Færsluflokkur: Réttindi fjölskyldunnar

Hugmynd um hvernig mætti borga upp skuldir almennings

Þetta er bara svona "útfæranleg" hugmynd frá mér um hvernig borga mætti upp skuldir almennings (þessar meintu 200 milljarða).

 Skrifað á facebook vegginn hjá mér líka>

Ég er mikið búinn að hugsa um þessi mál og var meira að segja dálítið andvaka í byrjun nætur út af þessu. Jæja hugmyndin var að ríkið gæfi út ný skuldabref í framtíðnni þegar að kæmi að því að borga þau gömlu (þessi núna ef ríkisskuldabréf yrðu gefin út).

En ég er kominn með aðra lausn á þessu sem allir aðilar ættu að geta samþykkt og sættast á því enginn myndi tapa á því.

Við vitum að ástæður fyrir því að ekki fást skuldir almennings felldar niður er sú að ríkið ver bankana fyrir því að fá sitt.

Hugmynd mín!

*****Ríkisskuldabréf*****

1. Seðlabankinn gefur út ríkisskuldabréf sem ríkið tekur við og selur bönkunum. Gefin eru út skuldabréfalokkur A og B.

2. Ríkið tekur við peningunum frá bönkunum (sem kaupa) og borgar bönkunum aftur með því að borga upp skuldir almennings.
Afhverju ætti bankinn að vilja kaupa bréf sem er svo notað til að borga upp lán almennings? Þar að segja að bankinn láni almenningi (með ríkið sem millilið) til að borga lánin sín?

3. Málið er að skuldabréfaflokkur A væri þannig útbúinn að ríkið þarf ekki að borga til baka þegar að kemur að innlausn bréfana (eftir ákveðinn fjölda ára). Heldur notar bankinn bréfin til að selja þau á almennum markaði (tildæmis erlendis).

4. Ríkið sleppur við að borga og eina sem það þarf að gera er að tryggja bréfin ef bankar falla á lánstímanum. Sem gerir bréfin eftirsóknarverðari.

5. Bankinn fær sitt og gengur frá lánum almennings (ath. þarf nákvæmlega hverjir og hvað er borgað upp). Við það að bankinn kaupi ríkisskuldabréfin þá geta þau ENN MEIRA búið sjálfum sér til sérstakan lánaflokk á markaði á móti (eins og bankar vanalega gera þegar að venjuleg ríkisskuldabréf eru gefin út). Þessi lánaflokkur gæti hugsanlega verið til að lána í fyrirtæki? Eða almenningi án VERÐBÓTA.

6. Ríkisskuldabréfaflokkur B Almenningur sem skuldaði og er hjálpað með þessari aðferð fengi í eign sérstök skuldabréf með vöxtum sem hann gæti síðan selt eftir ákveðinn tiltekinn tíma. Þarna geta skuldararnir haft tekjur (til baka vegna ofgreiðslu vegna verðtryggingar) af skuldabréfum. Bankinn væri skildaður til að geyma bréfin. Og bankinn hefur umsjón með sparifé af bréfunum sem veltu (eins og vanalega er þegar að fólk sparar peninga að peningar eru settir í umferð (þar að segja sem tölvufærsla en engir raunpeningar).

Í staðinn fyrir allt þetta eru öll lán framtíðar án verðtryggingar og verðbætur lána á Íslandi falla niður.

Með þessari aðferð hagnast allir! Ríkið þarf ekki að borga SKULDAbréfin, bankinn hagnast á sölu og veltu og að geta gefið út nýjan lánaflokk á móti. Bankinn hagnast á sparifé almennings (sem áður skuldaði). Og almenningur hagnast á því að vera laus við skuldirnar sem og að fá einhvern pening til baka fyrir ofgreidda vexti (í framtíðinni þegar að skuldabréfin eru útleysanleg. En á meðan þessi tími gengur yfir (nokkur ár) hefur bankinn hagnast á lánaflokknum og að hafa sparifé skuldabréfaflokks B á reikninum fólksins sem skuldaði. Bankinn vill gera þetta vegna þess að þá er fé í umferð og þeir geta lánað ný lán á móti. Svo er skuldabréfaflokkur B svo lítill hluti af þessu því þetta er aðeins til að tryggja almenning vextina.

En ég tek það fram að útfærslan á þessu gæti alveg hægt að skoða!


mbl.is Verðbólgan 6,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójöfnuður - hatvinna - helferð

Almenningur er algjörlega búinn að fá upp í kok yfir sig á ástandinu í þjóðfélaginu. Daglega rignir yfir okkur fréttir um baráttu stjórnmálamanna og flokka sín á milli inn á þingi þar sem barátta þeirra er hver sé sekur eða saklaus. Sem og aðrar ávirðingar þeirra á milli. Þar sem völdin skipta þau meira máli en velferð þegna landsins.

Svo er alltaf reynt að ljúga í fólk að allt sé nú í góðu standi. Að ríkistjórnin sé að gera svo góða hluti. Og fyrir hina skiptir mestu máli að hreinsa sig af áburði og ábyrgð fyrir eigin gerðum sem þó þáverandi samstarfsflokkur þeirra var þátttakandi í svo nefnt sé tildæmis aðra ráðherra í þeirri stjórn.

En staðreyndirnar aðrar blasa við. Hækkanirnar hér og þar. Fyrir þá sem sérstaklega fylgjast með þá er þetta augljóst mál. Svo eru verkalýðsfélög í stappi við ríkistjórn útaf að það sé ekki staðið við samninga sem skipta orðið engu máli því verðlag á nær ÖLLU hefur hækkað svo mikið að ráðstöfunartekjur hafa svo stórlega minnkað. Sem ég nær daglega verð var við, verandi í nánd við verslanir á mínum vinnustað.

Svo talað sé nú ekki um bankana sem auglýsa sig banka fyrir landsmenn og allt sé að verða svo fínt og gott. Á meðan að þeir ganga að fólki sem á í erfiðleikum.

Ég heyri fólk tala um daglega hversu ÓGEÐSLEGT þetta ástand sé.

Nei þessi SF flokkur snýst svo sannarlega ekki um stóru yfirlýsingarnar! Frekar hægt að segja að þau vinni hatrammri baráttu fyrir ójöfnuði og standa í helferð gegn vinnandi fólki í landinu.

En því miður ekki eru hinir í fjórflokknum neitt betri.

Eitt sinn hélt ég sjálfur að Jóhanna væri að gera svo góða og fína hluti fyrir fólk. 

Ég verða að biðja afsökunar af að hafa einhverntímann verið svo vitlaus að halda þetta.

Þetta er orðið svo grafalvarlegt mál að það þarf fyrir alvöru að gera eitthvað við þessu ástandi!


mbl.is Vonbrigði með ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma mín sagði einu sinni

Að þegar á harðbakkann slær skuli spýta í lófana.

Aldrei nokkurn tíma hefur gengið eins á í íslenskum stjórnmálum eins og síðustu ár.  Lang flest atriði hafa snúist um að bjarga þeim sem peningana hafa. Sem og innlimun í þetta ESB samband sem er að hruni komið.

Flest allar aðgerðir þessarar ríkistjórnar hafa orðið til þess að erfiðara og erfiðara verður fyrir tekjulága að hafa í sig og á. 

Endalaust er lagður skattur hér og þar sem hefur áhrif á minnkandi tekjur. Nægir að nefna auknar álögur ríkistjórnar á bensín sem hefur eins og venjulega orðið til þess að vöruverð hefur hækkað.

Enda sér maður vöruverð hækka í matvöruverslunum nær dag frá degi. Fólk verður var við að peningarnir í buddunni endast skemur og skemur.

Fátækt hefur sjaldan verið meiri í sögu þjóðarinnar síðan að lýðveldið varð til.

Sífellt fleiri og fleiri missa heimili sín og verða gjaldþrota. 

Allar aðgerðir ríkistjórnar miðast við að verja handónýtt fjármálakerfi. Með þeirri vörn stendur þessi stjórn gegn eðlilegum breytingum og kröfum sem eru sanngjarnar fyrir láglaunafólk sem á í erfiðleikum.

Sjaldan hefur maður séð manneskju standa gegn eigin orðum eins og þessari sem fer fyrir ríkistjórninni. 

 

Guð hjálpi þjóðinni fyrir það að þessi kona og stjórn hafi aðeins áhyggjur á að hvort satt sé að hún hafi ekki staðið við (stórgölluð) gefin loforð.

Í krafti fullkomnrar andstæðu við núverandi ástand mun þjóðin helga sér nýja framtíð. Þar sem búið er að taka burt og banna að áföll peningavaldsins skuli falla á hinn vinnandi almenning sem og aldraða og öryrkja.

Þessi kona ætti að kunna að skammast sín sem hún því miður kann ekki. 

 

 

 


mbl.is Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert gagn að því :-)

úr frétt> Þetta er í annað skipið á skömmum tíma sem kjúklingar lenda í ógögnum á leið til slátrunar,,,,,,Frown

Já ég hugsa að það sé ekkert gagn að því. Gætu kannski orðið verri fyrir bragðið ?Tounge

 


mbl.is Kjúklingar duttu af bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha? hvaða stjórnmálaleikur er þetta eiginlega?

Fyrir stuttu síðan kom í fréttum að fullveldissinnar væru með hreyfingunni, frjálslyndum, borgarahreyfingunni og aðilar úr stjórnlagaþinginu að tala saman um að mynda saman nýja stórnmálahreyfingu. Meira að segja að þegar væri búið að setja í gang málefnahópa.

Mér er spurn! Er sú umræða á enda? Eða eru orð Bjarna aðeins leikur til að reyna að fá meira af þeirra málefnum inn?

 


mbl.is „Hugarburður og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni eða bölbænir? amk. 12 kröfur hér!

Úr fréttinni:

>Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Þessi orð finnst mér standa upp úr í grein hans.

Ögmundur er hérna að upplýsa vanþekkingu sína á því hvað hefur gengið á út í þjóðfélaginu! Um mótmæli má segja þveröfugt við það sem hann skrifar. Því sjaldan hafa þær verið málefnalegri og skýrari. 

