Færsluflokkur: Tónlist
Laugardagur, 6. desember 2008
Raunverulegur ávinningur - ekkert hálfkák né glundroði!
Hver væri mögulegur ávinningur þess ef hugmyndin að "Okkar Ísland" færi í gagnið?
Athugið að þessi Blogg grein hér er kaflaskipt þannig að það bætist við hana á næstunni. Svo ef menn hafa áhuga þá kíkið við aftur til að lesa framhaldið!
Byrjum með sérstökum mjög öflugum hjálpar aðgerðum strax! Ekkert hálfkák!
Það þyrfti að gera róttækar breytingar amk. Í fyrstu tvo til þrjá mánuðina þangað til að geta sett kerfið upp og byggja það áfram. Þannig yrðu stórtækar breytingar gerðar sem væru til þess fallnar að hjálpa vissu fólki.
1. hjálpa fólki sem hefur tapað sparnaði útaf Davíð + mannfólkinu sem voru að setja bankana á hausinn. Fólk sem hefur verið unnið til þess sparnaðar með heiðarlegri hard working vinnu. Fólk sem á ekki skilið að tapa neinu!
Hér má framkvæma ýmsar aðgerðir til björgunar og eru þær í hugarvinnslu en nokkrar þegar komnar sem geta ekki af augljósum ástæðum komið strax hér fram í dagsljósið.
2. hjálpa fólki (alvöru hjálp ekki quarterkák eða undir hálfkák eins og verið er að gera núna!) sem hefur átt í erfiðleikum með að greiða af eigin húsnæði
Hér eru líka nokkrum hugarvinnslum lokið. Eitt er það sem verður að gera og það er að afnema verðtryggingu á lánum og það strax (ekki í áföngum í verðbólgu sem er ekki búið að snúa við!). Finna þarf leið til að þá stjórn að ná í peninga til að mæta kosnaði. Alveg eins og fundin var leið til að búa til þessa verðtryggingu sem hefur verið sér-íslenkst fyrirbrigði (snúa við ferli)
Finna leiðir til að losa fólk út úr ýmsum gjöldum sem eru að íþyngja því við kaup á íbúð. Réttlátt væri að lækka frumkosnað við kaup um allt að 60% því hér er eitt af dæmum sem gráðugar hendur hafa komist í!
Gera þarf láglaunafólki (ath. sem núna er láglauna en á ekki að vera það í framtíðinni) miklu auðveldara að kaupa íbúð!
3. Strax verði hækkuð laun láglaunafólks þess sem verður verst útúr efnahagshruninu! Hér eru hugmyndir að gerjast og þegar fleiri en ein sem eru mjög róttækar og mjög sanngjarnar komnar á blað út úr hugarvinnslunni.
4. Búa til nýtt kerfi þar sem láglaunafólk þyrfti ekki að ganga í gegnum þennan sama rugl samningapakka (fyrir framtíðina) alltaf þegar að hækka á laun!
5. Finna leiðir til að búa til nýtt kerfi á að verðlag haldist það sama þegar að verðlækkunar á vörum hafa orðið! En ekki að vörur hækki aftur eftir ca. 2 vikur eins og hefurgerst hjá verslunum (sérstaklega í matvöru og nýlenduvörum).
6. Tappa af efnhagskerfinu þannig að þeir sem hafa meiri peninga á milli handanna séu ekki í fjármálaviðskiptum þegar að þjóðin er í efnahagsvandanum!
7. Setja af stað róttækar uppbyggingar í atvinnu tækifærum úti á landi. Vera laus við allar hugmyndir um fleiri a. Álverksmiðjur b. Virkjanir sem eiðileggja land c. passa þá vel að einhverjir auð og peningakallar komist ekki með puttana til að mergsjúga uppbygginguna! Þá á ég líka við að passa það að einkavinir geti ekki fengið allar aðstæður og yfirráð yfir fyrirtækjum.
8. Byggja upp nýtt fyrirtækja fyrirkomulag þannig að allir launþegar geti haft jafnan hag á vinnu í fyrirtækinu en ekki einhverjir fáir geti mjólkað og ef illa fer að ganga þá stinga af!
9. Finna leiðir til sérframleiðsu a. í matvælum b. í ferðaiðnaði c. í fataiðnaði d. í tölvuiðnaði e.jafnvel rafbílaframleiðsu f. listiðnaði. Eða allt það sem hefur ekki áhrif á umhverfi fólks með mengun osfrv. Skipta þessum flokkum niður á Þorpin í landinu. Ef erlend fyrirtæki kæmu að þá væri þeim boðið sérstakur skattaafsláttur til að koma og setja upp verksmiðjur en þá þannig uppbyggt að íslendingar sem vinna hjá þeim hafi jafnan hag að. Til að mæta slíku varðandi íslensk fyrirtæki mætti bjóða fólki sérstaka ívilnun til að það hafi áhuga á að flytjast út á land!
10. Passa upp á að það fólk sem á sinn þátt hefur verið hruninu valdandi geti ekki haldið sama leiknum áfram. Líka þarf að finna leiðir til að þeir greiði til baka og að vinir þeirra í Stjórnmálaflokkum geti ekki hjálpað þeim að bjargast út úr sínum eigin gjörningum. Og að stjórnmálamenn muni ekki viðhalda sama ástandi!
Athugið að það er mjög nauðsynlegt að búa til strax eins fljótt og hægt er nýtt kerfi! Það er hagur fólksins sjálfs að valdi verði breytt og því verði snúið við í og með síbreytingum!
Okkar Ísland er eina hugsanlega kerfið sem ég veit að hefur komið fram sem ætti kost á þess að gera róttækar breytingar, vinna á móti hagsmunum smárra hópa og stjórnmálaflokka. Að minnka vald og jafna tekjur á milliþjóðfélagshópa.Að gera fólk að komast í sývirkni launa með jöfnum hækkunum án karps og þjarks á milli manna sem halda fundi eftir fundi (og fá með því hærri laun) í jafnvel nokkra mánuði án þess að mikið komi útúr því!
Með áframhaldandi stjórnmálaflokkum viðhöldum við sama ástandi í náinni framtíð. Ef þið skoðið tildæmis það sem hún Jóhanna hefur verið að gera fyrir fólk (sú sem sennilega er lengst næst vinstri grænum úr öllum flokkum nema þeirra). Hvað geta fáar manneskjur í karpi á þingi gert til að snúa við ástandinu? Munu vinstri grænir virkilega róttækt breyta kerfinu? Mun fólkið við þeirra stjórn búa við sama kerfis ruglið þó að tekjur láglaunafólks gætu hugsanlega bættst eitkvað með þá við stjórn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)