Hversu mörg viðbrögð ætli þau hafi fengið?

Mér dettur í hug hversu margir hafi sent forkólfum ríkisstjórnar og hinna flokkana bréf að undanförnu? Annars er svo margt sem þessi maður hefur farið sjálfur rangt með eða sleppt að segja þegar að hann hefur rætt um þetta Icesave mál.

Hvað er það annars núna sem á að leyna almenningi? Ef Ríkisútvarpið mátti ekki birta fréttina afhverju skýrði hann ekki út málið sjálfur nákvmæmlega?!Hefur hann ekkert lært að það sé best að leyna almenningi ekki neinu?

Annars er það alvegj ljóst að það eykur bara á ólguna í þjóðfélaginu ef þau ætla sér að byrja einhverjar viðræður áður en að almenningur fær að segja sitt um þau Lög sem lyggja þegar fyrir að taka ákvörðun um!

Síðan það sem mig svo sterklega grunar að á vissum tímapunkti muni það koma alveg í ljós að þau ætla sér að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Orðin hans Sigmundar Davíðs voru  mjög sennilega til að fría sig einhverri ábyrgð varðand þau viðbrögð sem munu verða við þeirri ákvörðun. Framsókn hefur verið í slíkum hreinsunum af eigin hvötum undanfarna mánuði. Þessvegna finnst mér líka alveg ágætt ef fólk sendi þeim bréf og vari þeim við hvað getur gerst ef þessi er raunin! Málin snúast um hvað framtíðin beri í skauti sér!

En sama hvað gerist! Pólitík á Íslandi eins og hún hefur verið er að deyja út! Almenningur er gjörsamlega búinn að fá yfir sig nóg af ruglinu. Það hlítur óhjákvæmilega að leiða til þess að almenningur tekur málin í sínar hendur. 

Nær allar aðgerðir Ríkisstjórnar að undanförnu munu vera leiðandi fram að því óhjákvæmilega! Því fyrr sem þetta gerist því betra! Almenningur mun taka sig til og mynda nýtt Ísland því Ísland er jú Okkar.

 


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur.  Ég finn á sjálfri mér að ég er orðin svo leið og reið á þessu svindli , spillingu og sérhagsmunagæslu stjórnarinnar að ég veit ekki lengur hvað ég gæti hugsanlega gert.  Þegar ég horfði á bankamyndirnar í gær og umfjallanir um allar milljarðaafskriftirnar, langaði mig að brjóta hverja einustu rúðu í byggingunum og gera eitthvað ljótt við þá sem standa fyrir þessu.  Þá er ég komin á hættulega braut, sem er alla jafna frekar dagfarsprúð kona.  Hvað þá með þá sem standa mitt í slagnum, með sverðin í brjóstinu.  Það styttist í blóð, það er ég hrædd um.  Vona samt að ég sé sú eina sem er komin á þetta stig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 08:54

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvern einasta dag sjáum við og heyrum í fréttablöðum og fréttum um allt þetta svind, spillingu og svínarí. Og innan sjálfra þeirra sem stjórna eða stjórnuðu. Sjáðu tildæmis DV í dag. Jafnvel Ingöbjörg Sólrún sætir rannsókn.

Þetta er orðið það mikið út um allt og alltaf meira og meira sjáanlegt. Svo mikið að það verður að víkja fyrir hinum almenna borgara sem hefur ekkert brotið af sér. Það óhjákvæmilegt!

Það styttist svo sannarlega í að við gerum eitthvað mjög róttækt!

Guðni Karl Harðarson, 12.2.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband