Laugardagur, 23. janúar 2010
Siðferði íslendinga + gagn og gaman + 1 leikur + góða slóð á smá leiki
Ég bara verð að skrifa um þetta! Blogg er jú líka til að skrifa um hvað kemur upp í hugann hverju sinni.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort við íslendingar eigum það virkilega skilið að Ísland nái sér á strik á ný. Ef við getum þá náð því! Mér finnst svo miklar eftirreitur úti í þjóðfélaginu af ýmsu sem miður er síðan að óðærið var. Allur þessi hraði í samskiptum fólks. Þar sem meðal annars sumt fólk gengur um með afskiptaleysi og vanvirðingu á umhverfi sínu á ferðum sínum hér og þar.
Í öllum þessum hraða í þjóðfélaginu eiga sumir það til að vanvirða lög og reglur sem eru settar á og ætlaðar til góðs í samskiptum manna. Ýmislegt má þar tína til.
Ég ætla mér að nefna hér tvö dæmi til að byrja með:
1. Fyrir um ca. 3 vikum síðan var keyrt utan í Bílinn minn. Ég var á vinstri akrein rétt áður en að ég kom inn í hringtorg til að komast þar á innri hringinn. Sá sem keyrir á mig sveygir Bílnum sínum yfir frá hægri akrein, yfir á þá vinstri og keyrir beint utan í hægra frambrettið á mínum Bíl. Áreksturinn hefði orðið meiri hefði ég ekki tekið eftir hvað var að fara að gerast. En ég náði að beygja mínum Bíl aðeins til vinstri. Farsíma - árekstur! Einn af þeim miður mörgu.
Mér finnst það alveg gjörsamlega ótækt að saklaust fólk eins og ég og annað fólk sem er sér meðvitað um alla þessa hættu á Farsíma notkun í umferðinni, verðum einhver fórnarlömb fólks sem er algjörlega ómeðvitað hvað það er að gera í umferðinni og getur orðið valdandi kannski óbættum skaða á öðru fólki eða sér og sínum.
Mér finnst að ég verði að skrifa um þetta ljóta vandamál sem viðgengst í umferðinni og vekja athygli á hversu mikið vandamálið er því fólk sem talar í Farsíma meðan að það keyrir þarf að dreyfa sinni athygli á fleira en eitt í einu. En fáir eru það meðvitaðir um allt umhverfi sitt að geta notað öll sín skynfæri í einu. Það sést oft að fólk leggur af stað út af Bílastæðum talandi í Farsíma.
Ég hef orðið vitni af nokkrum svona Farsíma árekstrum á ferðum mínum í umferðinni. Fólk verður að átta sig hvað það getur orðið valdandi með þessum gjörðum sínum. Allir sem keyra Bíl bera mikla ábyrgð! Ekki bara á sér og sínum heldur og öllum öðrum sem eru á ferð í kringum það!
Það væri mjög slæmt mál að það fólk sem er talandi í Farsíma í umferðinni verði sjálft fyrir því að það verði keyrt á það af manneskju sem er talandi í Farsíma. Að slíkt atvik þurfi til að fólk vakni og verði sér meðvitað. Ég ætla rétt að vona að fólk átti sig á því atriði að það er alltaf möguleiki að svona árekstrar geti alveg eins komið fyrir það sjálft.
Ekkert símtal er mikilvægara en manneskjan sjálf! Í öllum Farsímum sjást símanúmer þess sem hringdi!
***********
Hugarleikfimi:
***********
Til gagns og gamans langar mig til að setja hér inn tvær færslur.
Á stað einum á Internetinu er hægt að ná í ýmsa smærri leiki. Þetta er góð vefsíða þar sem hægt er bæði að leika sér á staðnum eða sækja leiki í tölvuna sína, setja upp og leika sér.
Slóð: http://www.myplaycity.com
Þarna á meðal er einn leikur sem kallaður er "Pestering Birds" sem gengur út á skjóta niður Fugla sem færast niður tölvuskjáinn. Svona svipaður (ath. í arcate hlutanum) og leikurinn: Bubbles en miklu fjölbreyttari og skemmtilegri!
Svona til gamans og af hugdettu langar mig til að skjóta því að þeim sem þekkja þessa leiki að loka augunum og telja hvert skot í einu um leið og litinn. Athugið hvernig virknin verður Ég á við að þú sér rauða kúlu og telur um leið, bláa telur um leið, rauða telur um leið osfrv. allt á miklum hraða með augun lokuð. Þar að segja þú segir litinn á nákvæmlega sama tíma og hann birtist þér í huganum.....
Þetta er svona viðbragðs æfing fyrir heilann.
2. Siðferði á lágu plani?
Ég verð stundum var við það að fólk gengur um umhverfi sitt eins og því sýnist án tilllits til annars fólks. Ég get nefnt hér dæmi um þá sem starfsfólk á vinnustöðum sem leggur Bílum sínum í Bílastæði viðskiptavini í stað þess að leggja í Bílastæði starfsfólks. Smá siðblinda? Já, að vissu leiti má segja svo því að stæði fyrir viðskiptavini er jú eingöngu stæði fyrir viðskiptavini.
En þetta fólk sem gerir svona hluti svarar því til að þeir séu líka viðskiptavinir. Jú, þeir eru viðskiptavinir þegar að þeir eru ekki starfsfólk á staðnum. Þannig að ef ég sem starfsmaður er allan liðlangann daginn á Bílastæði svæðisins þá er ég að nota Bílastæði sem starfsmaður en ekki viðskiptavinur.
Allt fólk mætti gera sér grein fyrir að það er ekki eitt í heiminum og heimurinn snýst ekki eingöngu um það og þeirra gjörðir. Allar gjörðir hafa áhrif á umhverfið og annað fólk í því. Þannig ber hver einasta manneskja ábyrgð á því umvherfi sem það er í. Nefna mætti dæmi um að fólk sem leggur Bílum sínum í stæði viðskiptavina eru oft að taka stæði af þeim sem eiga kannski erfitt með gang eins og tildæmis eldri manneskjur.
***************
Önnur hugarleikfimi
***************
Mér datt svona í hug í gamni mínu að setja inn smá stuttan hugaræfingu sem kemur fyrir að ég stunda einstaka sinnum.
Ímyndaðu þér að þú sérst inn á miðjum velli í stórum Handboltasal með sætin allan hringinn (eða sporöskjulaga). Með lokuð augun áttu að ímynda þér að þú sérst að horfa upp eftir og meðfram allri sætaröðinni, allan hringinn. Byrja fremst hægra megin og fara eftir sólargangi allan hringinn. Færa sem sagt augun til og sjá fyrir þér fara eftir öllum sætaröðum allan hringinn. Allt án þess að snúa hausnum.
Hvernig tekst þér þetta? Tekst þér að horfa bak við þig í huganum? Er það sem er fyrir aftan þig með á ferð þinni hringinn með augun lokuð? Þetta kostar dálitla æfingu að sjá þetta fyrir sér.
Hversvegna er ég að minnast á þetta? Tildæmis tilæ þess að vekja athygli á því að það er allt í lagi að leika sér í svona einhverju til að þjálfa og mæla hvað þú ert meðvitaður um þig og umhverfi þitt........
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.