Afhverju ekki?

Ég er dáítið inn á því að mannanöfn verði að vera á íslensku. Vil ég benda á í því sambandi að þeir einstaklingar sem eru skýrðir eiga eftir að lifa innan íslensks samfélags þar sem íslenska er töluð og íslensk nöfn notuð.

Ég tel mig ekkert vera neinn sérstakan þjóðernissinna né öfgakenndan við að hafa þessa skoðun.

Ég vil benda á að ég væri alveg tilbúinn að vera skýrður og hafa nafnið Emmanuel eða Bastian í því landi þar sem það nafn er algengt og viðhaft. 

Ég væri hinsvegar ekki sjálfur sáttur við að vera skýrður Emmanuel eða Bastian á Íslandi. Mér finndist það alveg vera hræðilegt að hafa nafn sem algjörlega væri andstæða öðrum nöfnum íslenskra barna. Væri tildæmis miklu sáttari við Mikjáll heldur en Mikael.

Það að heita íslensku nafni fellst einn af mörgum þáttum í því að búa inn í íslensku samfélagi. Sérstaða er betri en samkrulla.

Ég er hinsvegar á báðum skoðunum gagnvart þeim sem flytja inn í landið og fá íslenskan ríkisborgararétt. Ég sæi samt að ég ætti erfitt með að breyta nafni mínu ef ég tildæmis flytti til Spánar. Vildi halda nafni mínu: Guðni (en aðeins af því ég var skýrður það). En yrði samt að sætta mig við annað nafn ef þess væri krafsist! Sumir hafa þannig nöfn sem erfitt væri að breyta og þyrftu því að taka upp algjörlega nýtt nafn. Á meðan aðrir hafa nöfn sem nægir að breyta kannski einum staf: eins og mitt: Guðni í Gudni.

Sjáið tildæmis fyrir ykkur nafnið Charles. Þætti ykkur sjálfsagt að einhver sem fæðist hér á landi bæri nafnið Charles? 

Ég sé alveg fyrir mér í hversu miklum vanda Mannanafnanefnd er og virði starf þeirra að verðleikum.

Þetta er mín skoðun.


mbl.is Fá ekki að heita Emmanuel og Milica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Charles er borið fram hér Karl og heldur merkningu sinni og er það vel.

Ég kallast húlío á Spáni, djúlæös á ensku. Merking er sú sama og stafsetning svipuð og er ég því mjög heppinn.

Júlíus Björnsson, 23.11.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Júlíus, Ég veit auðvitað og hef vitað í ótal mörg ár að Charles er borið fram Karl enda ber ég það nafn með rentum. Ég var að sýna fram á að eiga valmöguleika þess að velja íslenskt nafn í stað erlends. Að eiga sér kost. Enda er alveg fullt af mjög fallegum íslenskum nöfnum sem hægt er að gefa börnum. 

Stundum er síðan tækifæri til og ágæt blanda fyrir útlendinga sem eignast börn hérlendis, að skýra þau tveimur nöfnum. Það fyrra alíslenskt og það seinna, nafn sem er bæði til í heimalandinu og hér á landi, þá kannski þýtt yfir á íslensku. Slík eru dæmin.

En út á það gengur málið að börnin eru kölluð skrýtnum og sérstökum nöfnum sem foreldrar gefa þeim. Meira að segja af íslenskum foreldrum. Stundum uppspretta eineltis. 

Guðni Karl Harðarson, 24.11.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mig grunn að heiti hafi hér áður fer meint ósk það þú hittir [áður en ert allur]. Nafn hafi merkt höfn [lendingarstað] það þú ávinnur þér.  

Kóngur, bóndi, læknir, húskarl hafi verið nöfn.

Karl sennilega karr-ull og er það þá smækkunar mynd af : Karri. Merkir þá að sjálfsögðu konung svo sem eignin getur merkt eigandann í skálda mál. Flestir Íslenskir menn eiga sér sinn konung.  Völsungar voru líka konungar. Gorrumm mun gefa konungsnafnið Gorm það mun fast kveðið. esseggorri> Skorri.

Ef ég flytti í land þar önnur tunga ríkir þá myndi ég taka upp ávarpsform sem hljómar þar vel og reyna að láta falla að merkiningu míns heitis.

Í löndum þar sem töluð er enska er lítið um málfræði en orðaforði ensku telur um 6000000 merkingasvið. Í þeirra tungu greinast hópar niður í stéttir eftir málskilning, hver stétt leggur sinn skilning í orð sem er ritað og hljómar eins. Þar gilda að sjálfsögðu önnur lögmál um nafngiftir.

Mér finnst allt í lagi að innflytjendur íslenski sín skírnarnöfn: Þannig þau lúti réttri atkvæðaskiptingu í framburði og hljóðin séu Íslensk. 

Ég myndi aldrei skýra mitt afkvæmi hund eða svín. Eða kunna við að kalla annarra manna afkvæmi slíkum nöfnum.

Alveg sjálfsagt  sjálfsagt að sérhver þjóð setji sér reglur um opinber ávarpsform.

Ég kallast Jú-lí-ús með latneskri atkvæðaskiptingu. Júl'í-us sem er Íslenska skiptingin.

Karla Magnús er sá Meiri karla.

UM Júlíus  gildir að það nafn báru karlkynsniðjar Rómversku ættarinnar Júlíu. Rómverjar mun hafa verið sérlega sparir á sérnafnagiftir.

Mín skoðun er sú að júll-í merki að að sól sé í hæðstu risstöðu og marki líka Hring og Dag.

Við tölum um Ó-Laf og það mun líka marka Ris og hæfa kon-ungi. 

Þú segi frá: Þór-unni henni þegar hún hefur uppfyllt heiti sitt. 

Júlíus Björnsson, 24.11.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Júlíus ég þakka þér kærlega fyrir þitt skemmtilega innlegg hér Ég hafði þar mjög gaman af.

þú>Ef ég flytti í land þar önnur tunga ríkir þá myndi ég taka upp ávarpsform sem hljómar þar vel og reyna að láta falla að merkiningu míns heitis.

Alveg hárrétt. Síðan er það spurningin hvort það væri fyrra eða seinna nafnið sem þýtt væri á það tungumál, ef tvö nöfn ber.

þú>Mér finnst allt í lagi að innflytjendur íslenski sín skírnarnöfn: Þannig þau lúti réttri atkvæðaskiptingu í framburði og hljóðin séu Íslensk.

Og þar er ég þér sammála líka. Málið er að til er svo margir sem vilja ekki lúta þessum sjáflsögðu reglum.

Far vel að sinni Hringa Dagur.

Guðni Karl Harðarson, 24.11.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband