Varnaðarorð

Ég skrifa þessi orð hér hvort sem Ríkisstjórn og aðrir alþingismenn ætli sér að taka réttinn um að kjósa um Icesave lögin eða ekki. Því er þessi pistill sendur líka á alla forkólfa flokkana.

Það er búið að ganga svo mikið á í þjóðfélaginu að undanförnu, eins og tildæmis þetta Arion bankamál, björgun og afskriftir vissra manna. Síðan er það ljóst að algjört aðgerðarleysi gagnvart þeim sem eru að missa heimili sín og algjör afneitun að losa verðtrygginguna af þó langflestur almenningur vilji. Plús öll þessi mál sem hafa verið í fréttum að undanförnu um allskonar gjörðir fjárglæframanna og sífelldar frestanir að taka fyrir alvöru á þeim málum.

Að framansögðu er búið að uppsafnast svo mikil ólga í þjóðfélaginu að segja má að íslenska þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að hreinlega að framkvæma alvöru Byltingu á Íslandi. 

Það mun algjörlega síðan fylla mælirinn ef stjórnvöld ætla sér að neita almenningi að fá að kjósa um Icesave lögin. Því líka ef samningar hefjast áður en að kosið verður er einfaldlega mjög mikil hætta á Byltingu. Ég er nú bara að miðla því sem ég hef sjálfur heyrt um málið............

Svo

1. bara að hefja viðræður fyrir kosningar mun auka hættuna verulega og þá gætu aðeins liðið nokkrir dagar.............

2. að neita almenningi um kosninguna mun mjög líklega verða til þess að almenningur tekur til skjótra og úthugsaðra aðgerða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Fallegt af þér Guðni að vara við hættunni - en er einhver að hlusta þarna í fílabeinsturninum??

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 20:18

2 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl !

Að minnsta kosti; hlýtur hverjum skynugum manni að vera ljóst, að svona geti hlutirnir ekki dankast, öllu lengur.

Hvað varðar; fyrirspurn þína (fyrr í dag), um tildrög og skipulag allsherjar verkfalls, að þá hljóta fyrirtækin - sem fjölskyldurnar í landinu að sjá, að það er allt að vinna, fæstu að tapa - svo; undirbúningur þeirra, sem einhvern snefil kjarks og þors, hafa yfir að búa, ætti að geta farið í gang, án mikils fyrirvara.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:25

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ísleifur leið almennings til nýs Íslands er vörðuð. Það verður hvernig sem það gerist! Það eru bara atriðin hvernig þessir þarna í fílabeinsturninum ætla sér að leyfa almenningi að taka við sínum málum. Rólega eða með Byltingu!

En ef þau ætla sér að taka þannig á málum sem eins og virðist vera þá er það alveg ljóst að engvar óeirðagirðingar halda neinu.

Guðni Karl Harðarson, 12.2.2010 kl. 08:07

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kæri bloggvinur Óskar Helgi þó ég sé mjög fylgjandi því að hefja alsherjarverkfall þá velti ég því mér hreinlega hvort á það sé bætandi? Og vísa ég til þeirra skilaboða sem ég sendi þér í gær.

Bestu kveðjur,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 12.2.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband