Gagnrýni eða bölbænir? amk. 12 kröfur hér!

Úr fréttinni:

>Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Þessi orð finnst mér standa upp úr í grein hans.

Ögmundur er hérna að upplýsa vanþekkingu sína á því hvað hefur gengið á út í þjóðfélaginu! Um mótmæli má segja þveröfugt við það sem hann skrifar. Því sjaldan hafa þær verið málefnalegri og skýrari. 

Kröfur okkar sem viljum alvöru breytingar eiga almenningi að vera alveg ljósar. 

1. Losa burt verðtrygginuna

2. Finna alvöru leiðir fyrir fólk sem á í fjárhagsvanda.

3. Tryggja að fólk séu undir viðmiðunarmörkum, þar að segja að ekki verði eftir í mínus af launum á mánuði, þannig passa upp á að skuldirnar aukist ekki í hverjum mánuði.

4. Að boðið sé upp á samfélagslega bankaþjónustu með samfélagslegum bankalánum, svipað og IAK banki í Svíþjóð. ÞETTA ERU MANNRÉTTINDI!

5.  Setja skýrari reglur á bankaumsýslu.

6. Skilja viðskipti með hlutabréf og aðra spákaupmennsku undan vísitölum og setja sér ef ekki er hægt að taka af. Slíkt getur haft afgerandi áhrif á tekjur fólks. Tildæmis eins og viðskipti lífeyrissjóða á hlutabréfamörkuðum osfrv.

7. Lífeyrissjóðir þurfi að fá leyfi hjá sjóðsfélaga til að (og áður en að) fjárfesta í hlutabréfum.

8. Þeir sem borga í lífeyrissjóði geti líka farið fram á að lífeyrissjóðir fjárfesti fyrir sig ef aðstæður þykja til (að pínu litlum hluta þeirra peninga sem þeir borga í lífeyrissjóð).

9. Setja sérstakt bann (búa til kjarna í kringum hvar mætti taka peninga) við því að almenningur í landinu þurfi að greiða fyrir fjárglæframenn (með sköttum og öðrum gjöldum).

10. Setja þarf tryggingu fyrir því að lífeyrissjóðir geti ekki spilað með lífeyrir sjóðsfélaga.

11. Festa tekjur öyrkja og eldriborgara þannig að ekki verði hægt að skerða af þeim eins og vanalega er gert!

12. Og að sjálfsögðu vill ég að við hættum þessu aðlögunarferli inn í ESB og það strax!

Þetta er nú svona sem fljótlega er tekið til og mjög margir sem hafa gagnrýnt ríkistjórnina


mbl.is Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þó ýmislegar fleiri réttmætar kröfur hafi komið fram.

Sjaldan hefur síðan ein ríkistjórn verið eins mikið gagnrýnt fyrir gerðir sínar!

Guðni Karl Harðarson, 5.1.2012 kl. 16:00

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það sem verið hefur mótmælt að ríkistjórn hefur framkvæmt og ekki orðið við. Gerum við kröfur um að verði lagað. Eins og með tilliti til þeirra kröfuatriða nefnd hér að ofan. Eins og tildæmis með réttmætri kröfu á lið númer 1.

Guðni Karl Harðarson, 5.1.2012 kl. 16:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já stjórnarliðar upp til hópa virðast ekki vera í þessum heimi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband