Mánudagur, 18. janúar 2010
Enn um Icesave or not?
Sá Steingrím í Sjónvarpinu segja að betra sé að drekka eitur en drepast úr þorsta.
Mikið hefur verið skrifað um þetta Icesave mál allt saman. Ég vonast til að eftir neitun á Icesave muni þjóðin taka sig til og henda þessu máli út af borðinu. Eins og svo margir hafa sagt að við eigum ekki að borga þetta.
Og einnig sem kemur svo greinilega fram í tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins 94/19/EC sem sýnir og sannar sakleysi íslenska ríkisins. Ég legg til að fólk taki sig til og lesi tilskipunina!
Nú þarf þjóðin og almenningur í landinu að taka sig til og losna við ofríki og ofurvald stjórnmalamanna. Þeir hafa sýnt það og sannað að þeir eru vanhæfir til að stjórna landinu. Sama í hvaða flokki þeir koma.
Búum til Nýtt Ísland! "Okkar Ísland" fólksins í landinu.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.