Kröfur okkar sem viljum alvöru breytingar eiga almenningi að vera alveg ljósar. 

1. Losa burt verðtrygginuna

2. Finna alvöru leiðir fyrir fólk sem á í fjárhagsvanda.

3. Tryggja að fólk séu undir viðmiðunarmörkum, þar að segja að ekki verði eftir í mínus af launum á mánuði, þannig passa upp á að skuldirnar aukist ekki í hverjum mánuði.

4. Að boðið sé upp á samfélagslega bankaþjónustu með samfélagslegum bankalánum, svipað og IAK banki í Svíþjóð. ÞETTA ERU MANNRÉTTINDI!

5.  Setja skýrari reglur á bankaumsýslu.

6. Skilja viðskipti með hlutabréf og aðra spákaupmennsku undan vísitölum og setja sér ef ekki er hægt að taka af. Slíkt getur haft afgerandi áhrif á tekjur fólks. Tildæmis eins og viðskipti lífeyrissjóða á hlutabréfamörkuðum osfrv.

7. Lífeyrissjóðir þurfi að fá leyfi hjá sjóðsfélaga til að (og áður en að) fjárfesta í hlutabréfum.

8. Þeir sem borga í lífeyrissjóði geti líka farið fram á að lífeyrissjóðir fjárfesti fyrir sig ef aðstæður þykja til (að pínu litlum hluta þeirra peninga sem þeir borga í lífeyrissjóð).

9. Setja sérstakt bann (búa til kjarna í kringum hvar mætti taka peninga) við því að almenningur í landinu þurfi að greiða fyrir fjárglæframenn (með sköttum og öðrum gjöldum).

10. Setja þarf tryggingu fyrir því að lífeyrissjóðir geti ekki spilað með lífeyrir sjóðsfélaga.

11. Festa tekjur öyrkja og eldriborgara þannig að ekki verði hægt að skerða af þeim eins og vanalega er gert!

12. Og að sjálfsögðu vill ég að við hættum þessu aðlögunarferli inn í ESB og það strax!

Þetta er nú svona sem fljótlega er tekið til og mjög margir sem hafa gagnrýnt ríkistjórnina


mbl.is Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf fyrst þá að laga

Því þeir laga ekki neitt! Í hvaða heimi lifa þessir gaurar eiginlega?

Verðlagið og framfærslan löngu farin langt upp fyrir síðustu kjarasamninga. Bensín ný hækkað og annað vöruverð fylgir á eftir eins og vanalega.

Afhverju snúa þessir gaurar sér ekki frekar að því að sporna við síauknum fjölda fátækra og aðstoða fólk sem á í fjárhagserfiðleikum? Gera eitthvað að viti?

 

 

 

 


mbl.is Ríkið ekki staðið við sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar þarf að gera annað!

Það er augljóst mál eftir því sem á undan hefur gengið hjá alþingi og gagnvart þjóðinni að engin smáframboð geti gert neitt til að brjóta niður það ofurvald sem fjórflokkurinn hefur yfir Íslandi.

Nú er verið að undirbúa önnur atriði sem munu miklu frekar virka. 


mbl.is Frjálslyndir í viðræðum við aðrar stjórnmálahreyfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla hugvekja

Nú rennur í garð þessi árlega friðarhátíð okkar kristinna manna. Þar sem við höldum upp á fæðingu frelsarans.

Að því tilefni langar mig til að óska bloggvinum mínum og öðrum velunnurum

Gleðilegra Jóla

Höfum frið í hjörtum okkar og hugsum vel til náungans. Megi fjölskyldur eiga góð og friðsöm Jól. Hugsum vel til þeirra sem eiga bágt og geta ekki haldið Jólin á þann hátt sem við sjálf veitum okkur.  

Búum okkur undir framtíðina með virðingu og höfum góð manngildi í huga þegar við göngum til baráttu okkar fyrir breyttu Íslandi.

Berum kærleik í hjarta okkar

Það er mér leikur að læra,

leikur sá er mér kær,

læra meira og meira,

meira í dag en í gær.

Höfum það í huga það að viðhafa kærleik er iðja sem við eigum að viðhafa dags daglega og þannig leikur til lífsins lærdóms.

 

Baráttan fyrir okkar Ísland er rétt að byrja.

 


mbl.is Friðarljós á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tröllasokkar?

Tröllasokkar hafa hangið á snúru á Gemlufallsheiði í næstum eitt og hálft ár.

Ef þetta er rétta myndin af sokkunum þá er alveg augljóst að sokkarnir eru af einhverjum Risa. Því eitthvað sýnist þetta ullarhrak vera í yfir, yfirstærðinni og benda til þess að eigandanum hafi mistekist að þvo. Ómuglegt er að sjá að allt saman séu einhverjir sokkar.

Mjög sérkennilegt og leyndardómsfullt mál allt saman. BlushShocking

Spurningin er sú hvort að íbúinn hefði ekki bara átt að taka sig til og henda hrakinu öllu saman.

Þetta þarna í miðjunni virðist frekar vera einhverskonar ullar bikini.

 

 


mbl.is Sokkar á snúru í hálft annað ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband