota þær aðstæður sem mynduðust við hrunið til þess að sækja um aðild að ESB. Mér sárnaði mikið þegar að ég frétti fyrst að þetta stóð til. Sérstaklega til þess fólks sem ég kannaðist jú dálítið við.
Ég hef alltaf haft mikla virðingu fyrir því fólki sem lifir hér á Íslandi og í krafti erfiðis síns vinnur fyrir björg og bú sem og borgar sína skatta til ríkisins. Með því að sækja um aðild að ESB var þessu fólki sýnd vanvirðing því það fékk ekki tækfæri á að reysa Ísland út úr þeim vanda sem það er komið í. Því það er jú almenningur á Íslandi sem vinnur til sinna verðlauna með því að yrkja landið og hafa afkomu af Íslandi. Ég hef sjálfur unnið með fullt af fólki út um allt land. Alveg harðduglegu og góðu fólki sem hefur unnið vinnu sína með eljusemi. Það á að bera virðingu fyrir því fólki og treysta því fyrir landinu. Ásamt því að treysta því að byggja upp nýtt Ísland.
Það eiga ekki að koma neinir aðilar þar að nema íslendingar sjálfir sem réttlát er að hagnist af björginni.
Með umsókn um aðild að ESB að minnsta kosti á þessum tímapunktum hrunsins. var þessu fólki sem vinnur í landinu sýnd vanvirðing og mikið vantraust.
Það hafa margir komið að því verki að setja Ísland í þá stöðu sem það er nú. Það er alveg ljóst að þar hafa komið einstaklingar sem annaðhvort eru innan eða styðja alla stjórnmálaflokka. Það er ljóst að ríkisstjórnir hverra flokka sem það eru munu vanhæfar til að laga þann vanda sem við eigum í. Því ríkisstjórnin vantreystir almenningi á Íslandi og gerir mjög lítið sem ekkert til að laga stöðu þeirra sem eiga í miklum vanda. Í stað þess á að bjarga sumum þeirra sem spilað sig sem hæst, skulda mest og síðan settu þjóðina í þessa stöðu.
Burt með hyskið því það er jú við almenningur sjálfur sem tók á engan hátt þátt í þessu heldur voru og erum fórnarlömb hrunsins. Það er hinn almenni borgari sem eiga sjálfir skilið að ákveða framtíð sína! Það er fólkið sem á sér rétt að velja sér eigin framtíð sem væri byggð á mannúð, sanngirni og heiðarleika.
Þetta er siðferðisleg og mannréttinda krafa!
Eitt það versta sem hægt er að gera þjóð sinni er að sína henni mikla vanvirðingu. Að nota sér aðstöðu sína og þær aðstæður sem komu upp í þjóðfélaginu til þessar ESB umsóknar tel ég að sýni almenning mikið vantraust til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Því miður hefur þessi ríkisstjórn verið og er með þessa gjörninga.
Ég vona og óska eftir að þau sjái þennan pistil minn og hugsi málið!
Aldrei andvígari ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla hér að koma aðeins betur inn á þetta og svara hér sjálfum mér.
Í mínum huga er þetta samvisku spurning. Ég get ekki stutt flokk sem hefur komið svona fram við almenning í landinu.
Ég vil og geta þess að enginn flokkur er undanskilinn í þessu.
Allir hugsandi einstaklingar ættu að skoða hug sinn og spyrja sig hvort það stríði ekki við samvisku þess að styðja við flokk sem hefur tekið þátt í einhverju misjöfnu (vægt til orða tekið). Allir hugsandi einstaklingar ættu að skoða þau mál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, á undanförnum árum og velta því fyrir sér hvort það sé virkilega á það bætandi og hvort það trúir því virkilega hvort þeirra flokkur muni gera eitthvað af viti til að byggja upp nýtt Ísland almennings!
Eins og ég hef sagt. Ég er að vinna þa stórum vinnustað þar sem í heildina vinna ca. 800 manns. Um staðinn fara einhverjar hundruðir fólks daglega til að njóta þjónustu. Ég kannast við mikið af fólki. Það ég spyr það fólk um álit þess. Svörin sem ég langoftast fæ er að það sé algjörlega búið að fá sig nóg af ruglinu! Að það besta væri hreinlega Persónukjör og eða Utanþingsstjórn. Og alltaf eru fleiri sem hafa kosið einhverja flokka að bætast í hópinn.
Ég talaði síðast við konu áðan sem vill losna við allt flokkaruglið og vil að það verði komið á alvöru persónukjöri.
Guðni Karl Harðarson, 18.2.2010 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.