Ég á mér draum - pælingar

Þjóðfundur var um margt góður til að skerpa mínar hugsanir varðandi ýmislegt. Einnig var áhugavert að heyra og sjá hvað annað fólk var að hugsa. Ég hefði þó viljað flakkað enn meir á milli borða og fá sjálfur gott heildaryfirlit yfir hugmyndir manna og m.a. að bera saman við mínar.

Hvaða tilgangi þjónaði fundurinn? Ætluðu þau sér að vera siðgæðisvekjandi eða ræktendur siðgæðis meðal þjóðarinnar? Er verið að kenna okkur íslendingum og efla í okkur siðferðið?

Hver var síðan tilgangur stjórnmálamanna að mæta á fundinn? 

Ég tók eftir að það vantaði nokkur Gildi í valið á fundinum. Meðal annars má nefna orðin: Traust  og Samstaða.

Traust 

Í skjali mínu "Okkar Ísland" kem ég dálítið inn á traust manna á millum. Þar á meðal ástæðuna fyrir því að ég sjálfur hef tapað mínu trausti til stjórnmálamanna og mun eiga erfitt að endurvekja það inn í einhvern flokkinn. 

Hér eru dæmi úr skjalinu og er mínar spurningar varðandi hvert atriði hér í:    gráum lit

Hvað er traust?

Traust milli einstaklinga

Berð þú óskorðað traus til þeirra einstaklinga sem hafa stjórnað þjóðfélaginu?

Að halda loforð

Hafa stjórnmálamenn haldið loforð sín?

Treysta öðrum fyrir hlutum

Treystir þú stjórnmálamönnum fyrir því að byggja upp þjóðfélag þar sem allir geta lifað sáttir við sinn hag og þurfi ekki að lenda í miklum erfiðleikum? Eða finnst þér að stjórnmálamenn hafi staðið sig sérstaklega vel að standa vörð um þjóðfélagið og sjá til þess að allir þegnar þess geti unað við sitt?

Traust grundvallast á samskiptum

Getum við öll sagt að við höfum góð samskipti við þá sem stjórna landinu?

Samkvæmni

Eru þeir sem stjórna samkvæmir sjálfum sér og standa við það sem þeir segja?

Traust á fagmennsku

Hvað með fagleg vinnubrögð? Finnst þér að vinna stjórnmálamanna hafi verið mjög fagleg undanfarin ár? Eða þá frekar núna?

Sjálfstraust

Hefur þú öðlast nóg sjálfstraust til að takast á við vanda þann sem aðrir sköpuðu þér? Eða finnst þér ekki að aðrir eigi að taka þátt í að byggja upp sjálfstraust þitt? Þar að segja þeir sem skemmdu undirstöðu tilveru þinnar?

Öryggi

Finnst þér þú búa við öryggi í samfélaginu? Hvað með fjárhagslegt öryggi? Hvað með heimilislegt öryggi? Riðlast ekki stoðir fjölskyldunnar þegar að meðlimur þess hefur misst vinnuna? 

Hver ber ábyrgðina á þessu?

Í mínum huga er svar mitt nei við því sem ég skrifa hér að ofan. Undirstaða samfélags okkar er brostin. Og allt fyrir að misvitrir stjórnmálamenn innan flokka hefur mistekist að halda utan um þessa undirstöðu. 

Það þarf að endurreysa þjóðfélagið (og þá aðeins með almennri stjórnun) því ekki getum við með réttu endurvakið okkar traust til þeirra sem, í sumum tilfellum, brugðust okkur alvarlega.

 Samstaða

 Ert þú tilbúinn að gefa eitthvað eftir af skoðunum þínum varðandi stjórnmál og taka þátt í því að endurvekja þjóðfélagið? Væri ekki best að setja í gang samstöðu innan smærri samfélags úti á landsfjórðungum landsins, í nálægð við íbúana? 

Ættum við ekki að geta staðið saman í því að endurvekja Ísland og búa til þær aðstæður þar sem alvöru Heiðarleiki og Virðing væri fyrir hendi? Að endurvekja traustið til okkar? Að skapa samstöðu meðal fólksins?

Ég á mér draum

Ég á mér draum um þjóðfélag þar sem við almenningur landsins búum í þjóðfélagi með alvöru heiðarleika og alvöru virðingu. Ég á mér draum um þjóðfélag þar við stöndum saman í að endurbyggja Ísland sjálfir. Við almenningur í landinu, án utanaðkomandi aðila. Að meðal annars á þeim tíma sem við erum sjálf að vinna okkur út úr vandanum. 

Þessvegna tala ég um nýtt þjófélag, nýtt Ísland án flokka því samfélagið snýst fyrst og fremst um okkur fólkið í landinu sem vinnum okkar störf við að skapa landinu verðmæti. 

Aðeins ef við almenningur tökum málin í okkar hendur getum við búið til Ísland þar sem allir þegnar geti lifað saman í sátt og samlyndi. 

Aðeins ef við almenningur stjórnum þá mun stjórnun snúast fyrir alvöru um afkomu fólksins!

Búum til "Okkar Ísland"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband